Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1949, Blaðsíða 4
240 ** ^=91 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÆVINTYR ÍSLENSKRAR EINN AF hinum dugmiklu og þróttmiklu landpóstum var Daníel Sigurðsson. Hann var fæddur á Lýtingsstöðum í Vopnafirði 1846, en ólst að miklu leyti upp hjá Vig- fúsi Pjeturssyni frá Hákonarstöð- um eða þar til Vigfús druknaði í Jökulsá á Brú 1862. Árin 1868—70 var Daniel í póst- ferðum til Akureyrar með Niels frænda sínum, og hafði þær svo á hendi 1870—72. Árið 1878 voru hon- um veittar póstferðirnar frá Akur- eyri til Reykjavíkur. Frostavetur- inn mikla 1880—81 varð hann fyr- ir miklu tjóni, vegna þess hvað hann misti marga hesta. Fór hann fram á uppbót hjá póststjórninni, en var synjað. Sagði hann 'þá af sjer póstferðunum. Til marks um dugnað hans á vetrarferðum er þessi vísa, er Þorbjörg Steingríms- dóttir frá Brúsastöðum í Vatnsdal orkti á ferð með honum yfir Vatn- skarð í stórhríð og fannkyngi: Ráða bæði og rænulaus runnið frá þar hefði margur. þegar jeg var krakki. Um suður- stafninn er jeg ekki alveg viss. Húsið, sem sjest til hægri á mynd- inni, er hús J. Jónassens land- læknis. . Húsaskipan var í aðaldráttum eins og .jeg sýni á grunnteikningu. Kirkjan.jvar víst nær Lækjarkoti, en sýnist á myndinni og sama er um lækinn. KONU einni nótt En Daniel er dæmalaus dugnaðar og hreystivargur. Daniel var fyrst kvæntur Sig- ríði Þorbergsdóttur hreppstjóra í Þingmúla en misti hana sumarið 1880. Tvær dætur þeirra fóru seinna vestur um haf og einnig tveir bræður Daniels, Sigbjörn, sem kallaði sig Hofteig og Björn, sem kallaði sig Heiðmann. Seinni kona Daniels var Sigríð- ur Sigurðardóttir Jónatanssonar frá Víðivöllum í Skagafirði. Eign- uðust þau nokkur börn og er þar á meðal Ingólfur bóndi í Bakka- seli í Öxnadal og Þórhallur fyrr- um kaupmaður og útgerðarmaður í Hornafirði. Daniel ljest 1920, tæplega hálf- áttræður. Önnur dóttir Daniels af fyrra hjónabandi, sú er til Ameríku fór, heitir Sigurbjörg og er gift ensk- um manni, sem Curry heitir. Um hana er sú saga, sem nú skal sögð, og líkist mest ævintýri úr „þ>úsund og einni nótt“. Árið 1903 átti Sigurbjörg heima í San Francisco. Einhvern dag var hún þar á gangi á götu. Vildi þá svo til að hestar fældust fyrir vagni og æddu á hvað sem fvrir var. Lítill kínverskur drengur var þar á götunni og var viðbúið að hestarnir geistust á hann, en á seinustu stundu tókst Sigurbjörgu með snarræði að bjarga drengn- um. Skildi hún svo við hann og fór heim til sín. Daniel Sigurðsson. Nokkrum dögum seinna, er hún hafði gleymt þessu atviki, kemur til hennar Kínverji og þakkar henni með hjartnæmum orðiftn fyr ir það að hún skyldi hafa bjarg- að barni sínu. Vildi hann endilega launa henni það. En hún vildi ekki þiggja nein laun, kvaðst ekki hafa gert neitt annað en hver maður annar mundi hafa gert í sínum sporum. Bað hún Kínverj- ann blessaðan að minnast ekki á þetta framar. Með það kvaddi hann og fór. Fáum vikum seinna kemur sendimaður heim til Sigurbjargar og færir henni forkunnar fagurt borð úr ibenviði. Var það fagur- lega útskorið og smelt skraut í sjálfri plötunni. Þetta var gjöf frá Kínverjánum. Nokkrum dögum seinna kom hann sjálfur til þess að vita hvort hún hefði fengið sendinguna, og kvað Sigurbjörg svo vera. Sagði hann þá, að ef hún lenti einhvern tíma í f járþröng, „þá gæti borðið miðlað henni pening- um“. Svo hneigði hann sig kur- teislega og kvaddi og hún hefir ekki sjeð hann síðan. En borðið var yndislega fagurt, og Sigur-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.