Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1949, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1949, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11 son um ástandið þá. Kaupmenn græddu á tá og fingri, bárust mikið á og lifðu í svalli og óhófi, svo að ekki var furða þótt kotungunum, sem varla áttu mál- ungi matar nje spjarirnar utan á sig, fyndist mikið tii um lifnaðar- háttu þeirra og teldu þá sjer miklu æðri menn. Var og svo fyrst, að embættismenn treystu sjer ekki til þess að keppa við kaupmenn um tildur, prjál og óhóf, og kusu því heldur að vera búsettir utan Reykja víkur. „Máttu ekki virðingamenn vera smálátir í Reykjavík ef þeir ætluðu að halda nokkuð til jafns við höndlunarmenn“, segir Espho- lin. Varð alþýðan því fyrst um sinn að fara á mis við handleiðslu inn- lendra höfðingja, og var ofurseld hinni erlendu ómenningu. ÞEGAli Skúli Magnússon var svift- ur landfógetaembætti, var dansk- ur maður, P. Michael Finne, skip- aður landfógeti hjer. Hann vildi setjast að í Reykjavík, cn stjórnin átti ekkert hús handa honum. Þá bauð Páll Brekkmann stjórninni hús sitt fyrir 1400 rdl. og taldi það „sjerstaklega hentugt fyrir land- fógetabústaö“. Hús þetta stóð um það bil þar sem nú er hornið á Veltusundi og Hafnarstræti, og var svo að segja nýtt, bygt 1790. Það varð úr að stjórnin kcypti þetta hús, en Páll varð að láta sjer nægja að fá 800 rdl. fyrir það. Svo veitti stjórnia 200 rdl. til þess að gera við húsið og nú fluttist Finne land- fógeti þangað. En liann var ekki ánægður með ibúðina. Ritaði hann Rentukammeri hvert brjefið eftir annað og' ber sig hörmulega. Segir hann að fyrst og fremst sje skrif- stofan alveg ósæmandi svo virðu- legu embætti (hún var 2x4Mt alin að stærð) cg auk þess sje eklu lift i húsinu fyrir kulda cg raka og i stórstraumum gar.gi sjcr up.p a hús- ið og inn í það. Verst sje þó svefn- herbergið; þar sje sagginn svo mik- ill að svampur fyllist, sje honum strokið um veggina. Það varð fangaráð Finne að flýja úr húsinu um miðjan vetur. Flutt- ist hann þá upp í tukthús. Skrifar hann nú Rentukammeri enn og bið- ur að húsið sje f lutt og gert við það, ella keypt annað hús handa sjer, og bendir þá sjerstaklega á hús „salig Angels Enke ved Hovedgaden", þ. e. Lóskurðarstofuna. Eftir miklar brjefaskriftir varð þaö úr að stjórnin keypti Lóskurð- arstofuna 1798 (eða tók hana af frú Angel, því að hún haföi ekki borguð neitt af kaupverðinu). En hús Páls Brekkmanns seldi stjórri- in þá Randerskaupmönnuin l'yrir 600 rdl. og ráku þeir lengi verslun á þessum stað. NÚ var Lóskurðarstofan orðin land fógetasetur og breyttist þá nafnið á henni og var hún nú köliuð Land fógetahúsið. Þarna bjuggu svo land fógetar hver fram af öðrurn, Finne 1798—1804, Rasmus Frydensberg 1806—1818 og Sigurður Thorgrím- sen 1813—1828. Það var vonð 1825 að íatækur og urnkomulítlil piitur, Jcn i J\felshús- urr. gekk £r$m hja Laudfcgetahm- inu. Sigurður landfógeti var þá kominn út og norður á strætið, var á leið norður í gömlu biskupsstof- una; en af því að luktar voru dyr þær, er vissu út að strætinu, svo að Sigurður komst eigi tafarlaust inn, gekk Jón fram á hann og heils- ar honum. Sigurður tekur kveðju hans og spyr hvernig honum líði. Jón scgir sjer líði nógu vel, nema hvað hann kvaðst hafa heldur lítið að gera. „En kannske þjer hafið eitthvað handa mjer, sem jeg gæti gert?“ „Þú getur komið til mín á morgun,“ segir Sigurður. Varð það svo úr að pilturinn rjeðist hjá honum sem skrifari. — Reyndist Sigurður honum íneð á- gætum vcl til dauðadags og korn honum í skóla. Þessi piltur var Jón Guðmundsson síðar ritstjóri „Þjóð ólfs“. Og þarna á glöðum vor- morgni 1828 gerðisl hann l'yrst heimamaður í liúsi því, sem liann gcrði síðar írægt í sögu bæarins, Þegar Ulstrup tók við landfógeta embættinu eftir Sigurð Thorgrím- scn, settist hann að í Berginanns- stofu (áður ibúðarhúsi forstjóra verksmidjanua) því að Siguröur \'ar áfram í Laudíógetahusinu. — Gekk svo um hnð, að Rentukamm- erið var í vandræðum með Land- JLH XclVÖ Úl t x'l- tilmæl. Kriegers stlptamtmanns, aö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.