Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1949, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1949, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 251 Hershöfðinginn sneri sjer að mjer. „Jeg hefi mikla trú á mátt bæn- arinnar, prestur minn“, sagði hann. „Það eru þrjú ráð til þess að öðlast það, sem maður girnist: fyrirhyggja, vinna og bæn. T hernaði er þörf mikillar fyrir- hyggjn. Og svo þarf að hafa vel þjálfaðar hersveitir til að fram- kvæma fyrirætlanir herstjórnar- innar. En milli fyrirætlana og framkvæmda er altaf eitthvað ó- þekt.Og það er undir þessa óþekta komið hvort vel gengur eða illa. Sumir kalla þetta óþekta tilviljun. Jeg kalla það guð. Og fram að þessu heíir guð haldið verndar- hönd yfir 3. hernum. Vjer höfum aldrei hopað. Vjer höfum ekki bið- ið neinn ósigur, og engar drepsótt- ir hafa komið upp í liðinu. Þetta er alt vegna þess að fólkið heima biður fyrir oss. En vjer verðum sjálfir að biðja líka. Það er ekki nóg að hermaðurinn sje duglegur og hraustur. Hann verður að hafa eitthvað innra með sjer. Jeg veit ekki hvað þjer kallið það, en jeg kalla það trú eða guð. Jeg vil að þjer sendið íyrinnæli til allra kennimanna um að þeir kenni hermönnunum að biðja, Jeg vil að hver einasti maður í 3. hernum læri að biðja“. Jeg fór heim og samdi þessa á- skorun. Daginn eftir las Patton lirna og hafði ekkert við hana að uthuga. Hann mælti svo fyrir aö prentuð skyldu 3200 eintök og send í allar liðsveitir 3. hersins Og af því skipunin um það kom frá honum sjálfum var þessu lok- ið 12. desember, eða tveimur dög- um fyr en búist var við. I áskoruninni ss.2Öi m n ci cjiioc.1 o ^vovi‘ic'*,Vw . r-»c-~-.-tv VO rl » vrf i V- TT O 1*1 -1 2.2 2^"2- c2rm ^"22^« i V" o var.trúuáugúg. um. f áí, aí guð hefir verið msð oss. En hjer skal ekki staðar numið. Erfiðir dagar eru fram undan. Og nú er kominn tími til þess að vjer biðj- um, eigi aðeins með sjálfum oss. heldur að allir, mótmælendur. kaþólskir og gvðingar í 3. hernum. sameinist í bæn til guðs. Hvetjið alla yðar rnenn til að biðjast fyr- ir, hvar sem þeir eru staddir Þeir eiga að biðjast fyrir í skriðdrek- unum. Þeir eiga að biðjast fyrir meðan þeir berjast. Þeir eiga að biðja í einrúmi, og þeir eiga að biðja margir saman. Biðjið þess að rigningunurn linni og bjart veður komi, svo að vjer getum sótt fram. Biðjið um sigur. Biðjið fyrir hern- um og biðjið um frið“. Sem sagt, bænin og fyrirmælin voru komin til allra hinn 14. des- ember. Hinn 16. desember gerðu Þjóðverjar áhlaup á 1. herinn. Þeir komu út úr Schnee Eifel skóginum í rigningu og svartaþoku, svo að ekki sá nema íáa metra frá sjer. Þeir komu á óvart hinum fámennu hersveitum á landamærum Luxem burg' og hröktu þær. Þrjá daga stóð órustan og það var engu líkara en að Þjóðverjar mundu brjótast þar í gegn og vinna sigur. Þeir komu herjum vorum að óvörum. 6. skrið- drekafylki þeirra sneið sjer braut eftir Ardennafjöllum eins og heit- ur hnífur i gegn um smjör. Þar fyrir norðan ruddist 5. skriðdreka- fylkið íram. Ef hið vonda veður Iieíði haldist, þá er ekki að vita hvað óvimrnir hefði sótl Jangt fram. Hinn 19. desember gaf Patton hersveitum sínum skipun um að ryðjast norður Saar-dalinn og leysa Bastogne úr umsát. Og þá kom bænheyrslan. Hinn 20. des- ember bre^ttitt veður sk**ndklsscá Vu fiitvi VC V +i 1 i-tiiLyilc 4-q ~ _ ticCV0v''’CLv%*' t? ^ ,J,rk,?avÍ1"1 ^2^ 1*> ^ 11 gVV’ urútht-ð v$r h.ð sama. Ln 20. desember birti og gerði sólskin. Og nú var hægt að fljúga. Árás- arflugvjelar vorar komu hundruð- um og þúsundum saman á vett- vang, og Þjóðverjar voru hrakt- ir til baka. Patton hershöfðingi hafði látið hermenn sína biðja um gott veð- ur. Og þeir fengu það.------- Það var ekki fyr en seint í janú- ar 1945 að jeg hitti Patton aftur. Það var í Luxemburg. Iiann stóð brosandi fyrir framan mig og sagði: „Jæja, prestur minn, bænir vor- ar hrifu. Jeg vissi að þær mundu verða heyrðar“. (Úr „Military Chaplain“). ^ ^ ^ ÍS í STEINSTEYPU Suður í Florida hafa menn tekið upp þá nýbreytni, að blanda smá- muldum ís í steinsteypu, rjett áð- ur en henni er rent í steypumót- in. Steypan harðnar, ísinn bráðn- ar og eftir verða í steypunni hol- ur, sem valda því að steypustein- arnir verða miklu ljettari í vöf- um en ella. Þessi steinar eru tald- ir betra byggingarefni heldur en heilsteyptir steinar, nógu sterkir, og einangra vel gegn hita, kulda og vætu. iW ^ Franski sálfræðmgurinn Coué sagði þetta tíl dæmis um það hvers vegna menn gæti fanö i svefm það sem þeir treystu sjer ekki til að fara í vöku: — Leggið fjögurra þumlunga borð á gólf og’ flestir geta gengið hiklaust eftir því án þess að stíga út af. En setjið göngubrú af somu breidd þvert yfir götu milli veggjanna á tveimur hæstu húsunum og enginn mun fást til að ganga hana. Hvernig stendur á því? Göngubrúin er hin same, menn - imir hinír sóniu h.ésíiÍ6ikEr bsirrs. hm- ii* sccv-i c&* vilíinn kinn ssini- Myn- urir.r. or sá, sJS tsgsr borSið Ijggur á gólír þá h.ugrr menr. aðeir.s urn gor.ga. 2n tegar brúin er hátt uppi b; þugsa þeú- aSeins um að þair muni dstta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.