Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 6
210 LESBOK MORGUNBLAÐSTNS voru þeir þá settir í „svartholið". — Voru klefarnir bæði ljelegir og ofn- lausir, svo að heilsu fanga var þar stór hætta búin, eins og enn mun sagt verða. 1 þessu húsi fekk Hendrichsen íbúð og var honum falin varsla fang- anna. Frá Kristjáni Krumma Kristján Björnsson er maður nefnd- ur og átti heima á Hrafnhólum í Mos- fellssveit. — Hann var kallaður „Krummi“. Árið 1845 var gerð þjófaleit hjá honum og fundust þar 9 sauðkindur og að eins 3 með hans marki, en hinar með ýmsum mörkum og 1 lamb ný- lega uppmarkað. 1 bæjarlæknum fund ust limir og ýmislegt annað af sauð- kindum og þar á meðal eitt sauð- skinn, og játaði Kristján að hann hefði fundið það á förnum vegi og lagt það í lækinn. Einnig fundust bein og sauðartólg, vafið innan í treyju og buxur og grafið í jörð skamt frá húsum. Sonur hans, tvítug- ur að aldri og dóttir, 15 ára, báru það, að þau hefði sjeð hann bæði slátra og marka upp annara manna fje. En börn hans voru bæði hálfgerðir fáráðl- ingar. Er sagt að í æsku hafi þau leik- ið sjer mcð hundunum, gengið á fjór- um fótum og gelt að gestum sem fram hjá fóru. Kristján þrætti stöðugt fyrir þjófn- að. Var hann því settur í gæsluvarð- hald í „svartholiríU", undir verndar- væng Hendrichsen. Kristján var jaá á sextugsaldri og illa fataður. — Þetta var í svartasta skammdeginu og vetr- arkulda. Barst Kristján lítt af vegna þess hvað honum var kalt, en Hend- richsen gengdi engum umkvörtunum hans. Fór svo að Kristján varð fár- veikur, og mundi sennilega hafa dáið þama, ef aðrir hefðu ekki komist að þessu og bjargað honum. Var hann um áramótin fluttur til Jcns Árna- sonar í Ofanleiti og þar lá hann fram á vor. Þessi miskunnarlausa meðferð á Kristjáni mæltist afar illa fyrir, eink- um þegar hann var sýknaður af sauða þjófnaðar ákærunni fyrst í aukarjetti Gullbringu- djg Kjósarsýslu og síðan i landsyfirrjetti. Málið kom svo fyrir Hæstarjett og staðfesti hann eigi að eins sýknudóminn heldur ákvað að hið opinbera skyldi greiða allan kostnað við lækningu Kristjáns og hjúkrun. Og Hæstirjettur ljet ekki þar við sitja heldur skýrði hann Cancell- íinu frá því að fangelsið í Reykjavík væri svo bágborið, að það þyrfti skjótrar viðgerðar. Varð þetta til þess að ýmsar endurbætur voru gerðar á fangelsinu.------ Ekki þurfti Hendriehsen um það að kvarta að hann fengi ekki greiðslu fyrir eftirlit fanganna. Haustið 1857 var honum t.d. greitt fyrir fanga, sem hafði setið inni 2X5 daga við vatn og brauð: 93 sk fyrir 20 pund af brauði og 1 rdl. 43 sk. fyrir vörslu. Eftir því hefur fanginn átt að eta eitt kg. af þurru brauði á dag til jafnaðar, og er það næsta ótrúlegt, en Hend- richsen fekk reikninginn greiddan. Brennivínssali I Árbókum Reykjavíkur segir dr. Jón Helgason biskup, að Hendrichsen hafi oftsinnis sætt útlátum „fyrir brot á sjálfri lögreglusamþykkt bæjarins, sem hann átti að vaka vfir að í heiðri væri höfð“. Er það hverju orði sann- ara. Um langt skeið höfðu þau mad. Bagge veitingasölu í gamla Klúbbn- um, en máttu ekki selja áfengi. Stóð maddaman fyrir veitingasölunni, en Hendrichsen helt hliffskildi yfir henni, en þrátt fyrir það sannaðist hvað eítir annað á þau áfengissala. Á hinn bóginn var Hendrichsen ailt af að kæra aðra, sjerstaklega ná- granna sinn, R. P. Hall, sem hafði veitingar í Nýja klúbbnum, fyrir að brjóta settar reglur. En stundum snerust vopnin við í höndunum á Hendrichsen. Þannig var það 30. maí 1842. Þá sendi hann bæjarfógeta kæru út af því að um nóttina hefði íullur maður, Davíð Helgason að nafni, verið í klúbbnum og kallað hefði verið á sig til að koma honum út. En Davið hafi gert sjer þann óleik að grípa sig giimutökum og þar sem hann kynni ekkert í íslenskri glímu, ' mundi hafa farið illa fyrir sjer, ef aðrir hefði ekki komið til hjálpar. Davíð bar það fyrir rjettinum að hann hefði orðið fullur af brennivíni, sem hann „fekk upp á krít“ hjá mad. Bagge. Varð Iíendrichsen þá hrædd- ur og bað þess að sjer yrði sýnd sú náð að málinu væri ekki haklið lengra áfram; hann skyldi borga sina sekt. Þarna í gamla klúbbnum voru píu- böllin haldin, og ljek Hendrichsen fvr- ir dansinum á flautu, allt af fuHur og sídrekkandi koníak. Danssalurinn var lágur og leiðinlegur og oftast fullur af tóbakssvælu. Var seinast svo kom- ið að þar vUdi helst enginn maður með sómatilfinningu sýna sig. Hrottamenni Lögregluþjónarnir voru útbúnir með heljar mikinn staf, sem þeir not- uðu til að berja á mönnum með. Og Hendrichsen sparaði það ekki. „Hann ljet stafinn ríða á íslendingum, þá er þeim sló saman við Dani“ segir Grön- dal um hann og sýnir það rjeítlætis- tilfinningu mannsins. Hinn 13. mars 1844 sendi Ólafur r.okkur óiafsson kæru til bæjarfógeta og ber sig illa. Segist hann hafa verið . að taka út vörur hjá Siemsen, og þá hafi hann sent sig til D. Thomsen að taka eitthvað út þar. Síðan segist hann hafa beðið Thomsen að láta sig fá í staupinu, en þá hafi hann rokið upp og barið sig, fyrst með hnefanum og svo með kvarða. Síðan hafi Thom- sen stokkið fram yfir búðarborðið, þrifið í hálsklút sinn og dregið sig með tilstyrk annara út úr búðinni og hent sjer fram af tröppunum, svo hann fell. Og sem Ólafur er nú að standa upp, ber þar að Hendrichsen lögregluþjón. Hafði hann engin orð um en rjeðist á Ólaf og barði hann I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.