Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1948, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1948, Blaðsíða 16
524 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Þessi mynd er af innsiglingunni í Reykjavíkurhöfn og er tekin seint um kvöld í rökkri. Vitarnir rísa hvítir beggja megin við innsiglinguna og til hægri handar sjer fremst á Ingólfsgarð. (Ljósm. Ólafur K. Magnússon). Ólafur Eiríksson (1662—1748) var fyrst prestur að Hjaltastað í Múlasýslu. Sótti hann þá til konungs um að fá Breiðabólstað í Vest- urhópi og ritaði undir nafn sitt- M. e. h. (eða skammstafað: með eigin hendi) sem þá var tíska ef menn rituðu nafn sitt sjálfir. Það skildu hinir dönsku stjórnarhöfðingjar ekki og heldu að þetta væri ættarnafn hans. Var svo Ólafi Eiríkssyni Meh veittur Breiða- bólstaður og festist þetta „Meh“-nafn við hann upp frá því. Setið í föstunni Fyrir 90 árum andaðist í Knarrar- nesi á Mýrum gamall maður, sem Iilugi hjet. Hann hafði alla ævi setið í föst- unni, sem kallað var. Var það þannig, að frá sprengikvöldi til páska varaðist hann að nefna kjöt og flot. Einhverju sinni á föstunni ætluðu menn sjóveg til næsta bæjar, en urðu að hætta við vegna þess að skyndilega skall á vest- anrok. Karl heyrði veðurofsann á bæn- um og spyr þann fyrsta, sem að konr „Komust þeir á flot?“ „Hvað sagðir þú, Illugi minn?“ spurði hinn. Þá endur- tók karl sömu spurninguna, en áttar sig þá og segir: „Þú gengur í lið með fjandanum með því að freista manns til syndar, þegar jeg hrasaði, að láta mig tvíhrasa á því sama.“ Árið 1672 „andaðist Árni Jónsson í Hrappsey undarlega. Reri til fiskiveiða um morg- uninn heill og hraustur. Þá hann kom til miðs á meðal annars fiskifengs dró hann stórí. flyðru í tvær reisur og misti. í þriðja sinn rendi hann sínu færi og kom á sama flyðra, hverja hann dró undir borð og datt svo dauður aftur á bak. Síðan rendu hans hásetar og kom á hin sama flyðra, hverja þeir gátu þá unnið (Annáll Magn. Magnússonar). Brynjólfur Sveinsson biskup segir svo í brjefi 1656: : Djöf- ullinn hefur hjer í landi mesta makt, af því menn óttast hann of mjög En þá hann er forsmáður, með því hann er drambsamur andi og líður það ó- gjarna, þá mun dofna hans áræði, komi þar til alvarlegur guðsótti, bænir og ástundan kristilegs lífernis í guð- hræðslu, sparneytni og hófsemi“. Skólapiltabúningur Bæði í Skálholti og eins í Reykjavík voru allir skólapiltar eins búnir, nefni- lega í sortaðri mussu og buxum úr ís- lensku vaðmáli. Buxumar náðu aðeins niður fyrir hnjeð. Þeir voru í mórauð- um sokkum venjulegast, nema á sunnu- dögum, þá í svartbláum, og á seinni árum í ljósbláum, sem í Reykjavík var haldið fallegra, og með skotthúfur sýknt og heilagt með grænum eða svört um silkiskúf og vírborða um legginn, sem ekki kostuðu mikið í samanburði við þá svo kölluðu hólka, er kvenfólk nú tíðkar. Þetta gerði skólapiltahóp- inn miklu fallegri á að líta ,heldur en eftir að þeir fyrst á Bessastöðum urðu gulir, gráir, grænir, hvitir, rauðir, blá- ir ,og þá urðu mussur að treyjum, með ýmislegu sniði (Árni bp. Helgason). Fyrir 160 árum var H. C. D. Lewetzow stiptamt- maður hjer, og skipaði hann þá Arnes Pálsson útileguþjóf dyravörð tukthúss- ins og fól honum jafnframt kristin- dómsfræðslu annara fanga! En þegar Hannes biskup Finnsson frjetti þetta, varð hann æfur við og fekk fræðara- embættið tekið af Arnesi aftur. Brúðkaup og harðindi. Mörg brúðkaup að hausti til vita á harðindi næsta vetur. Haustið 1876 voru t. d. sjö hjón gefin saman í Ólafs- firði, en fimtán í Svarfaðardal. Þor- valdur bóndi á Dölum, gamall maður, sagði að það mundi vita á harðindi, og voru fleiri menn á sama máli. (Jeg sel ekki þessa sögu dýrari en jeg keypti hana. Ól. Davíðsson).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.