Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1950, Blaðsíða 10
118 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Bananstöngull var lagður undir höfuðið. Skeljar hans og skraut var lagt við hlið hans. Hendurnar voru krosslagðar á brjóstinu. Síðan nett- ist fólkið í hring umhverfis líkið, konur og börn næst, en karlmenn utar. Og nú hófu allir upp hljóð og kveinstafi til þess að láta í ljós sorg sína. Á þessu gekk langt fram á nótt. Menn úr næstu þorpum komu þá oft til að samhryggjast og færðu syrgjendunum gjafir. Þegar nóg þótti komið af kveinstöíunum, var likið tekið og sett sitjandi niður í gröf sína. Þá voru allar skeljarnar biotnar og skrautið tætt sundur og þessu kastað niður í gröfina. Síðan var moíd^mokað á og seinast borið grjót á, svo að svínin tættu ekki upp leiðið. Kona eða konur hins framliðna, sýndu þá söknuð sinn enn betur með því, að þær hjuggu af sjer einn fingur og bundu um sárið með bananablöðum. Því var það, að ein kona, sem hafði fylgt fjórum mönnum sínum til grafar, átti ekki eftir nema þumalfingur á hægri hendi. Eftir þessa sorgarsiði iór svo allur hópurinn til heimilis hins framliðna og þar var slegið upp mikilli veislu. ÞANNIG var þá þetta fólk, sem áströlsku vísindamennirnir fundu á þessum slóðum. Skömmu á eftir vísindamönnun- um komu svo trúboðar og settust að á Wahgi-sljettunni til þess að kenna þessum frumstæðu mönnum kristni pg góða siðu. Það var þó ekki jafn auðvelt og þeir hugðu, því að þarna voru talaðar fjórar mállýskur svo ólíkar öðrum tungu- málum og erfiðar viðfangs, að eng- um hvítum manni hefur enn tekist að læra þær til fullnustu. Hitt bætti úr skrák, að frumbyggjarnir voru fljótir að læra „pidgin"-ensku, og hefur hún orðið að duga til þess að hvítir menn og frumbyggjarnir gæti talast við og gért sig skiljan- lega. Svo kom stríðið. Japanar ijeð- ust inn í Nýu-Guineu með báli og brandi. Flugvjelar þeirra spúðu eitri og aldurnari yfir strandbygð- irnar og flugu inn yfir fjöllin. Þá komust Wahgi-búar fyrst í kynni við skotvopn og hvernig „menn- ingarþjóðir" heya styrjaldir. Það var mjög ólíkt því, sem þeir hofðu vanist. En þangað barst þá líka drepsótt með Japönum, og íellu þúsundir manna í valinn áður en Ameríkumenn komust þangað og gátu stöðvað pestina með sulfa- lyfjum. i VEGNA þess að áður var kunn- ugt um landslag í Wahgi, sendu bandamenn þangað flugvjelar með lið og hergögn. Flugvjelarnar gátu lent á sljettum grundum og síðan var farið að gera þar flugvelli. — Japanskt herlið komst aldrei svo neinu næmi yfir fjöllin og þess vegna voru ekki miklir bardagar háðir þarna á sljettunni. En þaðan sóttu bandamenn niður til stranda og komu Japönum þar í opna skjöldu. Svo var það einu sinni að ástr- alskur liðsforingi, sem Ned Blood heitir, kom til Wahgi. — Honum blöskraði að sjá hinar grasi grónu sljettur þar ónotaðar og honum kom þegar til hugar að þarna mætti hafa mikla kvikfjárrækt, bæði ^auð íje og nautgripi. Þegar stríðinu var lokið fekk hann ástralskan mann, E. J L. Hallström, í lið við sig til þess að flytja sauðfje til Wahgi og kenna íbúunum sauðf járrækt. Hann sýndi Hallström fram á að með bessu eina móti væri hægt að bjarga bjóð flokkinum þar frá því, að menn- íngin tortímdi honum, er hún heldi innreið sína í Wahgi. Hann benti á það, að íbúarnir hefði nú ekkert annað en bastþræði til klæðagerð- ar og þeir yrði að kynda elda allar nætur í kofum sínum til þess að drepast ekki úr kulda. Þeim væri því nauðsyn á hlýum fötum, og þau gæti þeir fengið úr ull. Veiði- skapur væri nú mjög á þrotum, en þeir þyrfti ekki að hugsa um veið- ar þegar þeir gæti fengið nóg sauðakjöt. Heilsufar þeirra mundi mikið batna, aðbúnaður allur breyt ast, og lifnaðarhættir mundu ósjálf rátt taka framförum með kvikfjár- ræktinni. Jafnframt væri svo bægt að kenna þeim að rækta jörðina og nota til þess nýtísku verkfæri. — Blood sá í anda frumbyggjana þarna, er enn voru að mestu leyti á steinaldarstigi, hlaupa yfir reynslu margra alda og taka upp nýtísku búnaðarhætti. Og það væri þeim besta vörnin gegn því, að hvítir landnemar settust þarna að, sösluðu undir sig landið þeirra og gerðu þá sjálfa að hornrekum og ofurselda tortímingu eins og sumar sðrar frumstæðar þjóðir. Hallström var þegar hrifinn af hugmyndinni og lagði fram stórfje til að framkvæma hana. Miklir örð- ugleikar voru þó á því vegna bess að ekki var hægt að flytja fjeð þangað öðru vísi en með flugvjel- um, og vissi enginn hvernig sá flutn ingur mundi ganga, hvort kindurn- ar þyldu þá meðferð, því að flug- leiðin er um 2000 mílur enskar. Samt sem áður keyptu þeir 1000 fjár af ensku kyni og svo lagði fyrsta flugvjelin á stað með 60 kindur til reynslu. Þær voru allar bundnar og látnar liggja á hryggn- um hlið við hlið í flugvjelinni. Wahgi-mönnum var sagt á hverju þeir mætti eiga von, en kindur höfðu þeir aldrei sjeð og aldrei heyrt nefndar fyr, og gátu því ekki gert sjer neina hugmynd um hvern ig þær væru, þótt þeim væri ýtar- lega lýst. — Svo kom flugvjelin. Ferðin hafði gengið ágætlega og fjeð hafði ekki látið neitt á sjá af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.