Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1948, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1948, Blaðsíða 1
m * ié 42. tölublað JlbrigiitiMiito im Sunnudagur 21. nóvember 1948 XXIII. árgangui - BORGARVIRKI - MILLI Vesturhópsvatns og Víði- dalsár í Húnavatr.ssýslu gengur ás nokkur suður frá Hópinu og fram undir Faxalæk. Nefnist ás þessi Borgarás og norðarlega á honum rís klettaborg mikil, sem nefnist Borgarvirki. Blasir það við augum allra, sem þjóðleiðina fara, því að vegurinn liggur skamt fyrir sunn- an hálsinn. Ngrðan við er jörðin Stóraborg, en sunnan við það jörð- in Litlaborg. Borgarvirki ber hátt og á kort- inu er það talið 177 metra yfir sjávarmál. Þaðan er mjög víðsýnt, sjest þar yfir mikinn hluta Húna- vatnssýslu, vestur um alla Holta- vörðuheiði að Tröllakirkju, og í suðri blasir Eiríksjökull við. Merkast er Borgarvirki fyrir hin fornu mannvirki, sem þar eru. Hefir þáð því verið friðað og má þar ekki hrófla við neinu, nema með leyfi þjóðminjavarðar og und- ir hans umsjá. Nú nýlega hefir Húnvetninga- fjelagið í Reykjavík ákveðið að hressa upp á hin hrundu mann- virki þarna. Má eflaust gera- ráð fyrir því, að fjelaginu sje kunn- Ugt um, að mannvirkin eru frið- uð, og leiti því til þjóðminjavarð- ar áður en það hefst handa um að lagfæra þau. — Enda óvíst, hve mikið má „laga“, því að Kvosin í Borgarvirki (Collingwood) þjóðminjavörður mun ekki gefa leyfi til að þar sje hróflað við neinu, nema að steinar, sem sýnt er hvar verið hafa í hleðslu, verði settir aftur á sinn stað og þá eftir hans fyrirsögn. Sennilega ætti aðal viðgerðin að vera í því fólgin, að afnema þau spjöll, er menn hafa gert þar með því að rífa grjót úr hleðslunum og hlaða úr því vörður, garða og hrossdys. Það er virðingarverð ræktarsemi við heimahagana, sem kemur fram í ákvörðun Húnvetningafjelags- ins, en það skal sagt bæði því og öðrum til viðvörunar, að forðast ber að hrófla við fornum mann- virkjum nema með leyfi Þjóð- minjavarðar. Lýsing Borgarvirkis. Borgarvirki er áreiðanlega með- al merkustu fornleifa hjer á landi. Hafa margir um það skrifað, en best hefir Björn M. Olsen lýst því í ritgerð í Árbók hins íslenska forn leifafjelags 1880. Er lýsing hans á þessa leið:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.