Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1949, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1949, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 mæti, ekki aðeins fyrir oss, sem erum af íslensku bergi brotin held- ur og fyrir alla aðra, sem kunna að meta það. Og Ameríkumenn eru farnir að sjá að hjer er andlegur auður, sem er lítt þektur En það er ekki nóg. Sú skylda hvílir á oss íslendingum að kynna þenn- an fjársjóð. Nú hefur íslenskukensla verið tekin upp í háskóla Washington- ríkis hjer í Seattle, svo að nú geta stúdentar lært þar íslensku ef þeir kæra sig um. Mikil hátíðahöld fóru hjer fram í maí s.l. og voru þar kyntir þjóðhættir hinna ýmsu þjóð arbrota, sem þetta land byggja. Hátíðin stóð samfleytt í fimm dsga. Eitt kvöld var helgað Norðurlanda þjóðum. Þar voru flutt íslensk kvæði, sænsk kvikmynd sýnd, en á milli var sungið og dansað. f Seattle er íslensk kirkja og dð messur og á samkomum bæði málin notuð jöfnum höndum Hjer er einnig lestrarfjelag, sem heitir „Vestri“. Aðalmarkmið fjelagsins er að vekja áhuga manna fyrir því sem íslenskt er, og þá sjerstaklega íslenskum bókmentum Fjelagið á gott bókasafn, en því miður kemur það ekki að tilætluðum notum vegna þess að fæst af unga íólkinu kann íslensku. Þá er hjer kven- fjelag, sem heitir „Eining". Það er íslenskt í anda og á fundum þess fer alt fram á íslensku. Þetta fje- lag hefur orð á sjer fyrir kærleiks- starf og samúð. Fyrir skömmu sáum við einn af draumum okkar rætast. Það var byrjað á að leggja grundvöll að gamalmennahæli í bænum Blaine, sem er skamt frá Seattle Menn hafa haft mikinn áhuga fyrir þessu og viljað sýna í verki að þeir kunna að meta til fulls það, sem frum- býlingarnir lögðu í sölurnar og að þeir eru sterkasti hlekkurinn, sem bindur oss við ættþjóðina og það ísland, sem nú er aðeins tvær flug- t 5» Margaret Wandrey dagleiðir í burtu. Reynslan hefur sýnt, að þegar unga fólkið fer að hugsa um að staðfesta ráð sitt, þá er ekki spurt um þjóðerni. Þetta leiðir af sjer að kynið blandast og hugmyndir um ættjörðina handan við hafið verða þokukendar. Þessu má ekki gleyma þegar rætt er um að við- halda sambandinu milli kynkvísl- anna austan hafs og vestan. Það fór fyrir mjer eins og svo mörgum öðrum að jeg giftist hjer- lendum manni. Og bæði vegna þess og hins að jeg er fædd 1 Ameríku, þá hefur íslenskan orðið að sitja á hakanum alt frá því að jeg gekk í barnaskóla. Að vísu kann jeg nóg í málinu til þess að geta fleytt mjer í hópi íslendinga hjer, en mjer gengur illa að lesa það og skrifa. Þó hef jeg yndi af því að heyra íslensku talaða á samkomum og hlusta á íslenska söngva. Jeg varð í æsku hrifin af sögunum, sem mjer voru sagðar, og nú langar mig til þess að geta lesið þær á ensku. Sumum kann að finnast þetta and- hælislegt. En jeg álít að alt hið besta úr íslenskum fræðum ætti að setjast í þann búning, að þeir, sem lítið eða ekkert kunna í íslensku, gæti haft þess fullkomin not. Með því móti höldum vjer þjóðrækn- inni við og sambandi við þjóðlega menningu vora. Nú er alt breytt frá því er foreldrar vorir voru að basla hjer, en vjer þurfum að skilja hvaðan þeim kom kjarkur og dug- ur til þess að sigra í baráttu lífsins. Saga umliðinna alda sýnir fram- þróun mannsandans. Hún hefur venjulega komist hæst meðal þeirra þjóða þar sem bókmentir og traust á guði hafa átt samleið. og þar sem fátækt hefur knúð til fram takssemi og snúið ósigri í sigur. Hugur minn hvarflar heim til íslands, eins og það var áður. Jeg sje feður vora sem unglinga vera að smala kindum á fjöHum og heið um. Og jeg sje þá þroskaða berj- ast við ólgandi hafið. Jeg sje torf- bæi í faðmi fjalla og dala Sögurn- ar, sem jeg heyrði um þá í æsku, heilluðu mig miklu meira en sög- urnar um allar framfarirnar þar og hjer. Má vera að nú sje þessir torfbæir að hverfa. En vonandi er að þeir hverfi ekki alveg. Þeir eiga að geymast til minja um þrek og þrótt þeirra, sem þar bjuggu og vera komandi kynslóðum hvöt til dáða og drengskapar. Fyrir nokkru var hrífandi skemt- un hjer í Seattle. Það var íslenskur sjónleikur. Það var komið með hann frá Vancouver í Kanada og aðalleikendurnir voru nýkomnir frá íslandi. Stundum eru hjer sýnd- ar kvikmyndir frá íslandi. Það er yndi að horfa á þær, einKum vegna þess hvað þær gefa oss skýra mynd af landinu, sem vjer þráum að vita meira um. Það er líka gaman að myndabókum frá íslandi Thor Thors gaf út slíka bók. Svo má minnast á tímaritið „The Icelandic Canadian", sem gefið er út hjer vestan hafs. Það er að vísu ritað á ensku, en það er helgað öllu því, sem íslenskt er. Ritið er Vestur- íslendingum til sóma og raunar öll- um íslendingum og á það skilið að i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.