Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 47 f » gripir og hestar til slátrunar. Svo liggur leiðin um Grantham og Stamford og undir kvöld hinn 7. júlí sje jeg hylla undir London. Jeg fekk þar inni í Hotel Wind- sor House í miðri borginni, ná- lægt Victoríu-járnbrautarstöðinni. Og þótt jeg sje þreyttur eftir langa og erfiða dagleið, fer jeg samt um kvöldið út á Strand að skoða í glugga og sjá verksummerki eftir stríðið. En jeg sá lítið, enda er London stór borg, með um 3 miljón ir íbúa. baðstaðanna í Margate og Dover. Hjer er mjög fallegt landslag og hjer eru akrar miklu fallegri en í Skotlandi. Meðfram veginum eru fagrar rauðar rósir og víða eru hjer fallegir ávaxtagarðar með jarðar- berjum og blómum. Á einum stað sá jeg skógarhöggsmenn vera að fella trje í litlu dalverpi. Þótt vegurinn sje góður er hann heldur seinfarinn, því að landslag er hjer stórhæðótt og stundum verð jeg að ganga upp brekkurnar og teyma hjólið. En þetla var yndis- lega skemtilegur dagur. Þegar kvöld var komið fanst mjer ráð- legast að fara heim að bóndabýli og biðja um leyfi að sofa í hlöðu. En bóndi bauð mjer inn og gaf mjer mat, en konan kom með jarðarber, sem voru á stærð við hænuegg, ljúf feng og bragðgóð. Bóndi sagði mjer að jeg skyldi fara snemma á stað næsta morgun, svo að jcg misti ekki af ferjunni yfir Ermarsund, en hún færi frá Dover kl. 1. Svo bað hann mig að gæta þess vel að vill- ast ekki til Margate. Hann spurði mig hvaðan jeg væri og þegar jeg sagði honum að jeg væri frá ís- landi helt hann að það væri sama og Færeyar, og spurði hvort jeg hefði verið á togurum og jeg sagði honum að jeg hefði verið á stór- um togurum og siglt til Grimsby, Blyth og Aberdeen. Snemma morguns lagði jeg á stað til Dover, en þrátt fyrir aðvar- anir bóndans fór svo að jeg viltist. Það var vegna þess að vegurinn til Margate er miklu breiðari heldur en vegurinn til Canterbury, en jeg hafði altaf gætt þess að fara aðal- veginn. Það varð mjer tiíháþþs áð (Tvo daga stóð höfundur við í London og skoðaði þar ýmislcgt markvcrt, svo söm vaxmyndasafn- ið frœga, Pálskirkjuna, „Big Bcn“ klukkuna miklu, minnismcrki Nel- sons á TrafaJgaisquare, málverka- safnið „National Gallcry of Art“, hinar miklu brýr yfir Thames- fljotið og umferðina á fljótinu og margt annuð). ÞECiAlí jcg fór nú að athuga fjár- ráð mín, komst jeg að þeirri nið- urstöðu, að ekki væri heppilegt fvr- ir mig að standa lengi við í Lond- on. Jeg lagði því á stað suður eftir Englatidi í besta veðri og glaða sólskini Var þó 33 sliga hiti ó Celsi- us. Fjöldi iólks var a hjólum hjer a veginum, og var það að fara til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.