Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1948, Blaðsíða 4
208 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ,J'7ýiklúbburinner fyrir enda götunnar.— Næst til hægri sölubúö Tærgesens (Ipgolfs Apotek). ——i■ í svonefndu Scheels-húsi, þar sem lit- unarhús innrjettinganna hafði staðið. Henrich Scheel, fyrrum tugthúsráðs- maður, keypti Litunarstofuna 1791, reif hana og bygði þetta hús í stað- inn. Það var selt á uppboði 1827 og stóðu þá ýmsir fyrir veitingum bar eftir það, og gekk það nú venjulega undir nafninu „Klúbbhúsið", og var þá hætt að kalla Aðalstræti, en gatan jafnan nefnd Klúbbgata (1820-1845). Meðal þeirra, sem stóðu fyrir veit- ingum þarna, var maddama Sire Otte- sen. Þar komst hún í kynni við Arthur Dillon, síðar lávarð, er dvaldist hjer á landi 1834—35. Hann lýsir klúbbnum svo í bók, sem hann skrifaði um ts- land: „Um veturinn komu um 12 kaup- menn þar saman á hverju Kvöldi og spiluðu L’hombre frá kl. 6—12 og oft lengur. Þeir höfðu aldrei augun af spilunum nema þegar þeir kveiktu sjer í vindlingi eða dreyptu á púns- glasi, og mæltu ekki orð frá vörym“. Dillon varð það á að eignast barn með mad. Ottesen. Var það dóttir og hjet Henriette og varð seinna kona Levinsens kaupmanns. Sagt var, að Dillon hefði viljað giftast mad. Otte- sen, en ekki fengið því ráðið fyrir voldugum frændum sínum í Eng- landi. En hann reyndist henni vel, ljet byggja hjer hús og gaf þeim mæðgum það. Þetta hús var löngum kallað Dillons hús og stendur enn (Suðurgata 2). Um 1840 var farið að halda barna- dansleika eftir nýár að tilhlutan Kllblisins, en þá voru stjórncndur hans Jón asse'ssor Johnson og Hannes Ct. Johnren, kaupmaður. En jafn- framt var það stranglega bannað að þjónustustúlkur tæki pátt í barna- dansinum. En þær átfu sína sjer- stöku danslcika, sem neíndir voru „píuböll”. Var þar víst oft glatt á hjalJa, eftir því sem ráða má af vísu Pjeturs hattara, sem seinastur alira bjó í Örfirisey: Þetta kvöid er mje*- í minni, man jeg varla þvílíkt rall. Það skal vera í síðsta sinni sem jeg fer á píuball. Stefáni Gunnlaugssyni bæjarfógeta var líka lítið um píuböllin gefið, og var tregur að veita leyfi til þess að þau væri haldin. Og er hann veitti leyfi, var það ætíð með því skilyrði, að dansinn hætti kl. 2 um nótt „til þess að enginn skyldi vera ófær til vinnu næsta dag“. Oft neitaði hann um leyíi, en þá var leitað til stipt- amtmanns og veitti hann oftast leyfið. Um þessar mundir kom fyrir sögu- legur atburðir á þeirra tíma mæli- kvarða. Eftir miðri Klúbbgötunni (Aðalstræti) endilangri hafði lengi verið opin skolprenna. Nú þótti þetta LJDSM. MBL: DL. K. MAGNUSSDN. Dillons-hús (Suöurgata 2), litla húsiö á horninu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.