Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1950, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1950, Page 4
112 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS strætis. Hús þetta var þrílyft timb- urhús, nýbyggt og eign Th. Thor- steinssonar kaupmanns. Brann það niður á skömmum tíma og bjarg- aðist lítið sem ekkert þaðan út. HanctaiiPósthússtrætis var þá versl unarhús /,Godthaab“. Náði eldur- inn því og brann það til grunna. Ógerningur var að komast að eld- inum 'Austurstrætismegin, því eld- hafið lagði yfir götuna og hitinn óbaérrlegúr. Barst eldurinn því bráðlegá í Húsin norðan Austur- strætis, Landsbankann á horninu og næsta hús þar vestur af, en þar voru tíl húsa Nathan & Olsen og EgiB Jacobsen og þar vestar kjöt- búð Gþnnars Gunnarssonar. Þá brann svökallað Herdísarhús er var næst I^ótel Reykjavík að vestan, eða þár sem yerslunarhús Ragnars Blöhdal er.nú. Var eldurinn stöðv- aður í Austurstræti að sunnan við nr. 8 (ísafoldj, en þar var sund á mllli, húsa og svokallaður „brand- gafl“ Var segl breitt þar á og dælt stöðúgt vatni. Norðan Austurstræt- is var eldurinn stöðvaður við hús Ólafs Sveinssonar nr. 7, þar sem nú er Búnaðarbankinn. Enn breiddist eldurinn út til Hafnarstrætis, og í Edinborgarhús- in tvö og hús Gunnars Gunnarsson- ar. Á horni Pósthússtrætis var ný- legt hús, Ingólfshvoll, er enn stend ur. Þar kviknaði í þaki og brann mikið af efstu hæð, en var þá slökt. Voru þá 10 hús brunnin niður í grunn og það ellefta, Ingólfshvoll, stórskemt. Útveggir Landsbankans stóðu að vísu enn, enda voru þeir úr steini. Um tíma kviknaði og oft í hinu nýja Pósthúsi, en þar tókst að síökkva áður en verulegar skemdir yrðu. Eldhafið var ægilegt á að líta og geta menn gert sjer í hugarlund af myndum þeim, sem til eru af bruna þessum, hversu geysilegur eldurinn hefur veriðj. enda sást hann greini- lega til Keflavíkur og Hafnarfjarð- ar, enda boðin hjálp þaðan, en kom of seint. Þá komu og skip af hafi til hjálpar. Var það enskt kaup- skip, vopnað, og dró það fána í hálfa stöng til samúðarmerkis. — Hitt skipið var eftirlitsskipið Geir og lánaði það vjeldælu, htla, til notkunar við slökkvistarfið. Öll áhersla var nú lögð á að stöðva útbreiðslu eldsins frá því, sem orðið var, því auðsjeð var að ekki þýddi að reyna að slökkva í húsum þeim, er þegar brunnu. — Kom jafnvel til mála að sprengja upp og rífa hús þau, er þóttu í mestri hættu. Var þó horfið frá því ráði, enda tókst nú að halda eld- inum í skefjum. Eitt af húsum þeim, er reynt var að ráði til að slökkva í, var Ing- ólfshvoll. Var það nýlegt steinhús, bygt 1903 og átti það Guðjón Sig- urðsson úrsmiður, faðir Gunnars skipamiðlara í Reykjavík. Kvikn- að var í efstu hæð og þótti reyn- andi að koma slöngum upp á þak- ið og freista að slökkva í því. Var þá reistur stigi upp við húsið, en hann reyndist of stuttur. Var Guð- jón staddur við húsið og áhugasam- ur um að tækist að bjarga húsinu, sem vonlegt var. Matthías Þórðar- son, þjóðminjavörður var og stadd- ur þarna. Segist honum svo frá að Guðjón hafi talið að nauðsynlegt væri að koma slöngu upp á þakið og eina leiðin til þess væri að fara upp á þak í gegnum húsið. Ætlaði hann þá strax að láta til skarar skríða og leggja af stað. Matthías þóttist vita að lífshætta væri hverj um manni að reyna slíkt og helt því í Guðjón, og hugðist varna hon- um að fara. Hafði Guðjón þá rifið sig af honum og sagt sem svo að hann rjeði líklegast sjálfur hvað hann tæki sjer fyrir hendur í sínu eigin húsi. Hljóp hann síðan inn í brennandi húsið. Segir í einu af dagblöðum bæjarins frá þeim tíma að Geir Sigurðsson, skipstjóri, hafi hlaupið á eftir honum, en orðið að hverfa frá við efstu hæð vegna elds og reyks. Guðjón fórst þarna í eldinum og þótti það mannskaði mikill. Mun hann hafa kafnað og fannst lík hans við kvistglugga á þakhæð, lítið eða ekkert brunnið, er tekist hafði að slökkva í húsinu. Guðjón var vel efnaður maður og mælti hann svo fyrir í erfðaskrá sinni að mestur hluti eigna sinna skyldi renna í sjóð til eflingar tónlistarlífi í bæn- um. Hefur honum að vonum þótt það nokkuð fábreytt í höfuðstað landsins. Eldurinn dvínaði nú hvað af hverju, enda tókst að hefta út- breiðslu hans við það er orðið var og segir G. Olsen síðar að það hafi verið sannkallað kraftaverk. Log- aði þó í rústunum í marga daga á eftir. Rask mikið komst á bæar- lífið við bruna þennan, enda var þetta aðal verslunarhverfi bæarins. íbúðir voru ekki margar í þessum húsum, aðeins í Hótel Reykjavík og Ingólfshvoli, að jeg held, og var það bót í böli, því húsnæðisleysið var, einnig þá, mikið í bænum. Skaðinn, sem vátryggingarfjelög in urðu fyrir var síðar áætlaður %—1 miljón króna, sem þá var mikið fje, en flest af því er brann virðist hafa verið vátryggt að und- anskildu Hótel Reykjavík og inn- búi þar. Einnig eitthvað af vörum hjá Gunnari Gunnarssyni. Fyrir- tæki þau, sem í húsum þessum voru. urðu skiljanlega fyrir miklu tjóni þótt vátrygt væri, en þó var töluverðu bjargað úr húsunum, sem síðast brunnu og einhverju af skjölum úr skápum, sem áttu að vera eldtraustir, en reyndust mis- jafnlega. Samúðarskeyti barst frá konungi til ráðherra á þessa leið: „Jeg bið yður að votta djúpa samúð mína út af hinu alvarlega slysi, er hent hefur Reykjavíkurbæ. — Chr. R.“ i • ’ " :

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.