Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1949, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1949, Blaðsíða 11
F LES5ÖK MORGUI'ÍBLAÐSilNS 1 * . -•-Á.'_______ Æ............................ »..L SeyðisfjÖrður (Teikning höf.) fram með hópnuip og ráku á eftir. Þáð var skrítin sjón.> - i -Jí Þar sem sjálfur kaupstaðurinn byrjar, stendur pósthúsið. Mjer þótti það skrítið að póstmeistarinn var bæði bakari og myndasmiður. Dr. Schweitzer kvaðst hafa sótt til hans brjef handa sjer, fengið hjá honum mynd handa konunni og bollu handa dóttur sinni! Hestarnir og íslensk menning Miðdagsverð snæddum við í „hótelinu11. Það var brauð með alls konar áskurði, svo sem hangikjöti, reyktum laxi, sauðamjólkurosti og ýmsu útlendu góðgæti. Veitinga- maður er hálfþýskur, frá Norður- Sljesvík, en kona hans er íslensk. í salnum var „billiard“. Húsa- kynni voru þokkaleg, en munn- tóbaks neysla setti sinn óhugnan- lega svip þar á, sem ekki er sam- boðinn matstofu. Á eftir fórum við á hestbak — það er óumflýjanlegt á íslandi. Fái ísland einhvern tíma sæmilega vegi og brýr, eða járnbraut, þá verður það eins og önnur lönd En nú er það mjög frábrugðið, því að þar verður ekki komist af án hesta. Alt verður að fara á hestum: til skírnar og jai'ðarfarar, í skóla og á engjárnar, ,til kirkfu og alþingís, í kaupstaðinn og í læknisvitjun. Frá blautu barnsbeini er hesturinn fjelagi allra manna og kvenna og fólkið lifir þannig frjálsu útilífi, sem ekki þekkist hjá hámenning- unni. Á þennan hátt verða menn hraustir og fyrirmannlegir. Hver maður er sinn eigin herra, smiður, lögfræðingur og jafnvel læknir. En ef þeir hætta að nota hestana, þá breytist þetta alt saman. Við riðum fram að Hrafnagili. Fjörðurinn hvarf á bak við nokkrar hæðir og þarna var þögn og kyrrð. En hjer er langt um fegurra um- horfs en í grend við Reykjavík. í dalnum eru fagrar engjar og gróð- ur nær langt upp í hlíðarnar. Merkilegt þríbýli Bókasafnið á Akureyri er í tví- lyftu timburhúsi, er stendur nokk- uð hátt uppi í brekkunni. Þar eru um 3000 bindi, sem góðir menn og tilviljanir hafa hrúgað þarna sam- an á löngum tíma. En þar voru einnig skrautleg bindi af amerísk- um bókmentum, er Willard Fiske hafði gefið. Gegnt bókasafnsher- berginu er annað stærra herbergi, og það er gildaskálinn. En á efri 247 hæðinni er fangelsið. Sannarlega1 merkilcgt þríbýli. Norðmenn framtakssamari en íslendingar Snemma morguns 8. ágúst íór „Thyra“ frá Akureyri. Dr. Keil- hack var enn lasinn, en haíði þó fengið læknisvottorð um það, að ekkert gengi að sjer og fokk því að fara með. Það var kalt og þoka, en þegar við komum til Seyðisfjarðar tók að ljetta. Danska herskipið „Diana“ heilsaði okkur með tveimur skot- um og „Thyra“ svaraði, og fór þá margfalt og skemtilegt bergmál milli fjallanna. í Seyðisfirði eru 500—600 íbúar, þar af margir Norðmenn og virðast þeir hafa varðveitt meira af fram- takssemi og kjarki hins gamla kyn- stofns heldur en íslendingar. — Stærsta verslunin í Sevðisfirði er þó eign íslendinga og heitir Gránu- fjelagið (stofnuð 1870). Hún hefur sjálf skip í förum og rekur verslun á eitthvað 30 stöðum. Og nú er svo komið, að í landinu eru 27 danskar verslanir, en 34 íslenskar. Þær dönsku eru öflugri, en þær íslensku eru í uppgangi og er það góðs viti. íslendingar hirða ekki um síldina Tveimur dögum seinna komum við til Eskifjarðar. Sá staður er í uppgangi og þar er góð höfn. —• Nokkrir Grænlandshvalir höfðu árið áður vilst inn á fjörðinn og rötuðu ekki út aftur, svo að þeir voru drepnir. Á höfninni var lítið norskt gufuskip, hvalveiðari. Eig- andi hans er Svend Fovn og hann kvað vera orðinn ríkur. — Hann stundar þó ekki veiðar hjer, heldur norður við Grænland. Tvær góðar brvggiur eru hjer og ofan við þær fiskreitir og fisk- geymsluhús. Var öllu þessu hagan- legar fyrir komið en annars staðax

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.