Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1949, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1949, Page 8
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Illa sveikstu ættarstoltið, Ingveldur, kempan, sem þú kaust, hann reyndist kotungur, hann var ekki einu sinni íslenskur. Maðurinn á meinbugunum mókti og svaf; herstjórnin tók hjartakóngnum huluna af: vígður öðru vífi fyrir vestan haf. Þjer var ekki þjenanleg nein þankasút, leystir því með lipurð þennan lukkuhnút, bóndanum án beiskju og trega byggðir út. Æskureynslan entist þjer til iðrunar skammt, vin þú kaust í vinar stað, uns varð þjer tamt um að skifta og elska að lokum alla jafnt. Síðan ljestu seggjum falan sætleik þinn, blíð og mjúk sem besta frú við bónda sinn, hjartað alveg hirðulaust um heiðurinn. Sjálfri þjer þú sóaðir mcð sinni kátt, hentir frá þjer heimsláni og hylli þrátt, auðæfum, sem allir safna ósjálfrátt. Fordildin er furðuglögg á fall og synd, lieitir það á hennar máli hrösun blind að ausa sínum ástarsjóði út í vind. vera lesið bæði austan hafs og "'^estáji. ’ tNáoustu vinir mínir eru íslend- ingar, því að fjölskyldan hefur ekki . cireifst mikið. Meðan við börnin vorum ung og litlu fingurnir táðu , ull, var aðalskemtunin á kvöldin að hlusta á íslenskar sögur og þulur. Móðir mín spann og prjónaði, en yið táðum og kembdum ullina. Jeg man eftir því að hún bjó til blóð- mör og. lifrapylsu og súrsaði svið. Þetta skeði hjer í Ameríku og það var hluti af þeim lifnaðarháttum, sem móðir mín flutti með sjer hing að. Hún vakti í brjóstum okkar virðingu fyrir verðmætum ís- lenskra erfða, og það reyndist okk- ur góð máttarstoð þegar við þurft- um að treysta á eigin spýtur. En samtímis kendi hún okkur að verða góðir borgarar þessa lands. Báðir fánarnir blöktu á stöng eða hengu á vegg í samkomuhúsinu. Hún innrætti okkur virðingu fyrir þeim báðum. Og það var gott, því að fánarnir eru tákn þess besta, sem með hverri þjóð býr. Bandaríkin eru föðurland mitt. Þau eru fósturland foreldra minna og hafa reynst okkur vei. Hjer ól-' 1 ' umst við upp og hlutum mentun. Hjer eru heimili okkar og okkur finst þetta besta land í hcimi. En jeg er sannfærð um að bað scm við lærðum af foreldrum okk- ar, hefur gert okkur að betri borg- urum. Þegar þau voru að alast upp !íá íslandi var þar mikil fátækt. Eini auður hinnar íslensku þjóðar var menning hennar. Þótt miklar framfarir hafi orðið á íslandi síð- an býst jeg við að afkomendur land nemámia muni dást meira að því þjóðlífi sem skapaði svo heilbrigð- an hugsunarhátt foreldra vorra. 'hcldur en stórvirkjum nútímans. Náttúrufegurð íslands, hvcrarnir, -i' fossarnir,- túnin og bæirnir, og hið heilbrigða sveif^rlíf, mun heilla hug rhðja vorra urr. marga maans- aldra. Þeir munu ferðast til föður- lands feðra sinna og koma heim með sanna mynd af því. Það verður til þess að styrkja ættartengslin og halda við íslenska andanum hjer vestan hafs. Hjer er verkefni fyrir oss öll beggja megin hafsins. Það þýðir ekki að fara í felur með það, að íslensk tunga cr að hvcrfa hjcr í landi. Tungumál þjóð arinnar verður vort tungumál. En mjer finst að eitthvað ætti að gera til þess að íslenska yrði kend hjer í skólum ekki síður en franska, spanska og þýska. Svo er annað sem hafa þarf í huga; en það er íslenskukennsla á heimilum Þetta ætti að vera hægt meðan íslenskir stúdentar koma hingað. Svo astti að senda stúdeata heðar. til íslands. Með því gefst þeim kostur á að læra málið og kenna öðrum En eitt er afar áríðandi. Vjer verðum að halda við íslenskum fje- lagsskap hjcr vestra og styðja blöð og rit um íslensk málefni. Skiftir það ekki mestu að þau sje á ís- lensku, heldur að þau túlki ís- lenska menningu. Með því móti fá- um vjer við haldið feðraarfinum. Nú hcf jeg reynt að útskýra það sem mjer býr í brjósti. Jeg vona að það hjálpi ykkur tií að skilja oss dálítið betur. En kynningin má ekki verða einhliða. Vjer verðum að fá ritgerðir, frásagnir, brjef og gesti frá Islandi. Það hjálpar oss til að skilja ykkur betur. — Með þessu tvennu skýnst best hugtakið; „Föð uriand mitt og þitt.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.