Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 10
54 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS uðs Guiliano. Morguninn eftir brá svo við, að um allar götur Róma- borgar höfðu verið festar upp aug- lýsingar þar sem heitið var 5 milj- óna líra verðlaunum hverjum þeim, sem gaeti handtekið Scelba. Auglýsingarnar voru undirritaðar af Guiliano. í síðastliðnum apríl sagði Guili- ano ítölsku stjórninni formlega stríð á hendur. Jafnframt skipaði hann öllum embættismönnum, lög- reglumönnum og hermönnum að hypja sig burt af sínu landsvæði, sem hann nefnir „Guilianos Zone“. Er það 100 fermílna svæði norð- vestan á eynni. Tveir hermenn ljetu þessa fyrirskipun sem vind um eyrun þjóta. En þeir voru báð- ir skotnir, flettir klæðum og skrokk unum kastað á þjóðbraut öðrum til viðvörunar. Upp frá þessu hefir svo viðureignin harðnað. Er mælt að árið sem leið hafi Guiliano drepið 80 lögreglumenn og sært mörg hundruð, en aðeins mist 5 menn sjálfur í viðureigninni. Þótt undarlegt kunni að virðast er Guiliano svarinn óvinur komm- únista og telur þá fjandmenn al- þýðunnar. Rjett fyrir kosningarn- ar 1948 rjeðist flokkurinn á aðal- stöðvar kommúnista í Palermo og nærliggjandi hjeruðum, ljet þar greipar sópa og rak kommúnista burtu. Einu sinni tóku yfirvöldin móður hans og systur og settu þær í fang- elsi. Guiliano svaraði með því að skora á tíu ráðherrana að ganga á hólm við sig, vopnaða marg- hleypum. Hann hjet því, að ef . hann felli, þá skyldi óaldarflokk- ur sinn leystur upp, en ef hann feldi alla ráðherrana, þá skyldi hann einn ráða yfir allri Sikiley. Hólmgönguáskoruninni var aldrei svarað, en í þess stað voru 1750 þaulæfðar skyttur sendar á stað til þess að ráða niðurlögum hans. ----------------o---- Margar eru sögurnar, sem ganga af hryðjuverkum Guiliano, en þó eru hinar líklega fleiri, sem ganga af ástaræfintýrum hans. Allar stúlkur eru bandvitlausar eftir honum, jafnt bændadætur sem að- alsmannadætur. í belti sínu ber hann altaf mynd ástmeyjar sinn- ar sem verndargrip, en það er sagt að hann skifti um mynd svona ann- an hvern dag. Og talið er að fleiri eigi um sárt að binda vegna trygð- rofa hans, heldur en vegna mann- drápanna. Einu sinni rændi hann greifadóttur og hafði hana í haldi í helli þangað til lausnargjald henn- ar var greitt. En ekki var hún fyr komin heim en hún strauk og lagði á stað fótgangandi upp í fjöllin til þess að reyna að komast til hans aftur. En hún rataði ekki og eftir tvo sólarhringa varð hún að gefast upp og snúa heimleiðis aftur. Ekki fór betur fyrir sænsku blaðakonunni Mariu Cyliacus. Hún var send út af örkinni til þess að ná fundi Giuliano og hafa tal af honum. Það tókst. En í stað þess að senda blaði sínu lýsingu á harð- svíruðum óbótamanni, eins og bú- ist var við, sendi hún grein, sem var brennandi af hrifningu: „Giuliano er glæsilegasti maður- inn í Evrópu", sagði hún. „Hann er framúrskarandi fallegur, með tindrandi tinnusvört augu og hrokkið hár. Hann er hinn sanni karlmaður hvar sem á hann er lit- ið, sterkur, einbeittur og stæltur. Hann vill miðla auði, taka frá þeim ríku handa þeim fátæku. Jeg varð svo hrifin af honum, að jeg hefði helst viljað vera hjá honum og þola með honum blítt og strítt“. Blaðinu blöskraði þetta og sendi henni ávítur fyrir. Hún ljet sjer það í ljettu rúmi liggja og ætlaði að fara til hans Giuliano síns. Á leiðinni tóku varðmenn hana fasta og settu hana í »angelsi. Henni tókst að strjúka þaðan, og lagði enn á stað upp í fjöllin. Aftur var hún 'gripin og nú var henni blátt áfram vísað úr landi. -----o---- Margt hefir verið reynt til þess að sverta Giuliano í augum ítalskr- ar alþýðu. Meðal annars ljet stjórn- in gera stóra kvikmynd, sem köll- uð var „í laganna nafni". í þess- ari mynd var sýndur hryðjuverRa- ferill Giuliano og var ekki dregin fjöður yfir neitt. Sagði frjettarit- ari franska blaðsins „Franktire- ur“ að myndin væri framúrskar- andi eðlileg og sýndi glæpaferil óaldarflokksins og líf þeirra í fjöll- unum. En myndin hafði ekki þau áhrif, sem stjórnin hafði ætlast til. Al- menningur kunni sjer ekki læti af fögnuði og hrópaði stöðugt í hriín- ingu: „Giuliano! Giuliano!“ Og eftir sýningar var það jafnan við- kvæðið: „Myndin er ágæt, en Giuliano sjálfur er þó miklu betri“. Kviksögur hafa gengið um bað að Giuliano ætli sjer að verða aðal- foringi fasista á Ítalíu. Og þrátt fyrir það þótt hann sje stigamað- ur og ríkið hafi lagt fje til höfuðs honum þá hafa menn svo mikið álit á honum að bæði hægrimenn og vinstrimenn reyndu að fá hann til fylgis við sig fyrir seinustu kosn- ingar. Sumir halda að Giuliano ætli sjer að verða konungur yfir Sikil- ey, en það er víst misskilningur, sprottinn af því að bændur þar hylla hann við hvert tækifæri og hrópa: „Lengi lifi Giuliano! Giuli- ano á að verða forseti Ítalíu!" Hann slær sjálfur á gaman þeg- ar minst er á slíkt við hann og segir þá: „Það er nú svona og svona að vera stigamaður — en forseti, nei, það eru takmörk fyrir því hvað stigamaður getur látið sjer sæma.“ (Úr frönskum blöðum).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.