Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1948, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1948, Blaðsíða 13
LESBÖK MORGUNBL'AÐSXNS 521 ÖSJÁLFRÁÐ SKRIFT opnar hugarfylgsni manna ir nokkurn mann að drepa rjúpur t. d. Það er ekkert sport, mann- dómur eða upphefð, nje heldur ynd isauki að eyða því litla, sem enn er eftir af sjaldsjeðum ftiglum. Það getur varla gert neinum manni end urminningarnar mikið bjartari eft- ir ferðalög um sveitir og öræfi, að hafa raskað þar ró saklausra fugla, sem eru auk þess ein höfuðprýði í hverju landi. Getur það verið sæmilegt erindi inn til álftavatna á heiðum uppi að draga þangað bátkænur til að elta uppi ófleyga álftarunga?, eins og dæmi munu finnast til, svo eitthvað sje nefnt. Er ekki hægt að fá sjer betra er- indi út með ströndum og meðfram árósum þessa lands en að skjóta niður seli í kaststraumi og láta þá sökkva og koma aldrei upp aftur? Fyrir Alþingi liggur tillaga um að endurskoða friðunarlögin. Þeirri tillögu ber að fagna, styðja hana og fylgja henni fram af festu og skilningi. Engum, sem hugsar um þessi mál af alvöru, getur blandast hugur um að gömlu friðunarlögin eru úrelt. í okkar landi er ekki ^ l * u.. fjölskruðugt dýralif, nje heldur jurtalíf ng megum við því síst við að rýra það að óþörfu. Eitt sinn höfðum við nær gjörbreytt tíguleg- ustu gróðrartegund landsins, birk- inu, mest vegna skammsýni. Eitt sinn þurkuðum við út heila fugla- tegund, ekki einasta við, heldur öll veröldin. Það var geirfúglinn. Það gerðist vegna þess að þeir menn, sem það gerðu, sáu ekki fram fyr- ir sínar eigin tær. Á tuttugustu öldinni erum við máske að gera þetta sama og verra þó, því til þess eru vítin að varast þau. Hvað er að verða um örninn t. d.? Hvað um himbrimann? Hvað verður um þá hina í fuglanna ríki? — Svo ekki sje að sinni talað um fleiri villi fuglategundir, sem eyðilegging vof ir nú yfir samfara aukinni tækni til veiða og ferðalaga. 4 '''' í TRINITY bókasafninu í Dubl- in er bók frá árinu 1539 og nefn- ist „Skrift djöfulsins“. Höfundur er ókunnur, en hann segir frá því, að lækni nokkrum hafi leikið mjög hugur á því að finna falinn fjár- sjóð. Og þegar allar tilraunir hans í því efni höfðu reynst árcngurs- lausar, þá bað hann djöfulinn að hjálpa sjer. „Og samstundis hófst penni hans á loft og ósýnileg hönd ritaði alls konar tákn“. Nú á dögum kannast menn vel við ósjálfráða skrift og teikning- ar. Svo að segja hver maður get- ur komist upp á það að skrifa ó- sjálfrátt. Spiritistar hafa haldið því fram, að „andar“ stjórnuðu hönd þess, sem skrifar, teiknar eða mál- ar ósjálfrátt. En nú halda sálfræð- ingar því fram, að hin svokallaða undirvitund mannsins sje hjer að verki ög eru farnir að láta van- gæft fólk skrifa ósjálfrátt til þess að komast eftir hvað í undirvitund þess eða hugarfylgsnum býr. Hafa verið gerðar tilraunir með þetta nú í rúman aldarfjórðung. Og með Hvað verður um okkar íslensku fugla, segi jeg, ef svo heldur enn áfram, sem nú horfir og verið hef- ur, að þeir sjeu drepnir gengdar- laust með öllum tækjum innan lands og utan? Ekkert annað getur gerst, en þeirra raðir þynnist, þeirra hópar gangi saman og þynnist jafnt og þjett, nema ráð sjeu upptekin, er að gagni geta orðið meðan enn bjargað verður. 3. nóv. 1948. Bjartmar Guðmimdsson. þessu móti þykjast sálfræðingarn- ir geta leyst ýmsar duldar til- hneigingar úr fjötrum og þannig komið mönnum á rjettan kjöl and- lega. í „Journal of Abnormal Psyeho- logy and Social Psychology" skýr- ir dr. Anita Muhl þetta með þessu dæmi: — Joan er 24 ára. Meðan hún var í skóla var hún vinsæl af skólasystkinum sínum og tók mik- inn þátt í fjelagslífi þeirra og í- þróttum. Þegar hún var 21 árs giftist hún, en hjónabandið var ófarsælt. Foreldrar hennar yoru á móti giftingunni og maður hennar komst í hneykslismál skömmu eft- ir giftinguna Upp úr því varð Joan eins og önnur manneskja. Hún-var haldin kvíða og einkennilegri ótta- tilfinningu. Ef hún stóð hátt varð henni óglatt og hún misti allan mátt. Og í hvert skifti sem hún gekk fram hjá ljóskersstaur greip hana óskiljanleg skelfing, Hún leitaði lækna, en þegar eng- in ráð dugðu, var gripið til þess að láta hana skrifa ósjálfrátt, svo að komist yrði að því hvað í þug- arfylgsnum hennar bjó. Úr þessu varð þó engin skrift, en hún dró stryk og úr því urðu að iokum tvær myndir: mynd af hlöðu og- staur með hauskúpu á endanum. Þegar hún sá þessar myndir rifj- uðust upp fyrir henni gleymdir at- burðir frá æsku. Hún mintist þess, að faðir sinn hafði dtt. bók urn ævintýraleg ferðalög í Afríku og var hún með mörgum myndum. Þessa bók hafði hann harðbannað henni að skoða. Þá stalst hún til þess. Hún var svo lítil aðjiúu hafði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.