Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1948, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1948, Qupperneq 7
LESBOK MORGUNBLAÐSINS í?' 283 Heimsborgin mikla, sem höggin saga til himins þeim dánu lyftir. Myndirnar rísa, myrkvast og draga munann að eilífð, án stundar og daga. Allt er einn máttugur minninga-sjór, málmbylgjur storknar, grafhljóður kór. Þar makkann reisir einn marmarasjór og mjallhvít líkhönd fræga hettinum vpptir. Um menningarsamband tveggja þjóða, eins og Frakka og íslendinga, ráða ætíð mestu persónuleg kynni og tengsl. Vjer minnumst í dag 10 ára dvalar ágæts fulltrúa Frakka, sendi- herrans Voillery, sem er mjög vinsæll hjer á landi, bæði vegna háttvísi í embættisstörfum og persónulegra eig- inleika. Jeg þori að fullyrða, að aldrei hefur nokkur fulltrúi Frakka hjer á landi unnið betur að því að treysta menningarsamband Frakka og ís- lendinga, er hvílir á öruggum grund- velli sögu og erfða, en sendiherrann. Hin glæsilega kona hans, frú Voillery, er nýtur ekki minni vinsælda en mað- ur hennar, á sinn þátt í þessu starfi. Með þá ósk á vörum, að Frakkar eigi hjer ætíð jafn frábæran fulltrúa og heiðursgest vorn í kvöld, lyfti jeg glasi mínu fyrir frægðarríkri framtíð Frakklands. Ekki er allt sem sýnist , / British Columbia í Kanada var á stríösárunum reist fangahús, meö öfl- ugum slagbröndum fyrir öllum hurö- um og sterkum járnslám fyrir glugg- um. Fangahús þetta var nefnt Fort Alcan. Nú er þaö ekki notaö lengur og voru menn fengnir til aö rífa þaö. Þeim brá heldur í brún er þeir upp- götvuöu þaö, aö veggir allir voru geröir úr þunnum þilboröum. En þeir höföu veríö málaöir þannig, aö fang- arnir héldu að þeir vœri úr stálplöt- um og reyndu þvi ekki aö brjótast út. MEÐUL VIÐ ENN í DAG óttast menn holdsveik- ina og margir halda að hún sje bráð- smitandi. En samkvæmt skýrslum lækna, er hún ekki líkt því jafn smit- andi og berklaveiki og ýmsir aðrir algengir sjúkdómar (nema um börn sje að ræða). Richard C. Cabot, dr. við Harward háskólann sagði meira að segja að smitunarhætta af henni væri minni en af nokkrum öðrum sóttkveikju sjúkdómi. Og eitt er víst, að um 52 ár, sem holdsveikraspítali Bandaríkjanna hefur starfað, hefur engin hjúkrunarkona nje læknir þar tekið veikina. Mönnum er það enn ráðgáta hvern- ig holdsveiki berst milli manna. Það var norski vísindamaðurinn dr. G. Armauer-Hansen, sem fyrstur fann sóttkveikjuna (Mycobacterium le- prae) árið 1873. — Hún líktist mjög berklum. Síðan hafa verið gerðar ótal tilraunir um að sýkja dýr með sótt- kveikjunni, og jafnvel menn, en þær hafa allar mistekist. Sennilegt er talið að sýkilíinn lifi í mönnum árum saman, án þess að veikin geri vart við sig. Fyrir 10 árum tóku nokkrir vís- indamenn sig saman og breyttu sam- einda samsetningu eins af sulfa-lyfj- unum, og bjuggu til nýtt meðal, sem hlaut nafnið promin. Heldu þeir að þar hefði að lokum tekist að finna lyf gegn berklunum. Og þegar það var reynt á berklaveikum dýrum, brá svo við að þeim batnaði. En þegar það var reynt á mönnum var það gagns- laust. Um fjölda mörg ár hafði þá aðal lyfið gegn holdsveikinni verið chaul- moogra olía. En nú tók dr. Faget við holdsveikispítalann í Carville að reyna promin við sjúklingana. Eftir margra mánaða, og jafnvel ára, innspýtingar fór sjúklingum að batna, hörunds- hnyklar hurfu og sár greru. Rann- HOLDSVEIKI sóknir sýndu, að sumir sjúklinganna höfðu algjörlega losnað við sýkilinn. en þó var ekki talið öruggt að veikin væri læknuð, nema því að eins að sýklarnir gerðu ekki vart við sig í heilt ár. Meðan þessu fór fram voru fundin upp tvö ný meðul, sem eru nokkuð lík, og heita diasone og promizole, sem sjúklingar geta tekið inn í töfl- um. Seint á árinu 1947 höfðu 35 sjúklingar læknaðir með promin, og 10 sjúklingar læknaðir með diasone, verið útskrifaðir af holdsveikispítal- anum í Carville. Þessi meðul hafa einnig verið reynd með góðum árangri í holdsveikranýlendunni á Hawaii eyj- um. Er nú farið að tala um það að hætta að einangra holdsveikisjúkl- inga, því að óttinn við einangrun hafi orðið þess valdandi að menn leyni veikinni eins lengi og þeir geta. — í þess stað er ráðgert að koma upp lækningastofnunum, þar sem mest ber á veikinni. Það er einnig talað um, að'' skipta um nafn á sjúkdómn- um, leggja niður hið illræmda nafn „holdsveiki", en kalla hann framveg- is „Hansensveiki“ í höfuðið á dr. Ar- mauer-Hansen. Allt miðar þetta að því áð draga úr ótta almennings við veikina. íW Skemtilegur dagur / barnaskóla í Núrnberg í Þýska- landi voru bömin látin gera stíl i vetur, og var efni hans aö.. lýsa. skemtilegasta degi, sem þau heföi lif- aö. Ein af litlu stúlkunum skrifaöi þá: „Skemtilegasti dagurinn í Hfi mínu var 17. fébrúar 194 7. þá dó hann bróöir minn og jeg fékk skóna hans og nœrfötin". i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.