Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 115 steinn var orðinn smeikur um að hann mundi ekki fá sitt hjá presti. En hann vissi að sjera Bjarni átti jörð í Lundarreykjadal í Borgar- fjarðarsýslu, og fekk prest til að selja sjer hana og borgaði þá í pen- ingum það sem upp á vantaði áð skuldin hrykki fyrir jörðinni. Aldrei hafði Þorsteinn lært að draga til stafs nje reikna og varð hann því að Ieggja öll viðskifti sín á minnið og reikna í huganum með eigin aðferð. Hann hafði þó í fór- um sínum mikið af blaðasneplum, sem hann setti á einhver merki, er enginn gat botnað í nema hann sjálfur. Það var bókhald hans og hefur það sennilega dugað honum ásamt stálminni. Aldrei heyrðist þess getið að honum skjöplaðist í skuldheimtu, nje að neinn ágrein- ingur yrði út af því fje, sem hann átti á leigustöðum. Einu sinni kom það fyrir að ull hækkaði skyndilega í verði, komst upp í kr. 1,25 pundið að mig minn- ir. Urðu menn því sárfegnir. En ekki stóð það nema árið. Næsta ár fell ullin aftur í verði. Það sárnaði Þorsteini og vildi hann ekki leggja sína ull í kaupstað, taldi víst að verðið mundi hækka aftur. Á þessu gekk í tvö eða þrjú ár. Þorsteinn safnaði ull sinni og fekk hana geymda á kirkjulofti. Svo hækkaði ullarverðið lítils háttar aftur og þá ætlaði Þorsteinn að selja alla sína ull. En annað hvort hefur ullin \erið óþvegin eða illa þur þegar hann kom henni fyrir til geymslu, því að þegar til átti að taka var mikið af henni fúið og ónýtt. Einu sinni rjeðist Þorsteinn ráðs -maður hjá ekkju, sem bjó undir Eyafjöllum. Hann var þar ekki nema árið. Þegar hann kom aftur heim í sveit sína var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki gifst ekkjunni og sest í bú með henni. Það sagði hann að sjer hefði orðið alt of kostnaðarsamt, það væri dýrt að búa. Á manndómsárum sínum var Þorsteinn við sjóróðra á vetrar- vertíð á Eyrarbakka og reri hjá Guðmundi ísleifssyni á Háeyri. — Þá var það eitt sinn að hann var að bera grútartunnur á handbör- um á móti öðrum manni. Börurnar brotnuðu og tunnan lenti á Þor- steini og fótbraut hann. Brotið greri en haltur varð hann upp frá því og ekki jafn fær til verka og áður. Einkennilegur var Þorsteinn að sumu leyti og kom það aðallega fram í sparsemi hans og nýtni, sem var svo mikil að hann mátti ekki sjá neitt fara til spillis, þó ekki væri annað en skóvarp, því að það var þó þvengur í því, sem mátti nota. Eina sögu tel jeg rjett að setja hjer til að sýna sparsemi Þorsteins: Hann var um nokkur ár vinnu- maður hjá Jóni Jónssyni á Núp- stað, föður Hannesar, sem nú býr þar. Þá hafði hann margt fje á kaupi sínu, enda mátti hann hafa nær ótakmarkað ær og sauði, því að alt fullorðið fje gekk þar sjálf- ala í fjöllunum. En fjölda fjár átti hann auk þess á leigustoðum eins og áður er sagt. Einu sinni sem oftar var hann sendur í kaupstað- arferð út á Eyrarbakka og var vel út búinn með nesti, brauð, smiör og ost í stórum dalli og ríflegar birgðir af hangikjöti. Þau hjónin Jón og Valgerður fóru líka í kaup- stað, en höfðu ekkert nesti með sjer, því að þau ætluðu að gista á bæum. Þau náðu Þorsteini á ein- hverjum stað, þar sem hann hafði tialdað. Var Jón þá eitthvað örlítið hýr af víni. Hann þekti vinnumann sinn og vissi hvað hann var spar- samur. Og til þess að hafa gaman að því, segir Jón við hann að koma nú með nestið, því að þau hjónin ætli að fá sjer bita hjá honum. Þorsteinn fór undan í flæmingi og benti þeim á bæi, þar sem þau gæti fengið góðgerðir, og lauk því svo að þau fengu ekkert hjá hon- um. En þegar heim kom afhenti hann húsmóður sinni nestið nær ósnert, því að sjálfur hafði hann fengið mat á bæum á leiðinni, og var hinn ánægðasti með þetta. í þessari ferð kom Þorsteinn víða við hjá skuldunautum sínum að heimta inn leigur, og þegar hann kom á Eyrarbakka var hann með sióvetling fullan að þumlum af pen -ingum. Þegar Katla gaus 1918 urðu bænd ui á útigangsjörðum að fækka fje sínu stórum. Kom það niður á Þor- steini sem öðrum og varð hann að fækka fje sínu meira en honum líkaði. En hugurinn var enn við það að láta ekki af sjer ganga. — Sagði hann mjer síðar svo frá er ]eg hitti hann á Steinsmýri í Með- allandi 1929, að hann hefði reykt mest af kjötinu og fengið gott verð fyrir. Þegar Þorsteinn var nær áttræð- ur — það var rjett fyrir seinasta stríð — veiktist hann af kraoba- meini. Var hann þá fluttur að Breiðabólstað á Síðu og dó þar. En áður en hann skildi við gaf hann af eigum sínum það er nægja mætti til þess að koma upp rafstöð á lækn ásbústaðnum. Ekki þykir mjer ótrúlegt að Half- danarheimtur hafi orðið á eigum hans, þar sem enginn stafur var fyrir neinu, en mikið af fjenu á leigustöðum. Þorsteinn var barn sinnar aldar. Fátækt og munaðarleysi haf ði hann fengið í arf. En með hyggindum, forsjálni og starfsvifja tókst honum að hafa sig upp úr fátæktinni og verða vel efnaður. Hann var hinn dagfarsprúðasti maður, aldrei ofsa- kátur og aldrei afundinn. Aldrei reiddist hann og aldrei hrökk hon- um blótsyrði. Kom hann sjer því alls staðar vel og átti fáa eða enga öfundarmenn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.