Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 15
LESBOK morgunblaðsins 213 og dvelja á baðstað. Fyrsta dagtnn sem hann var þar, fór hann í sjó og druknaði. ÖÐRU vísi fór fyrir Hugh O’Rurke. Hann hafði keypt happdrættisr'Jða í írska „sweepstakes“ un-iir dulnefn* inu „Butch“. Nú kom vinningalistinn í blöðunum og þar stóð, að „Butch“ hefði unnið 120,000 krónur. Við þessa fregn varð O’Rurke svo kátur að hann keypti sjö flöskur af whisky og og bauð öllum vinum sínum til gleð- skapar. Og fögnuðurinn varð svo mik iil að þeir urðu að síma út um ailt land til þess að láta vini og kunningja vita um þetta mikiu happ. Allir þurftu að síma og O’Rurke sagði: „Þið borg- ið ekkert, strákar, jeg borga allt“, Daginn eftir kom það í Ijós að þetta var misskilningur. — Einhver annar hafði keypt miða í happdrættinu undir sama gerfinafni, og það var hann sem vinninginn hrepti. O’Rurke sat eftir með sárt ennið og 600 króna skuld við símann fyrir samtölin, auk þess sem hann hafði borgað fjTir drykkinn. KONUM íerst ekki betur en kari- mönnum þegar þær græða. Bláfátæk stúlka, Jennie Quinoes, sem átti heima í fátækrahverfi San Jan í Porto Rico, hafði einhvern veginn komist yfir miða í happdrætti Madrid-borgar. Og einhvem veginn viidi svo tii, að hún íekk 720,000 króna vinning á þennan miða. Hún sigldi þá til Spánar til að sækja fjeð. Allt fólkið úr fátækra- hverfinu fylgdi hcnni á skipsf jöi. Hún lofaði að koma fljótt aftur og þá skyldi hún gefa öllum gjafir. En nún kora ekki um hæl. Hún byrjaði á því að ferðast um Evrópu, og helt sig svo ríkmannlega að orð var á gert. Þegar liún að lokum kom heim, bauð hennl svo við fátæka fólkinu þar, að hún hafði ekki geð í sjer að hafa neitt saman \rið það að sælda. Hún leigði sjer dýriudis íbúð og vildi hvoriú heyra nje sjá vjui sína og ættingja. Fyrir þetta lögðu allir hatur á hana. En nú kyntist hún manni, sem henni likaði. Kann hjet Anthony Montalvo og var sagður milljónamæringur. — Hann kunni siði heldri manna, kysti á hönd hennar og beygði sig í mjððm- unum, og sagðist vera ai spönskum aðalsætturn, með blátt blóð í æðum. Þau giftust og fluttust til New York. En milljónimar hans Montalvo voru „bundnar“ í ýmsum fyrirtækjum, svo að hann varð hvað eftir annað að fá skyndilán hjá konu sinni. Það drogst von úr viti að hann gæti losað um milljónirnar, og auður Jennie gekk tii þurðar. Þau urðu að hröklast burt úr hinum glæsilegu salarkynnum gisti- hússins, þar sem þau höfðu dvalist, og fá sjer leigt eitt herbergi á Ijeleg- um matsölustað. Og þar bættist það ofan á, að lögreglan kom og tók Mont- alvo fastan. Hann var hvorki miiljóna mæringur nje af aðalsættum. Hann var rjettur og sljettur timferðasali, og hann var ekki löglega giftur henni, því að hann var giftur tveimur kon- um áður. Þetta kvöld skrúfaði Jennie frá gasinu í herbergi sími og fanst dauð i rúminu morguninn aftir — rjettum tiu mánuðum eftir að hún hlaut hið mikla happ. • í „PICTURE POST“ segir Hilde klarchant, að best aí öllu sje að vinna aldrei í happdrætti, en sje maður svo óheppinn að viiuia, þá skuli hann fara að dæmi George Melville, múr- ara i London. Og svo segir hún þessa sögu um hann: Fyrir rúmu ári hafði Melville 150 krónur í kaup á viku. — Hann átti heima í tveggja herbergja íbúð með konu og Iveimur börnum. Ilann vinj|uc enn fyrir 150 krónum á viku, er í sömu íbúðinni og kona hans og börn hjá honum. Eina breytingin, sem orðið hefur á þessu ári, er sú. að nú hefur iiann undir höndum spari- sjóðsbók með einni tölu: „ínolagt — 1,200,000 krónur“. Hann vann þessa geisilegu upphæð i knattspymuhapp- drætti, hiun stærsta vhming er sógur fara af. Hann varð dauðhræddur við þessa miklu fjárfúlgu og flýtti sjer að leggja hana ósnerta inn í banka, faidi svo bankabókina og reynir nú að gleyma því að hann á þetta inni. — „Jeg vildi óska að jeg hefði aldrei unriii þetta“, segir har.n. „En á rneð- an það liggur í bankanum og við snertum það ekki, vona jeg að það leiði enga bölvun yfir okkur. Og jeg ætla aldrei að snerta það“. V ^ ^ ^ Þú kalda land með kólgu og ís, og klakabönd um alit, sem frýs, með vetrarhörku og vetrarbyl og vor, sem hvorki á sói nje yl. Þitt hjarta er grjót og hrjúft þitt mál, þitt handartak er járn og stál. Þú hvíta Luid viS hcimskautsbaug, þú herðir vöðva, stælir taug, þó falli cinn á frerum lands þá fetar annar sporin hans. Er skortur hcrjar, skelfur grund, þú skapar þjóð með hctjulund. Þú svæfir börn við brims þins gný og býrð þeim sæng með frosti í, þú vekur þau við fátæk föng og íossa þinna hrikasöng. En draurn sinn á þó dagur hver um dýrð og sól, er fagnar þjcr. 1 Þvi bros þitt, ættjörff, ung og slcrk, cr opinberun, kraftavcrk, aff skógi verffur hrísla hvcr, hver hvammur skrúffgarffsdjásnið bcr. Ei jarðnesk fcgurð jafnast öll, viff jökla þina og tigin fjöll, Hver solskinssluud þm, ættjörff, er sem ótal margar fjarri þjcr. Viff ciskum hvern þinn blásinn blett, viff blcssum hraun þin, urð og klett, við kyssum þina hörðu hond, I og hclguni þjer vort líf og önd. LNGJALDCB. vj

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.