Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1949, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1949, Qupperneq 8
316 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS OLIUVIÐURINN Einkennileg trjc með kaðalsnúnum stofnj. GÖMUL helgisögn hermir þaö, að Minerva og Neptúnus hafi bæði viljað velja nafn á nýa borg í Grikklandi. Og til þess að gera út um það hvort þeirra skyldi fá að gefa borginni nafn, komu þau sjer saman um að færa henni sína gjöf- ina hvort. Það, sem færði henm betri gjöfina, skyldi fá að ráða nafninu. Gjöf Minervu var talin betri. Hún fjekk því að ráða nafn- inu og hún nefndi borgina Aþenu En gjöfin sem hún hafði fært borg- inni, var olíuviðurinn. Mikil blessun fylgdi þessari gjof, því að síðan.hefur viðsmjörið ver- jð helsta feitmeti allra þemra þjóða. sem búa við Miðjarðarhaf. Margar aðferðir eru hafðar til þess að ná olíunni úr ávöxtunum, en venju- lega fást þrjár tegundir af olíu. Fyrst eru ávextirnir látnir í hæru- poka og hanp síðan settur undir ljett farg. Sú olía, sem þá síast í gegn um pokann, er talin best og er dýrust. Hamsarnir eru blevttir og síðan settir undir enn þyngra farg og fæst þá annars flokks olía Enn eru hamsarnir bleyttir og sett- ir undir farg, sem er alt að 200 kg. á hvern fersentimetra, og fæst þá þriðja flokks olía. En þrátt fyrir þetta er talsverð s.«.(a enn eftir í hömsunum, og til skamms tíma hafa menn ekki kunn að að hagnýta sjer hana. Nú hefur verið sett á fót verksmiðja í Tunis, sem framleiðir sápu úr þessum úr- gángi. I Tunis er mikil olíuviðar- rækt og árleg uppskera er urr. 200.000 smálestir af olivum, en úr þeim fást um 50.000 smálestir af olíu, og er þriðjungurinn af því fluttur út. En í hömsunum,, sem eftir verða, er enn um 8% af olíu Uppskeran fer fram á tímabilinu nóvember—janúar, og jafníramt er olían fergð úr ávöxtunum. Hams- arnir eru því næst malaðir smátt. Síðan er sett efnablanda í mjölið og leysir hún úr því alla fitu um leið og það er soðið við gufu. — Síðan er framleidd úr því sápa, og er þetta orðinn mikill iðnaður. V V -Ve i/ V Jotian Karl Castenskjöltl stiftamtinaður þótti sumum nokkuð óráðinn. Hann var Ijettlátur og glað- látur, og sá ei í að hlífast við smábrot. Var eitt sinn Húnvetningur einn í vand ræðun' fyrir stuld, er hann var mjög gjarn á, sá er Jens hjet. Iiann var skáldr. æltur og fljótgáfaður, og hjet stiptamtmaður honum hjálp, ef hann kastaði fram vísu um sig. Hann kvað: Merl ur hraður gefur upp gjöld, góðs'nnaður títt við öld, sterl.ur, glaður, stór með völd, stipt.imtmaður Castenskjöld. Við það fríaðist hann að því sinni. (Esph.) Hallgrímur harði. Hallgrímur hjet maður og átti fyrst ffeima á Fljótsdalshjeraði, en fluttist til Borgarfjarðar eystra um aldamótin seinustu. Hann var harðvítugur svo af bar og var þess vegna kallaður Hall- grímur harði. Meðan hann var enn á ljettasta skeiði kól hann á báðum fót- um, en ekki vildi hann leita læknis. Var hann sífelt á ferli og ljet tærnar grotna af sjer. Einu sinni kom maður að hon- um, þar sem hann sat á rúmi sinu og var að klípa af sjer tærnar með nagl- bít. Tík eina átti hann og fleygði hann tánum í hana jafnharðan og hann kleip þær af sjer. ,,Hví lætur þú tíkina ela af þjer tærnar?" spurði maðurinn. — Hallgrimur helt að þessi óþverri væri ekki of góður í hana. Svo ljet hann tíkina sleikja sárin og engin ilska kom í þau. Allar tærnar misti hann og greri fyrir stúfana. (Sögn Stefáns Filippus- sonar).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.