Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1948, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1948, Blaðsíða 6
i 432 • ! H • • * . í . . , '1. I • LESBÖK MORGUNBLAÐSINS SÆGARPUR OG Rabbað við mann frá skútuöldinni JÓN LÁRUSSON hoitir h. nn og er einn af þessum gömlu breið- firsku görpum, sem stunduðu sjó- inn og landbúnað jöfnum höndum. Nú er hann sjötugur að aldri far- inn að heilsu og líkamskröftum, og hefir hafnað í höfuðborginni, eins og svo margir aðrir. Jeg kem að heimsækja hann og spjalla við hann dálitla stund. ,Hvað má jeg bjóða þjer?“ er hið fyrsta, sem hann segir þegar jeg hefi tylt mjer á stól fvrir fram- an rúmið hans. „Ekkert“, segi jeg. „Maður er ekki góðgerða þurfi þótt /naður gangi milli húsa í Reykjavik11 „Þú ferð ekki hjeðan út afíur fvr en þú hefir þegið eitthvað“. segir hann. „Það hefði þótt skrítið heima (og þar á hann við Breiðafjörð) ef gestum hefði ekki verið veitt eitthvað. Og enginn maður hefir enn komið inn fyrir mínar húsdyr, án þess að þiggja eitthvað. Þú ferð ekki að brjóta þá reg!u“. Jón Lárusson er fæddur í Rif- girðingum 6. nóv. 1878, en fluttist þaðan 12 ára með föður sínum í Amey. Fór á Stýrimannaskólann um tvítugt. „Þar var jeg tvo vetur að kalla“, segir hann. „Seinasta veturinn, sem Markús Bjarnason hafði skóla- stjórn og fyrsta veturinn, sem Páll Halldórsson stjórnaði. Tók próf vorið 1901 og þá beið mín skip, kútter sem „Trangisvaag“ hjct og var eign Pjeturs J. Thorsteinsson á BíldudaL Þetta var um 30 smál. skip. Áhöfnin var 15 manns“. „Hver voru launakjör ykkar skipstjóranna þá?“ „Við fengum 4 krónur af hverju þurru skippundi af fiski. Annað ekki, nema hvað við máttum eiga helming þess sem við drógum, en það var oítast lítið, því að skip- stjórar höfðu annað að gera en standa við færi. Með þessu kaupi fekk jeg 7—900 krónur fyrir ver- tiðina, en hún stóð frá sumarmál- um fram í ágúst.“ „Pjetur Thorsteinsson hefir haft mikla útgerð á þessum árum?“ „Hann gerði út nær 20 skip. Þótti það fallegur hópur þegar búið var að setja þau upp á sjáv- arkambinn á haustin og þau stóðu þar hlið við hlið, eða þá þegar þau voru öll komin á flot og verið var að búa þau út á veiðar. En hætt er við að nú á dögum nýsköpun- artogaranna þætti mönnum ekkert girnilegt að leggja út á hafið á slíkum fleytum um hávetur. Á þeim árum þektist ekki betra, og úrvalsmenn völdust á kútterana. Það var því óbætanlegur mann- skaði þegar skipin fórust“. „Hvað varstu lengi hjá Pjetri Thorsteinsson?" „Jeg var fjórar vertíðir á Bíldu- dal, en ekki altaf með sama skip. „Trangisvaag“ bilaði í júlílok fyrsta árið og varð að hætta veið- um. Þá var jeg sendur suður í Hafn arfjörð að sækja skip, sem strand- aði þar um veturinn. Það hjet ',,Lull“. Þegar jeg kom suður var við- BÓNDÍ Jón Lárusson gerð á skipinu eigi lokið og varð jeg að bíða eftir því fram í sept- ember. Þá lagði jeg á stað vestur og vorum við fjórir á. Með mjer voru tveir fjelagar mínir úr Stýri- mannaskólanum, Aðalbjörn Bjarna son úr Hafnarfirði og Sveinn Jóns- son frá Granda í Dýrafirði, báðir harðduglegir menn og vaskir sæ- garpar, enda kom það sjer betur. Fjórði maðurinn var unglingspilt- ur. Jeg var heldur ekki gamall, að- eins 22 ára. Hröktust vestur undir Grænland. Við lögðum á stað frá Hafnar- firði að morgni dags og vorum komnir undir Lóndranga á Snæ- fellsnesi um kvöldið. Þá brast á óskaplegt sunnanrok, svo að við ekkert varð ráðið. Skipið þoldi ekki seglin og sjóganginn stærði stöðugt, en náttmyrkrið skall á og hríð. Eina vonin var ef við fengj- um rifað seglin, en við vorum að- eins þrír, því að pilturinn var svo sjóhræddur að hann lá altaf niðri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.