Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 10
I £14 “ »■ ’ 1'-^'WF i' ; vf ’ LESBOK MORGUNBOVÐSBSS rifja upp og rannsaka. Nei, jeg kann ekkert nema rúmlega „Oui“ og „Non“ og svo kann jeg: „Je ne sais pas“ — jeg veit ekki — og þó— jeg veit það orugglega, að nú er allt mitt traust á henni Guðrúnu minni blessaðri, sem lúrir þarna undir teppinu og lætur sig dreyma um ítalann sinn — Hvað skyldi þessa frönsku dreyma? Væri jeg ungur og ógefinn? Nei, hana , dreymir á frönsku. Jeg er ekki í nein- um vafa um hvað hana Rannveigu dreymir. Það er ábyggilega Kal ’at al hamra — rauði kastalinn — höll Serkjakónganna í Granada, en skyldi hún muna eftir myndinni í landafræði Karls Finnbogasonar af ljónagarðin- um í Alhambra? Mjer hefur allt af frá þvi jeg sá þá mynd fundist ein- hver rómantík hvíla yfir Alhambra. Kaxmske hefur Rannveig líka sjeð myndina þegar hún var lítil og þess vegna vera á leiðinni til Granada. Jeg ætla að reyna að fá mjer lúr, en jeg verð að strjúka brækumar , vandlega, svo jeg komi ekki öfugur , og ópressaður til Parísar. Passos og piltarnir sex Klukkan er að ganga 3. Jeg gat aldrei sofnað, en náði mjer í dönsk öagblöð, sem einhver farþeganna frá Kaupmannahöfn hefur skilið eftir í vjelinni í nótt, las um stund, fór svo fram í stjómklefann, siæpist þar og rabbaði, fekk mjer að borða og sit nú aítur í eldhúsi og skrifa, en stúlk- umar eru nú að rabba frammi í far- þegasaL 1 áhafnarklefanum, fyrir aftan stjómklefann, liggur Byron Moore og les John Dos Passos. öðru vísi mjer áður brá. í sumar þegar jeg fór með Heklu til Hafnar í einní af fyrstu ferðum hennar, var hann næstum allan tíman frammi í stjómklefan- um og hjá honum íslensku flugmenn- imir, sem veittu hverju handtaki hans óskipta athygli, bentu og spurðu. en hann útskýrði og leiðbeindi. Nú er hann búinn að útskrifa „piltana sína“, eins og hann kallaði þá, og litur nú naumast inn í stjórnklefann, enda ekki skráður flugmaður, seldur super numerary, sem er að fara í verslunar- erindum fyrir Loftleiðir til Parísar, en liggur nú áhyggjulaus hjer og Ies John Dos Passos til að drepa tínann. Mjer finnst afskiptódeysi hans fyrir stjómklefanum og áhugrnn fyrir bók- inni betri vitnisburður um hæfni ís- lendinganna, en þó þeir hefðu fengið fagurlega gerð prófskiöl eða aðrar viðurkenningar fyrir lærdómi sínum. Mjer þótti gaman að vera í stjóm- klefanum á Heklu í sumar, en nú er hið æfintýralega við að vera sjónar- vottur að samleik áhafnarinnar bland ið nýrri kennd. Nú sje jeg að þetta er orðinn íslenskur stjórnklefi á íslensku flugfari. Nú eru hjer sex íslendingar. Fremst á bakborða er flugstjórinn, Alfreð Elíasson, fremst á stjómborða fyrsti flugmaður, Magnús Guðmunds- son, og í sætinu milli þeirra vjela- maðurinn, Halldór Sigurjónsson. Fyr- ir aftan hann stendur annar flugmað- ur, Einar Arnason, sem auðsjáanlega er að læra meðferð hinna margvís- legu tækja þessa stóra flugfars. Aftar voru þeir Bolli Gunnarsson, sem með loftskeytatækjum sínum tengdi okkvu- umheiminum og Eiríkur Loftsson, sem af reikningslist sinni miðaði för okkar um geiminn við breiddar og lengdargráður kortanna. — Jeg spyr flugstjórann hve oft hann hafi stjóm- að flugvjel yfir Atlantshafið. „Þetta er 61 ferðin mín“, segir hann. Nei, þessir náungar eru engir viðvaningar, enda betra að handtök beirra sjeu ör- ugg. Skuggar og ský Klukkan rúmlega hálf fjögur sje jeg fyrst land. Það er á Suðureyjum. Jeg fæ að vita að stefnt sje til Prest- wich í Skotlandi. Skýin liggja svo á ný þjett fyrir neðan okkur, að jeg sje hvergi til lands. Gaman hefði verið að mega dvelja eitthvað í Skotlandi, en 1 stað þess að tylla sjer niður og blása mæðinni í Prestwich fáum við fyrirskipanir um að hækka okkur í 9500 fet vegna umferðar í svipaðri hæð og við erurn í. Við hlýðum, enda rýmra um okkur hjema norður frá en Rússa og Breta yfir Berlín. Rjett eftir að við hækkuðum okkur sá jeg mjög fagra og einkennilega sjón. Jeg leit út um bakborðsglugga á farþegasalnum og sá fyrir neðan okkur allþykkt skýjalag. Eftir ljósum fleti þess færðist krossmark með gull- inni umgerð. Þegar jeg gái betur að sje jeg að þetta er skuggi af vjelinni okkar, sem rennur þama eftir skýja- borðinu. Sólarljósið brotnar þannig, að utan um skuggann myndast gull- inn hringur, svo þetta verður eins og krossmark á helgimynd. Jeg vek at- hygli samferðafólksins á þessari fylgju okkar og í hinni kaþólsku bænabók Guðrúnar sje jeg merki, sem svipar mjög til þessa, en við Guðrún sannfærumst um að þetta boði okkur fararheill í dag til borgarinnar einfu, því í dag förum við alla leið til Róma- borgar, ef hinn heilagi Christopher, verndari ferðamanna, hefur heyrt bænir Guðrúnar. Um klukkan 4,20 rofar til og milli sólgullinna skýjarandanna sjáum við niður til Lanark og Ayr í Skotlandi, borgir og þorp, bændabýli, engi og skóga. Svo ljúkast skýin saman á ný og við fljúgum áfram suður yfir Eng- land. Við erum nú yfir London, kl. 5,45, en sjáum ekkert niður. Einmitt hjer, þar sem við fljúgum nú áhyggju- laus, er einn örlagaríkasti og víð- frægasti orustuvöllur mannkynssög- unnar. Það var hjer, sem orustan um Bretland var hörðust. Það var hjer, sen hinir fáu drýgðu dáðir, sem við, hinir mörgu, munum og þökkum. — Hjeðan af vígvöllunum þutu sundur- skotnar flugvjelamar brennandi til jarðar. Það er þess vegna, sem þessi orustuvöllur varð fyrstur allra slíkra £að, sem orustuveUir allra tíma verða einhvemtíma, hreinn af blóði hinna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.