Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1948, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1948, Blaðsíða 11
17 LESBÖK MORGUNBIIAJÐSINS gullborgin Jóhannesborg þaut upp, með öllum þeim stórbyggingum, sem þar eru. GULLIÐ finst þarna í lögum milli sandsteinslaga, og geta þau lög, sem gullið er í verið alt frá nokkrum sentimetrum upp í tvo metra á þykt. Hin gamla aðferð að skola gullið úr jarðveginum, er nú fyrir löngu úrelt. Nú er gullið unnið með vjel- um og á efnafræðilegan hátt Flestir gullnemar hafa þráð að finna stóra gullmola og verða ríkir í einu vetfangi. En það eru oftast nær óskadraumar, því að sjaldan hafa fundist gullmolar. Þó hefur það komið fyrir. Stærsti gullmoli, sem sögur fara af, fanst í Chile og vóg 153 kg. Hjá Ballarat í Ástralíu hafa fundist tveir gullmolar og vóg annar 84 kg., en hinn 69 kg. En þetta eru hreinar undantekningar. Mest af því gulli, sem til er manna á meðal, hefur verið unnið úr grjóti og með margbreyttum aðferðum. í þessari „auðugustu gullnámu veraldar“ hjá Odendaals Rust, bú- ast menn heldur ekki við því að finna gullmola. Gullið er alt í smá- kornum í grjóti. Til þess að ná gull- inu verður fyrst að mala grjótið, og úr hverri smálest af grjóti fást ekki nema 1780 grömm af hreinu gulli. ÁRIÐ 1620 vörpuðu tveir enskir skipstjórar akkerum þar fyrir fram an, sem nú er Höfðaborg. Þeir hjetu Fitzherbert og Shillings, og þeir helguðu landið þar umhverfis Jak- ob konungi I. En Bretum fanst fátt til koma um útskaga þann, og eins og allir aðrir á þeirri öld, hafði Jakob konungur mesta ágirnd á löndum í Vesturheimi, þar sem „smjör draup af hverju strái“, og þar sem gull og silfur var óþrjót- andi, eftir sögusögn þeirra, er þar höfðu komið. Bretakonungur ljet sjer og í Ijettu rúmi liggja er Aust- ur-Asíufjelagið hollenska sölsaði Kaplandið undir sig 1652. — Þar höfðu Hollendingar síðan bækistöð fyrir skip sín, er þeir sendu til Indlands. Það var svo ekki fyr en í Napoleons-styrjöldinni, að Eng- lendingar slógu aftur eign sinni á landið og hafa haldið því síðan. En löngu seinna fundust þar hinar auð ugustu demanta og gullnámur, sem tóku fram öllu því er þekktist í Ameríku af því tagi. Og nú um langt skeið hefur gullið verið helsta útflutningsvara Suður-Afríku. FYRIR stríðið nam gullframleiðsl- an í heiminum samtals 1.143.035 kg Árið 1938 skiftist hún þannig á löndin: Suður-Afríka 378 244 kg. Rússland 155 515 — Kanada 145 562 — Bandaríkin 132 001 — Ástralía 48 832 — Filippseyjar 29.921 — Mexiko 28.926 — Suður-Rhodesía 25.318 — Það var árið 1885 að menn fundu fyrst gull í Suður-Afríku. Var það hjá Wutwaterstrand, sem liggur nokkru hærra en Transvaal hálend ið. Paul Krúger var þá forseti Búa- lýðveldisins. Menn komú himin- lifandi til hans með þessa gleði- fregn, en hann sagði: „Minnist ekki á gull við mig Þvi fylgir meiri bölvun en blessun, — Hvert gullkorn, sem grafið verður hjer úr jörð, mun síðar kosta tár og blóð.“ Hann varð sannspár. Gullið freist aði fjölda útlendinga að leita þang- að. Og innan skamms reis upp gull- borgin Jóhannesborg. Hinir mörgu útlendingar, sem þar voru, heimt- uðu fult jafnrjetti við Búa, og Bret- ar studdu þá kröfu. Þegar Kruger vildi ekki fallast á það, hófst Búa- stríðið, sem stóð frá 1899 til 1902 og kom Búum svo að segja á vonar- völ. VvÁ' 'Y hú-Í TK" .’.'.'Á C39 - Molar - Stokkhólmur varð ekki fyrir neinum loftárásum í stríðinu og þó eru líklega hvergi meiri húsnæðisvandræði en þar. Öll herbergi í gistihúsum eru pöntuð fram til ársins 1951. Fanga- húsið á Langholmen hefir verið tekið handa húsnæðislausu fólki. Engar breytingar voru samt gerðar á því. Þar eru enn járnslár fyrir gluggum og hurðirnar er ekki hægt að opna nema að utanverðu. Samt býr nú fólk í öll- um fangaklefunum. „Hvað var þá gert við fangana?" mun einhver spyrja. „Þeir voru fluttir í vitlausra- spítala". „Og hvað varð þá um vitleysing- • ana?“ „Þeim var slept, og enginn hefir tek- ið eftir því“, (Carrefour, París). Hann haffii heimsótt liana tvisvar í viku í hálft ár, en ekki borið fram bónorðið enn. Svo voru þau á panpi i tunplsljósi og þá sapði hann: — Jeg þarf að leggja fyrir þig mikilsverða spurningu. — Ú, þetta kemur svo óvænt. sagði hún, jeg. ... — Mig langar til að spyrja þig um þetta, tók hann fram í. Hvaða dag hafið þið móðir þin ákveðið að við skulum giftast? Georg og Beta höfðu verið saman f 30 ár. Beta var farin að verða óróleg út af því hvað bónorðið dróst. Og því var það eitt fagurt sumarkvöld, er þau sátu saman, að hún herti upp hugann og bað hans. Georg þagði lengi, en svo kom eitt „já“ dræmt út úr hon- um. Og þá losnaði um alt það, sem Beta hafði byrgt inni í 30 ár, og það stóð úr henni bunan í fulla klukkustund. Hún talaði um húsið þeirra, um garð- inn, umhverfið, húsgögnin, tilvonandi börn, meðferð þeirra, hvað þau ætti að heita, hvernig þau ætti að vera klædd o. s. frv. Að lokum var efnið þó tæmt og þá sagði hún: „Segðu eitthvað Georg. Hvers vegna segirðu ekki neitt?“ „Vegna þess að jeg hefi þegar sagt of mikið", svaraði hann. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.