Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1949, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1949, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS iUÁ ' ' ' 249 Ó, kom þú vor með sól og sunnan blæ, þá svigna fannir, roðnar fögur hlíð, er brumsins máttug byrjar vaxtar tíð og blómin smáu lifna kringum bce. Jeg þrái djúpan fossa og fljóta nið er fögnuð lífsins kveða yfir jörð; þá liðin eru vetrar hretin hörð og hjarta vorsins slær í strauma klið. Jeg^ þrái öll hin sælu sumar ljóð, og sönginn þrasta yfir grænum dal; lamba glæstan leik í fjalla sal litla kálfa — folöld — villistóð. Jeg þrái höndum hreyfa gljúpa mold og höfgan ilminn teyga að vitum mjer; hver frumeind smá, er ekkert auga sjer um árþúsundir tengir líf við fold. Kom blessað vor, og bægðu vetri frá, á bikar rauðum freyði daggar vín, er bergja megi börnin smáu þín, blómin í haga eftir vetrar dá. Kom blessað vor, með bjarta nótt og yl og blómaskrúða yfir græna jörð; sólarloga vítt og fjöll og fjörð og fuglasöng, við lækja undirspil. 14 — 4 — ’49. Magnús á Vöglum. S^teinamir tata Nýasta aðferðin til að komast að því hvað jörðin er gömul. SAMKVÆMT nýustu og áreið- anlegustu heimildum hefir jörðin skapast hjer um bil samtímis sól- inni og hinum öðrum jarðstjörn- um í þessu sólhverfi. Jörðin okk- ar er um 2000 miljóna ára gömul, og getur alls ekki verið mikið eldri. Um sólina hefir það verið sannað að hún getur ekki verið meira en 5000 biljóna ára gömul (Milne) og sennilega er hún tals- vert yngri. En ef vjer athugum stjörnukerfi og vetrarbrautir þá bendir alt á skemri aldur. „Það virðist nú ólíklegt að þær sje eldri en 10.000 miljóna ára“, segir Edd- ington. Það er hægt að komast að því með nokkurn veginn öruggri vissu hvað jörðin er gömul. Aðferðin er í stuttu máli þessi: Kunnugt er að ýmis frumefni breytast af sjálfu sjer. Frumeinda- kjarninn breytir sjer, tekur á sig nýtt gerfi, annað hvort um eðli eða rafeindahleðslu, eða hvort tveggja. Menn þekkja um tuttugu tegund- ir slíkra frumeinda, sem breyta sjer, og það er hægt að framleiða þær hundruðum saman á vísinda- legan hátt. Þegar um geislavirkar frumeindir er að ræða — svo sem radíum, actinum og thorium — þá er þessi sjálfvirka breyting mjög regluleg og ákaflega hægfara, og það er ekki nema örlítið brot ein- hverrar tiltekinnar stærðar, sem breytast á einu ári. Aðferðin til þess að mæla þess- ar breytingar, er framúrskarandi nákvæm (kend við Pierre Curie). Það er því hægt að fylgjast með þessum breytingum. Á einu ári missir þungt uranium eina frum- eind af hverjum 6570 miljónum. Ljett uramum og actino-uraníum missir eina frumeind af hverjum 1030 miljónum og thorium eina frumeind af hverjum 20.000 miljón um. Hinar leystu frumeindir taka síðan miklum breytingum þangað til myndast í þeim fastur kjarni, en eru þá orðin að blýfrumeind- um með eðlisþunga 206, 207, og 208. Breytingarnar, sem þessar frum- eindir taka eru ýmist snöggar eða langdregnar. Sumar gerast í broti úr sekúndu, aðrar á miljón árum. En hver breytingin tekur við af annari í rjettri röð og utan að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.