Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 11
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 215 íöllnu — blár himinn, hvít ský — endurminning. Kíukkan er 6,07. Við fljúgum suð- ur yfir Ermarsund í stefnu á Dieppe. Það er Eiríkur eínn, sem veit nú tak- mörk landa. Ætli mannfólkið, sem byggir þessa jörð, væri ekki betur komið ef markalínur landa og þjóða væru því jafn óljósar og okkur, ólærð- um í siglingamennt, eru þær nú? Kl. 6,35 rofar til. — Við sjáum grilla í Frakkland. Kl. 6,45 sjáum við París greinilega. Svo fljúgum við inn yfir borgina. Það er frekar rlimmt í veðri. Búið er að kveikja á götuljósum milli þessara endalausu húsaraða, sem sjást nú fyrir neðan okkur og jeg kann engin skil á. Jú. Hjer þekki jeg Eiffel- tuminn, og áin er vitanlega Signa. Við lækkum flugið og jep fæ hellu fyrir eyrun. Klukkan 6,55 lendum við á flugvelli, sunnan aðalborgarinnar. Við eltum litla bifreið eftir hliðar- braut og staðnæmumst framan við ail-stóra byggingu. Ofan hennar eru risavaxnir bókstafir og þar les jeg Paris Orly. Bravó. Þá erum við alveg ábyggilega komin heilu og höldnu til Parísar. Svipleiftur Klukkan er rúmlega 10. Við sitjum í hóteli inni í miðri París. Við erum öll búin að borða, að undanskildum tveim fjelögum okkar, on þeim dvald- ist lengur á flugstöðinni, vegna þess að þeir þurftu að sjá um að bæta eldsneyti á vjelina. Það hefur verið ákveðið að við færum klukkan 3 í nótt áleiðis til Rómaborgar. Flug- mennirnir voru að hugsa um að hvíla sig, en svo urðu þeir sammála um að tímanum væri miklu betur varið með því að fara upp á Montmartre og slóra þar fram eftir kvöldinu. Jeg er guðs- feginn, að þeir skuli hafa ákveðið þetta,' því annars veit jeg ekki hvemig hefði farið með samfylgdina, en jeg hefi aldrei verið með neinar hollalegg- ingar um að fara að sofa. Jeg hefi allt af verið staðráðinn í að eyða engum tíma til ónýtis í þessari ferð. Það fór eins og mig grunaði, að Guðrún myndi verða mjer betri en engin. — Fyrir hennar tilstilli náði jeg símasambandi frá flugstöðinni við Kristján Alberts- son og gat því staðið við fyrri hluta þess, sem jeg hafði lo'að Steinunni frænku minni, en það var að reyna að ná sambandi við syni hennar tvo, og bera þeim kveðju hennar. Það var annars undarlegt, að heyra þessa ís- lensku rídd utan úr víðáttu annar- legs tungutaks. Eftir að lögreglu- og tollmenn flug- stöðvarinnar höfðu sannfærst um að við værum hvorki óbótamenn nje smyglarar ókum við inn í borgina með umboðsmönnum Loftleiða. Pierre þuldi okkur á leiðinni nöfn, sem jeg kannaðist við og sýndi byggingar, sem jeg hefði viljað eyða löngum tíma í að skoða, Notre Dame de Paris, Louvre, ótal nöfn, stórhýst, sem rísa úr borgarhafinu í kvöldrökkrinu, en hverfa í svipleiftri fyrir öðrum — og svo er ökuferðin á enda við hótelið, skrifað á fjögur póstkort, rauðvíns- glas, rabb, kvöidverður. Pierre þessi er kynjafiskur. Hann er auðsjáanlega heimsborgari, segist vera frá Nor- mandí, kveðst hafa verið í Maquis- sveitunum á hernámsárunum — hver er annars sá Evrópumaður, sem ekki hefur verið í Frihedsbevægelsen, Maquis, eða hvað það nú heitir allt saman, — virðist kunna skil á flug- leiðum allra landa, einkum þó far- gjöldum, byrjaði strax að æpa um business upp til Byrons áður en trapp- an var komin að vjelinni og hefur aldrei þagnað upp frá því. — Þvílík starfsgleði! Gaman væri að fá tækifæri til að skoða þessa borg, þó ekki væri nema í einn eða tvo daga, en það verður að bíða að sinni. Vænt þótti mjer þó um að sjá í svip kirkjuna mína, Notre Dame. Mjer hefur þótt vænt um hana, allt frá því jeg las sögu Hugos fyrir löngu. — Jeg vildi að jeg gæti eytt þar heilum degi og rifjað upp það. sem jeg kannast við úr sögu hennar, en sleppum þvi, París hinna sögu- frægu minja, París listaverkanna, er ekki sú borg, sem jeg hefi tækifæri til að sjá í nótt. í nótt ætla jeg upp á Montmart.e, ekki til að 'eitr að sögu fi ægur - -i j. r • o 'm.unn- æ eða tii a^ si.oóa óa<.ae ^æur, nei, jeg ætla bara að sjá hvað fólk «gerir sjer til gamans á kvöldin Jeg ætla þó ekki inn í Rauðu mylluna, því Mistinguett svífur ekki lengur um leiksvið hennar, en arkar nú um Strykið í Kaupmannahöfn á gömlum fótum, sem einu sinni voru taldir feg- urstir allra í Evrópu og margt stór- menni fell að — nei, jeg ætla bara eitthvað, án markmiðs — jeg ætla upp á Montmartre. Montmartre Klukkan er 3. Jeg er sestur upp í' vjelina. Við erum að mjakast út á brautarendann. Þar verða hreyflamir reyndir og svo leggjum við af stað tii Rómaborgar. Jeg verð að sofna dá- litla stund, þegar jeg er búinn að skrifa eitthvað í dagbókina mína og svo hefur Bolli lofað að vekja mig í dögun einhvers staðar yfir Miðjerð- arhafinu. Bara að hann gleymi þvi nú ekki. Jæja. Svo þetta var þá Montmartre. Jú, gaman var það, en var það þá eins sjerstætt og jeg hafði gert ráð fyrir? Var ekki meira gaman í St. Paul í Hamborg 1939?^Jeg held næst- um. Eru þó ekki heildaráhrifin frá slíkum skemmtistöðum svipuð, eins og aiit, sem er samþjóðlegs eðlis-? Hjer var baráttan um peningana ó- fyrirleitnari, blygðunarlausari, en var an, sem boðin var vafalauct svipuð, áfengið, kvenfólkið, trúðleikurinn. — Hjer æða einkennisklæddir dyraverðir út um allar götur og teyma mann með fortölum og gyllingum að knæp- unum. Hjer tróð slompaður flæking- ur sjer upp á okkur, heimtaði að ger- ast leiðsögumaður okkar og varð öskuvondur þegar við afsögðum að I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.