Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 7
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 211 með stafnum, fyrst á handlegginn og svo á herðamar, svo að við beinbroti lá, Spurði Ólafur þá hví lögreglan rjeðist á sig, en Hendrichsen svaraði engu en espaði sig því meir og ljet höggin ríða á Ólafi. Taldi Ólafur að tvö höggin hefði verið svo mikil að þau hefði riðið sjer að fullu, ef hann hefði ekki getað skotist undan þeim. Var hið seinna höggið svo mikið, að þá er stafurinn kom á jörð brotnaði neðan af honum. — t ævisögu sinni segir Jón Borgfirð- ingur um jólin 1853: „Jólin voru leiðinleg og bar ekkert til tíðinda hjer í Reykjavik, nema polití Hend- richsen barði mann í kirkjunni á jóla- nóttina". Þessi tvö dæmi lýsa Hendrichsen nokkuð vel. Hann var stór maður og sköllóttur, eins og sjest á þessari vísu: Hendrichsen á hafsins brón horfir malarkambi frá, skrifar röðull skrítna rún skallann politísins á. En þrátt fyrir stærðina var hann mannleysa, þegar á revndi. — Eitt sinn sendi hann kæru á vinnumann frá Eiði í Mosfellssveit. Segist hann fyrst hafa hitt manninn ölvaðan hvað eftir annað og skipað honum í hvert skipti að fara heim til sín. — Vinnumaður Ijet þetta eins og vind um eyrun þjóta. Seinast var hann með einhvern rosta inni í búð og var þá kallað á Hendrichsen og honum sagt að fara burt með hinn ölvaða mann. ^En þegar jeg ætlaði að taka hann, sagði Hendrichsen, þá þreif hann af mjer stafinn og mundi hafa brotið hann á knje sjer ef aðrir hefði ekki hindrað það. — Hendrichsen rekinn Þegar þau hjúin mad. Bagge og Hendrichsen ljetu af veitingum í klúbbnum, tóku þau upp á því að halda dansleika í sjálfri j'firrjettar- stofunni, og ljek Hendrichsen þar sem áður á flautu fyrir dansinum. Þá var Vilhjálmur Finsen bæjarfógeti og mun honum hafa ofboðið slíkt kæru- leysi, og þótt skörin vera farin að færast upp í bekkinn, þegar lögreglu- þjónninn stóð fyrir píuböllum í dóm- sal landsyfirrjettar og 'jek þar sjálf- ur fyrir á flautu blindfullur. Hefur það máske riðið baggamuninn um að Hendrichsen var rekinn frá lögreglu- þjónsstörfum 1855 og var borið við drykkjuskap og óreglu. Á því, sem hjer hefur verið sa?t, var það ekki vonum fyr að hann væri rekinn, og hefur þó að eins fátt eitt verið týnt til af ávirðingum hans. Hendrichsen hvarf hjeðan til Kaup- mannahafnar sumarið 1856, og hafði nokkur eftirlaun úr bæjarsjóði, þrátt fyrir allt. Þau eftirlaun hrukku þó skamt, því að hann lerti á letigarð- inum í Kaupmannahöfn og þar mun hann hafa andast. Maddama Bagge var hjer eftir um nokkur ár, en fór síðan til Kaup- mannahafnar og lifði þar í hinni mestu örbirgð. Lýkur hjer sva að segja frá hinum dönsku lögregluþjónum í Reykjavik. V ^ ^ ^ Beygöir menn í basli rauna biðja Drottin oft aö launa þeim, er hjálpa hrjáöum mest. Rausnargjafir Reykvikinga reisa marga fátoeklinga. Máttur bæna siöar sjest. Til aö spara sókn á sœinn, síldin veöur inn í bæinn. Undur slíkt fær eina lausn: Sjer til gamans guöir stinga gulli í vasa Reykvíkinga, þannig launa þeirra rausn. HREIÐAR E. GEIRDAL. 1i\eijkjavíl Abraham Lincoln, forseti Banda- ríkjanna, talaði einu sinni um frels- ið á þessa Ieið: Heimurinn hefir ekki skilið enn, hvað felst í orðinu frelsi, og amer- íska þjóðin hefir eigi rjettan skiln- ing á því. Allir þykjumst vjer vilja vinna fyrir frelsið, en okkur kemur ekki saman um hvað frelsið er. Sumir halda því fram að það sje frelsi að hver maður sje sjálfráður um það hvernig hann fer með sig og það, sem hann aflar með vinnu sinni. Aðrir halda því fram að það sje frelsi, að hver maður megi breyta gagnvart öðrum eins og honum sýnist og fara með arðinn af annara vinnu eins og honum sýnist. Hjer eru tvær gagnólíkar skoð- anir kallaðar hinu sama nafni, frelsi. En af þessu leiðir að nöfnin verða tvö, frelsi og harðstjórn, eftir því í hvers munni það er. Fjárhirðirinn hrífur lambið frá gini úlfsins og í augum lambsins er hann frelsari þess. En í augum úlfs- ins er hann frelsisspillir, því að hann hefir heft þann yfirgang úlfsins að koma fram við aðra eins og hon- um sýnist. Þess vegna verða lambið og úlf- urinn ekki sammála um það hvað er frelsi. Á sama hátt fer mönnunum þegar þeir eru að tala um frelsi. ^ ^ ^ Börnin eru auður Hin nærtækustu auöæfi sem stein- aldar-Eskimóar safna, og hiö eina, sem þeir eiga til elliáranna, eru böm- in. Barnlaus ekkja veröur aö vera sjálfri sjer nóg. Ekkja meö einu barni er eftirsótt, en aö taka ékkju meö þremur eöa fjórum börnum til eigin- konu, er hjá steinaldarmönnum hjá Krýningarflóa hiö sama og í New York aö giftast ekkju milljónamær- ings.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.