Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1950, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
119
hnjaskinu. En mikill varð fögnuð-
urinn hjá Wahgi-mönnum þegar
þeir sáu kindurnar og fengu að
taka á móti þeim úr flugvjelinni.
Þeir voru alveg eins og börn og
kunnu sjer ekki læti og vildu helst
allir klappa kindunum og kjá við
þær.
Nú eru þessar 1000 kindur komn-
ar fyrir nokkru til Wahgi og þrífast
þar vel. Kostnaðurinn við að koma
þeim þangað reyndist 60 dollarar
á hverja kind. En það á ekki að
selja þær. Fyrst á að kenna Wahgi-
mönnum að fara með þær, halda
þeim til beitar og hirða af beim
ullina. Þegar þeir hafa komist upp
á það, fá þeir kindur gefins og eiga
að koma upp fjárstofni fyrir sjálfa
sig. * ! •'* • -
Grasið, sem vex þarna á hásliett-
unr.i, er nokkuð einhæft og stíft. En
til þess að gera jarðargróðann fjöl-
breyttari og betri fyrir fjeð, hefur
verið sáð þar smára og alfalfa í
stórum stíl, og vona menn að það
breiðist út um alt.
Hallström kom til Kerowagi, en
svo nefnist trúboðsstöð þar sem að-
al flugvöllurinn er, þegar er fjár-
flutningunum var lokið. Höfðingj-
arnir tóku á móti honum með kost-
um og kynjum til þess að þakka
honum fyrir veglyndi hans og þeir
buðust til þess hver um annan þver
-an að höggva af sjer fingur í virð-
ingarskyni við hann, eða þá að
Idippa af sjer eyrun. Það var í
þeirra augum hámark kurteisi og
þakklætis.
HELLSTRÖM er iðnrekandi og
náttúrufræðingur. Hann er m. a.
formaður dýragarðsins í Sydney.
Nú ætlar hann sjer að koma upp
dálitlum dýragarði í Noudugl, einni
Wahgi-bygðinni og safna þar sam-
an fásjeðum dýrum og fuglum, sem
eru á Nýu Guineu, og selja svo til
dýragarða út um heim.
Hann hefur og fleiri gróðavegi á
prjónunum. Á þessum slóðum vaxa
ýmsar dýrmætar viðartegundir
Hann hefur látið fella trjen og flutt
viðinn með flugvjelunum til Ástra-
líu. Fyrst ljet hann Wahgi-menn
höggva viðinn með öxum, en nú
hefur hann fengið þeim vjelsagir
til þess og komust þeir fljótt upp
á að nota þær, og eins ýmis önnur
vjelknúin tæki, sem þeim hafa ver-
ið fengin í hendur, þar á meðal
„traktora“ og aðrar búskaparvjelar,
til að rækta landið.
Þegar fram í sækir gerir hann
ráð fyrir að þarna verði ræktað
kaffi og te og ýmsar fleiri vörur,
sem Wahgi-menn geti flutt út og
hagnast á.
BLOOD hefur sest að í Nondugl til
þess að sjá um fjárræktina. Hafa
þeir fjelagar fengið þar 500 ekrur
iands til umráða.
Það varð uppi fjöður og fit í þorp
inu, er það frjettist að kona Bloods
og tvö börn væri væntanleg þang-
að. Þorpsbúar komu allir í sjálf-
boðavinnu til þess að byggja hús
handa þeim og það gekk bæði fljótt
og vel. Engin orð fá lýst hrifn-
ingu þeirra þegar þeir sáu yngra
barnið, sem var hvítvoðungur. All-
ir vildu gæla við það og leika sier
að því. Aðra eins „konungs ger-
semi“ höfðu þeir aldrei sjeð á ævi
sinni. Þeir voru einnig mjög hrifnir
þegar þeir sáu stóra brúðu. Þeim
fanst hún vera ímynd barnsins. En
er þeir handljeku brúðuna og hún
rendi til augunum, greip þá skelf-
ing og flýði hver sem fætur tog-
uðu. Þeir heldu að illur andi væri
kominn í ímynd barnsins.
EINS og fyr er sagt eru Wahgi-
búar fjölkvænismenn og hefur
hvorki kristniboð nje yfirvöld af-
máð það. Venjulegast ráða foreldr-
ar giftingum barna sinna, en þó
dregur ungt fólk sig saman þar.
Skeður það einkum á hinum svo-
Ncfjadans.
kölluðu dansleikum þeirra, en þeir
eru all einkennilegir í augum
hvítra manna. Unga fólkið safnast
saman í samkomuhúsi og sest þar
í hvirfing, karlmaður og kona sam-
an. Svo er trumba slegin, en fólk-
ið rær eftir hljóðfallinu og nuddar-
saman nefjum. Þykir það dvrleg
skemtun, þótt tilbreytingarlaus sje.
Umsjónarkona er þar og sjer hún
um það að karlmennirnir skifti um
stað í hringnum, svo að þeir sje
ekki altaf með sömu stúlkunni. Á
þessum samkomum velja menn sjer
maka, en það er þó ekki einhlítt.
Piltarnir verða að geta greitt það
verð, er foreldrar heimta fyrir
stúlkurnar.Venjulegt brúðarverð er
4—6 grísir, eða álíka margar falleg-
ar skeljar. Nú má búast við því
í framtíðinni að konur verði keypt-
ar fyrir sauðfje. — Brúðguminn
fer fyrst með brúði sína heim til
foreldra sinna og er hún þar þang-
að til hann hefur bygt sjer hús.
MIKIÐ hefur breyst í Wahgi siðan
hvítir menn komu þangað. Nú ber-
ast menn ekki á banaspjót lengur,
heldur ríkir friður meðal allra kyn-
kvíslanna. Undir umsjá nýlendu-
stjórnar Ástralíu fara hinir inn-
fæddu höfðingjar með öll völd, eins