Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1948, Blaðsíða 11
1
það borist út, þótt árla dags væri,
að Monty væri væntanlegur til
klettavígisins.
Sir Ralph beið okkar í stjórnar-
byggingunni. — Umhverfis hann
stóðu foringjar og forvitið þjón-
ustufóik, sem langaði til að sjá
Monty.
„Halló Rusty“, sagði jeg bros-
andi, því að mjer hafði verið sagt
að kalla hann þcssu gælunafni. —
„Ilvernig líður þjer?“
„Monty, það cr gaman að fá að
sjá þig,“ sagði hann og tók inni-
lega í iiönd mína. „Komdu inn með
mjer, svo að við getum spjallað
saman.“
Hann opnaði dyr að emkaskrif-
stofu sinni, og við gengum þar inn.
Þegar hann hafði lokað hurðinni
virti hann mig fyrir sjer, og virt-
ist harðánægður.
„Þetta er hræðilegt, James“,
sagði hann. „Hvernig ljek jeg’“
Jeg fullvissaði hann um að það
hefði ekki mátt marka á mæli hans
að þetta var leikur, og þá var eins
og þungu fargi væri ljett af honum.
Svo var matur á borð borinn. Jeg
var orðinn svangur eftir ferða-
lagið og mig blóðlangaði í steikt
flesk og egg — en þá mundi jeg
eftir þv,í að Monty borðar aldrei
egg og engan mat af svíni. Jeg gerði
mjer svo gott af öðrum rjettum
og eftir mat gengum við landstjór-
inn út í garðinn.
Jeg tók þegar eftir 'því að „eitt1-
hvað lá í loftinu“. Verkamenn voru
að gera við húsið, en þótt þeir
heldi áfram að vinna og ljetust ekki
sjá okkur, heyrði jeg að þeir voru
að hvíslast á og var mikið niðri
fyrir.
Svo ókum við landstjóri út til
flugvallarins. Frjettin um komu
Montys hafði borist eins og eldur í
sinu um alla borgina, og nú var
þreföld mannþröng á götunum
móts við það sem áður var Fagn-
aðarlæti hermanna og borgara
fJSSBOK MORGUNBI-AÐSTNfl
voru mikil og jeg varð að veifa og
heilsa hvað eftir annað. Úti á flug-
vellinum var hópur foringja og alt
um kring fjöldi hermanna og borg-
ara.
Fáum klukkustundum síðar kom
um við til Algier og þar komst jeg
í fyrsta skifti í kynni við amerískar
móttökur. Bíllinn, sem mjer var
fenginn til umráða, var „lúxusbíll",
og bílstjórinn var falleg amerísk
yngismey. — Varðiið á bifhjólum
fylgdi okkur frá flugvellinum, og
þeytti horn bifhjólanna án afláts.
Mjer fanst jeg vera orðinn höfuð-
paurinn í einhverri „gangster“-
kvikmynd.
Aldrei hef jeg sjeð jafn ógæti-
legan akstur. Vagnar landsmanna,
flutningabílar hersins og einkabíl-
ar urðu að hröklast út af veginum.
Það skifti engu hvernig um þá fór,
þótt þeir hefðu oltið um koll Því
að nú var Montgomery hershöfð-
ingi kominn til Algier! Og enginn
hefur efast um það, að hann var
þarna á ferð, er hin háværa fylking
þeysti beint til aðalstöðva Sir
Henry Maitland-Wilson hershöfð-
ingja.
Skyndilega var ævintýri mínu
lokið. Montgomery hershöfðingi
gufaði upp. Enginn maður veitti
hina minstu athygli hinum grann-
leita liðsforingja, sem kom út frá
hershöfðingjanum, með tösku í
hendi og fór um borð í flugvjel,
sem ætlaði til Kairo. Þar átti jeg
að bíða rólegur.
Jeg þurfti ekki lengi að bíða. —
Morguninn 6. júní kom liðsforingi
sá, sem mjer hafði verið komið
fyrir hjá, æðandi inn til mín og
sagði:
„Hefurðu heyrt frjettirnar? Her-
sveitir okkar gengu á land í Frakk-
landi í morgun.“
NOVEMBER
Geislum hallar glaöa lól.
, grundir varla hlýna,
hnúka alla og heiðarbó.
liyhir mjallardýna.
Sljörnu falla .r
sloröu mjallar Ijósir,
háll til fjalla'hrrhuir gljá
hrunkrysluHu ró:<;/1.
BEN EDl KT !3INARSSON,
fliðengi.
^ 4/ V
KONA nokkur kom upp í stræt-
isvagn í Adelaide í Ástralíu Hún
litaðist um eftir sæti. Þá stóð mað-
ur á fætur og bauð henni sæti sitt.
Henni varð litið á hann, og í sama
bili hrópaði hún hástöfum: ,Georg ,
og fell svo í ómegin. Þarna var þá
eiginmaður hennar kominn, en
henni hafði verið tilkynnt að hann
hefði fallið í stríðinu.
Georg hafði særst hættulega og
misst minnið svo algjörlega að
hann mundi ekki neitt af sinni
fyrri ævi og hafði ekki hugmynd
um hver hann var nje hvað hann
hjet. En við þennan atburð varð
honum ákaflega bylt. Hann starði
lengi á konuna og smám saman for
að rofa til í svartnætti minnisleys-
isins. Augu hans skýrðust, óljósar
endurminningar vöknuðu og innan
stundar þekkti hann konu sína.
4/ 4/ 4/
Þegar kona
lækkar róminn, er það merki þess
að hún vill fá eitthvað. Þegar hún
hækkar róminn er það merki þess,
að hún hefir.-ekki fengið það.
I