Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 9
LESBOK morgunblaðsins 213 „Hekla“ á flugi skýum ofar. Flugmaðurinn, Magnús Guðmundsson, horfir ör- uggur fram á leið. (Ljósrn. Ólafur K. Magnússon). Reykjanes. Eftir 10 mínútur blöstu Vestmannaeyjar við á bakborða. Svo hurfu þær líka og loks var ekkert að skoða nema himininn og blátt hafið, sem sást stundum milli sólroðinna skýjabólstranna neðan okkar. Það er þreytandi að horfa út um glugga á flugvjel á lciðinni yfir úthaf, eina fil- breytingin eru skýin, sem taka stund- um á sig hinar annarlegustu myndir og litbrigði. Svo er sljettur hafflötur- inn og auður, r.cma ef einmana lítill bátur verður dökkni framan tveggja hvítra skástryka á hinum ægivíða bláa íleti hans. Þungur niður hreyflanna er stöðugur og verður með tímanum svo svæfandi, að flestir sofna. Flug- þernan okkar er líka búin að baka niður armana af fimm öftustu stóla- röðunum stjórnborðsmegin, svo við getum látið fara vel um okkur. — í þrem stólaröðunum fyrir framan mig hafa stúlkurnar þrjár, farþegarnir okkar, lagt sig. Flugþeman hefur sjálf lagt sig á öftustu röðina. Áhöfn- in er önnum kafin í stjórnklefanum, en jeg sit hjer einn uppi í farþega- salnum og skrifa, enda fer vel á því, að jeg geri eitthvað öðru vísi en hinir, því jeg er farþegi, án þess að vera skráður það, en talinn til áhafnar- innar, án þess að vera það — super numerary — er það kallað á áhafnar- skránni — aukagemlingur myndi það vera á íslensku. Kal at al hainra Konurnar þrjár, sem sofa hjer í sætunum eru einu farþegarnir Ein er ung írönsk stúlka, Yvonne Camus, sem er á leið heim til ættlands síns. Önnur, sem líka ætlar til Parísar, er íslensk stúlka, Rannveig Tómasdótt- ir að nafni. Hún segist ætla að dvelja þai- nokkra daga, en svo fer hún til Spánar, helst til Granada. Hún er víð- förul og kann frá ýmsu að segja. Hún segir mjer t.d. að hún hafi einu sinni komið á sveitabæ nokkurn í hlíðum svissnesku Alpanna. Stóð bóndi þar að slætti með orf og ljá, en svo var bratt í teignum, að hann varð að vera á járnuðum skóm til að verjast falli. Er þau höfðu heilsast spurði hann, að sið bænda, hvaðan gesturinn væri. Greindi Rannveig það. Er bóndi heyrði að hún væri utan af ísiandi lagði hann frá sjer orf og ljá, sagði að nú skyldi gengið til bæjar. því að slíkan aufúsugest hefði ekki fyrr að, garði borið. Kvaðst hann hafa lesið Islend- ingasögurnar og síðan lengi langað að hitta íslending. Dvaldi Rannveig um nætursakir á bæ þessum við hina mestu rausn húsráðenda. Sá varð þó einn hlutur á bæ þessum, sem Rann- veig kvaðst hafa kosið með öðrum hætti, en hann var sá, að er hún ræddi við bónda um eftirmál þau er urðu á Alþir.gi vegna Njálsbrennu, þá kom í ljós, að Rannveig haíði gleymt nokkrum atriðum málfærslunnar, en þau taldi bóndi öll á fingrum sjer og kvað Rannveig það ekki hafa verið sjer sársaukalaust að Svisslendingur þessi kynni betur íslendingasögur en hún. Þriðju konuna hefi jeg aldrei sjeð fyrr, en er þó búinn að vera lengi skotinn í henni, allt frá því er jeg las eftir hana í Lesbók Morgunblaðs- ins smásögu um þýskt flóttafólk. - Þessi kona er Guðrún Jónsdóttir, rit- höfundur frá Prestbakka. Jeg kynnti mig fyrir henni og sagði að mjer þætti vænt um að mega vera henni samferða til Parísar og Rómar, vegna þess hve kunnug hún væri þar, en hún er á leið til Rómaborgar og seg- ist vera að sækja þangað kærastann sinn, ítalskan lögreglumann. Já. Það var svei mjer heppilegt, að hún Guð- rún skyldi verða samferða, því hún talar bæði frönsku og ítölsku. Jeg öf- unda hana af því og vildi næstum vinna til að vera jafn rammkaþólskur og hún, ef jeg stæði henni snúning í frönskunni. Já, franskan. Það er nú mín veika hlið. Bara að jeg hefði nú lesið sjera Boots betur hjá Símoni 1 vetur, eða vissi meira úr Lingua-fón- inum mínum franska, en fyrsta kafl- ann um Durant-fjölskylduna. — Jeg *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.