Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1949, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1949, Blaðsíða 11
r“ JuESBOK MUKGUKtíLADSlNís ' 1 231 málaða. Líkið hefur verið geymt þannig í einskonar líkhúsi árlangt. En nú er útfarardagurinn runninn upp og á að brenna líkið. Líkamir látinna manna eru geymdir svo og varðveittir, en síð- an brendir, til þess að illir andar nái ekki valdi á þeim og noti þá til að vinna tjón þeim, sem eftir lifa, og gera vansælar sálir hinna látnu. Líkbrensla á Balie er dýr og umsvifamikil, þess vegna fá vinir og vandamenn, sem eru fátækir, að brenna lík sinna nánustu á bálum hinna ríkari. í dag á að brenna 17 lík ásamt líki afa, en í röð eftir mannvirðingj. — Heimili afa er fult af fólki og altaf bætist við. Karlar masa, en konur ganga um beina. Þær slá saman fötum og skálum, svo að glymur við, þær hljóða og suða, rekast á og fussa. Af þessu athæfi verður hávær glaumur og þungur niður, sem minnir mig frek ar á brúðkaup en jarðarför. En alt er þetta gert til að bægja frá hin- um illu öndum, sem nú sækja að sem fastast, því ekki er seinna vænna. Við sitjum við borð húsbóndans, drekkum kaffi og snæðum brauð, reykjum sígarettur og brögðum ýmsa kryddaða ávexti og kálrjetti, sem konurnar bera okkur. Auk þess sem okkur er borið, setja konurn- ar góðgætið víðsvegar annars stað- ar. Það eru fórnir til guða og góð- vætta! Altaf fjölgar fólkinu og hávaðinn magnast. Húsið er full- skipað og garðurinn einnig, um- hverfis það. Kistu afa — eins og annara ríkra manna — fylgir tóm kista, nákvæm lega eins og hin að sjá. Hún á að villa sýn hinum illu öndum. Hin- um fátækari verður að nægja em kista og jafnvel aðeins dúkur sem vafið er um líkið. Allar eru kist- urnar tengdar með stálkeðjum og standa nú í garðinum við húsið. Úti fvrir garðhliði stendur 8 metra hár turn, gerður úr bambus og viði, traustlegur, vel samsettur og snildarlega útskorinn. Hann er rúmgóður, því margt þarf að fylgja afa. — Á turninum eru útskorin drekahöfuð, myndir af fjölskyld- unni eru límdar upp um alla veggi turnsins og efst er stærðar- mynd í ramma af afa sjálfum. Enn- fremur hanga speglar, útskorið og málað letur og útflúr. Á hillum og í hornum eru ávextir, kálmeti og blóm. Víðsvegar utan á turninum dingla lifandi hænuungar í löng- um lykkjum, þeir skríkja og sprikla og flögra viðstöðulaust. Uppi á turninum, efst undir burst sitja fá- einir frændur á verði gegn draug- Um og öðrum ófagnaði. Nú skal brottförin hef jast. Fólkið skipar sjer um kisturnar. Allur skarinn lýstur upp þvílíku heljar ópi, eins og heróp væri, tekur svo að hoppa og sparka, slá um sig í allar áttir og æpa. Augnaráðið og látbragð alt er hið herfilegasta. Nokkrir menn ráðast að með óhljóð um og handapati til að leysa nú tengslin og hef ja á loft kisturnar og halda svo af stað. Yfir taka ósköp- in þegar afi er upptekinn. Þegar búið er að koma fyrir í turninum því, sem þar á að vera, ráðast að honum allir, sem að geta komist, reglulaust og tillitslaust, því að hverjum manni þykir mikil nauðsyn að eiga hlut í þessu mikil- væga starfi og leggur hver í það alla þá orku, til handtaks og hljóða, sem hann ræður yfir. Fult hundrað manna nær tökum á turninum hans afa og leggur nú af stað með hann til grafar. Hinir fylgja. Burðar- mennirnir hljóða hver með „sínu nefi“, og ganga hver í sínum takt, ekkert tillit til hinna. Turninn rugg ar og riðar, skelfur og skekst, svo að alt virðist hljóta að steypast fyr eða síðar. En áfram þokast þó, og enginn skyldi ætla sjer að koma nokkru tauti við þennan hóp, því óhljóðin og öskrin mundu kæfa hverja mannlega rödd, hversu vit- urlegan boðskap sem l: ín hefði að flytja. Ekki getur frændfólkinu uppi í turninum liðið ákjósanlega vel og furðu gegnir hve fast það situr. En brjóstumkennanlegastir eru vesa- lings hænuungarnir. Þeir eru hætt- ir að hljóða og berjast um, en dingla í lykkjunum dofnir og dauð- vona. Loks er þá þessi óhugnanlega ó- hljóðafylking komin á áfangastað. Öllu er hagrætt í turninum og á kistunum, síðan eru þulin orð og framdar ýmsar fettur og brettur („seremoniur"), sem ekki er von að ólærðir útlendingar skilji. Loks stíga frændurnir niður úr turninum, en fuglunum er fórnað með. „Prestar“ gefa merki og kveikt er í turninum og öllu sam- an, sem honum heyrir til. Á and- artaki stendur alt í ljósum loga, óhljóðin hætta á svipstundu og alt umhverfis bálið er nú dýpsta þögn. Ættingjar brosa hver til annars, sýnilega ánægðir með það, hvað alt gekk vel og samkvæmt hinni gömlu, góðu venju. Þannig grafa Balinesar enn þann dag í dag sína dauðu. (Þangað til árið 1906 var eftirlifandi kona æf- inlega brend lifandi með mannin- um, en 1906 var það bannað með lögum af Hollendingum). Þannig lifa, hrærast og devja þessar frumþjóðir og vita ekki að til eru heilar stórþjóðir á öðrum hlutum sömu jarðar, sem telja margt af þessu ósið. „Fyrirgefið þeim, því þe;r vita ekki hvað þeir gera,“ en benð ljós- ið til þeirra. Frumstæð þjóð er annað en nei- kvæð! eins og frumstæður einstak- lingur er annað en neikvæður maður. Þýtt og lagað. L. Fr. Oberman..

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.