Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1948, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1948, Blaðsíða 7
LESBÖK M0RGUNBI AÐSIN9 515 annað eins verk um ísland verið út gefið, og mun aldrei verða.“ Guðbrandur Jónsson prófessor segir í formála fyrir myndabók- inni: „Myndir hans (þ. e. Mayers) frá íslandi eru svo til orðnar, að hann og fleiri leiðangursmenn gerðu á ferðinni lauslega flýtisupp- drætti af því, er þeim þótti mark- vert, og vann Mayer síðan úr því, þegar heim kom, og sauð upp úr bví fullgerðar myndir.... Gefur þá að skilja, að eðlilega hlýtur að skorta nokkuð á um nákvæmni. Jeg er þó ekki alveg viss um, að þar sje altaf losarabrag frumdráttanna um að kenna. Listamenn vildu í þá daga, ekki síður en seinna tíma listamenn, færa náttúruna til betri vegar, ef svo mætti kalla það, eftir sínum smekk, en hann gekk út á að gera alt sem fegurst, ævintýraleg- ast og annarlegast. Virðist mjer ein mitt nokkuð augljós vísvitandi við- leitni til þess í sumum myndun- um.“ Má það að vissu leyti segja um' þá mynd, sem hjer birtist, en hún er af Húsavík í Þingeyjarsýslu. — Kunnugum mun koma einkenni- lega fyrir sjónir, að höfnin lítur út eins og pollur, í fljótu bragði. En þegar betur er aðgætt, er eins og Viknafjöllin færist fjær og flóinn opnist. Allir rosknir menn munu kannast fljótlega við víkina og lend inguna innan við höfðann, bryggju selstöðuverslunarinnar og hinn háa stiga af bakkanum niður í fjöru. Listamaðurinn, sem myndina dró, hefur staðið niðri í Búðarárgilinu fremst að sunnanverðu. — Þá er göngubrú yfir Búðarárósinn. Upp háa stigann hafa menn borið allar vörur á bakinu, áður en járnbraut kom niður bakkann, og vagnar voru dregnir upp með handsnúinni vindu, sem var fremst á bakkan- um. Eitt verslunarhús sjest þarna, á svipuðum stað og íbúðarhús Guð- johnsens stendur enn. Sunnan við GULL! - GULL! Ný náma veldur gullæði ÁRIÐ 1898 ljet enska skipið ,Drum- mond Castle“ í haf frá Höfðaborg í Suður-Afríku, og var förinni heit ið til Englands. — Maður nokkur, Donaldson að nafni, og tveir fjelag- ar hans, tóku sjer far með skipinu. Donaldson hafði meðferðis nokkur sýnishorn af grjóti, sem hann hafði tekið hjá Odendaals Rust, en það er lítið hjerað í Oranje fríríkinu. Var þar þá enn lítil bygð og þar voru hvorki járnbrautir nje vegir. Voru þarna nokkrir fátækir land- nemar, sem lifðu á nautgriparækt. Landkostir voru litlir þarna, en Donaldson var sannfærður um að þar væri gull í jörð. Hann hafði gengið á milli manna til þess að reyna að fá fje til þess að hefja þar gullgröft. En þrátt fyrir það að ána sjest vatnsmylla, en önnur bygð eigi. Hefur þeim eflaust fund ist svipmeira þarna en uppi á bakk- anum. Fram af Bökunni liggur svo seglskip fyrir akkerum, en bátur er að lenda í „fjörunni“ og menn komnir til að taka á móti honum. „Enn er myndasafnið talið mikils virði. — Það geymir fyrir okkur merka þætti úr þjóðlífi voru sem horfnir eru fyrir meira en einni öld, án þess að veruleg spor þeirra sjái lengur. Það er orðið söguleg heimild. — Leiðangur Gaimards smeygðist sem aðskotaatvik inn í rás íslenskra atburða, að því er virðist til þess fyrst og fremst að bjarga fyrir okkur minjum, sem við, eins og á stóð fyrir okkur þá, gátum ekki bjargað sjálfir,“ segir Guðbrandur próf. Jónsson enn- fremur í formálanum, og þetta er satt. sögur höfðu gengið um það síðan 1854 að gull væri í Oranje ríkinu, vildu efnamenn Suður-Afríku ekki leggja fram fje, og trúðu ekki á fullyrðingar Donaldsons. — Þess vegna var hann nú á leið til Eng- lands og vonaði að sjer mundi tak- ast betur þar, þegar hann hefði látið rannsaka grjótið, sem hann var með. En á leiðinni hrepti „Drummond Castle“ æðiveður undan Afríku- strönd, sigldi þar upp á sker og fórst og druknuðu allir, sem um borð voru. Þar lauk ævi Donald- sons og þar sukku gullsteinarnir hans í djúp Atlantshafsins. Og í Odendaals Rust gekk lífið sinn venjulega gang. Á þeim slóðum er Donaldson hafði tekið steinana, gekk kvikfjenaður bændanna, og þeir trúðu ekki einu orði af því, sem hinn ókunni maður hafði sagt þeim um fólgin auðæfi í jörðunni. —o— DONALDSON hafði átt tal við ýmsa menn í Bloemfontein, Jo- hannesborg og Höfðaborg, og sag- an um þessa gullnámu hans var því ekki gleymd, þótt hann væri fall- inn frá. Og árið 1904 setti náma- verkfræðingur Oranjenýlendunnar tvo krossa á kortið hjá Odendaals Rust til merkis um það, að þar væri sennilega gull í jörð. En það var ekki fyrr en 30 árum seinna að byrjað var að bora þar eftir gulli. Fanst þá þegar talsvert gull, en þó ekki svo mikið að neitt veður væri gert út af því. Tvö námafjelög trygðu sjer öll náma- rjettindi í hjeraðinu, en þau lietu Frh. á bls 518.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.