Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1948, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1948, Blaðsíða 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 517 Kvennaskólastúlkur á Laugalandi 1879—80. Sitjaudi: 1. Guðrún Biondal, dóttir sjera -lóns Blöndals, Hofi á Skagaslrönd. Móðir liennar var Arndis Pjeturedóttir bónda í Miðhópi. 2. Björg Einarsdóttir Hannessonar og Sigurlaugar Eyjólfsdóttur að Mælifellsá; varð seinni kona sjera Hjörleifs Einarssonar. 3. Sigríður Gísladóttir Ólafssonar, bróðurdóttir sjera Arnljóts á Bægisá. 4. Lára Pjetursdóttir Hav- steen; hún var 14 ára þegar myndin var tekin. 5. Sigurlaug Knudsen. — Standandi; 6. Guðný Sigfúsdóttir úr Bárðardal. 7. Kristín Kristjánsdóttir, síðar kona Vilhjálms Jónssonar frá Sílalæk; bjuggu á Hafralæk. 8. Guðný Friðbjarnar'dóttir Steinssonar; giftist Páli Magnússyni; þau *úru til Ameríku. 9. Herborg Eyólfsdóttir frá Þorvaldsstöðum í Skriðdal. 10. Sig- ríður Davíðsdóttir, Heiði á Langanesi; giftist Vilhjálmi Guðmundssyni á Brekkum. 11. Kristín Jónsdóttir frá Ásgerðar- stöðum í Hörgárdal. 12. Arnþrúður Guðmundsdóttir, móðir Árna Benediktssonar forstj. Mjólkursamsölunnar. 13. Konkor- día Sófóníasdóttir af Langanesi. 14. Halldóra Vigfúsdóttir, giftist Gunnlaugi HalldórSiyni á Breiðabólstað. 15. Sólveig Pjet- ursdóttir frá Reykjahlíð, giftist Sigurði Jónssyni að Baldursheimi. 16. Jakobína Bjainadóttir frá Reykjahlíð. 17. Kristín Marteinsdóttir úr Mývatnssveit; bjó víst á Tjörnesi. 18. Jakobína Gunnarsdóttir frá Geirastöðum, giftist Frímanni Krist- jánssyni á Hólsfjöllum. 19. Elenora Júlíus, systir K. N. skálds. Var seinna forstöðukona Elliheimilisins Betel á Gimli. 20. EJín Þorsteinsdóttir frá Grýtubakka; giftist Friðbii'ni Bjarnasyni. sig frá ínniveru og kyrsetu, og hlýða góðri messu. Um þau missiri, sem hjer um ræðir, þjónuðu merk- ir prestar Grundarþingum, þeir Jóhann Sveinbjarnarson, Guð- mundur Helgason og Jónas Jónas- son. Kennsla í skólanum var bæði bókleg og verkleg, og ekki síður lögð áhersla á að stúlkurnar lærðu algenga handavinnu, einkum fata- saum og að nokkru utsaum, sem þá tiðkaðist. A hvérju vori var höfð sýning á handavinnu stúlkn- anna og konur valdar til að dæma U2» vhinubrögðúi. Fleiri konum úr nágrenninu en prófdómendunr var gefinn kostur á að sjá handavinn- una. Próf voru einnig jafnan lát- in fara fram í bóklegum náms- greinum. Var sóknarpresturinn þá venjulega prófdómari. Það var enginn hægðarleikur. að fleyta hinni fátæku stofnun yf- ir óteljandi erfiðleika, er þar urðu a leið, svo sem það, að afla vista handa tugum manna, þar sem skóhnu hafði fyrstu árin ekkert bú til að styðjast við. Eitt harða vor- ið t. d. kvað svo ramt að, að nota varð sætt vatn til útáláts í stað syólkur, sesa kverg: fekkst í ni- grenninu, því kýr bænda stóðu steingeldar, vegna fóðurskorts. Fáum árum eftir stofnun skól- ans hóf forstöðukonan búskap á Laugalandi og rjeði til ágætan bú- stjóra, Jón Jónatansson frá Þórð- arstöðum, er reyndist hinn ötul- asti í sínu starfi, úrræðagóður og traustur þegar í harðbakka sló. Þessi ráðabreytni varð til hins mesta gagns og hagræðis fyrir skól ann, og bætti mjög allan viður- gjörning, sem raunar hafði áður jafnan verið sæmilegur og langt framar öllum vonum. Og fæðið mjög ódýrt, einmitt með bað fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.