Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1950, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1950, Side 14
LESBOK MORG U N BLAÐSLN S f 122 r þau lög, er syngja skyldi við „hús- vitjanirnar“. Helstu lögin voru þessi: „Ljómar dagur í austurátt“, „Á stað burt í fjarlægð“, ,Svo ríddu þá með mjer á Sólheima- sand“ og „Öxar við ána“ eftir að það lag kom (1886). En auk þess var til vonar og vara æft eitt lag, er syngja skyldi til óvirðingar þeim er kynni að taka illa á móti gest- unum eða láta þá synjandi frá sjer fara. Það var: „Hjer eru blessuð börnin frönsk.“ Þá kostaði það ekki lítið unastang, erfiði og úrlausnargáfu að koma upp þeim einkennisbúningum, sem göngumenn áttu að vera í. Enginn fekk að „marchera“ nema hann væri í einkennisbúningi og með vopn. Ekki kom til mála að kaupa einkennisbúninga. Það hefði orðið skrítið upplitið á foreldrunum, ef drengirnir hefði farið fram á að fá peninga til þess. Hjer varð að bjargast við sín eigin föt og skreyta þau, en við það varð þó ærinn kostnaður. Þá höfðu drengir ekki fulla vasa af peningum eins og nú, og aðstandendur þeirra máttu varla sjá af 25 aurum, hvað þá meira. Fyrir 25 aura gátu þeir fengið tvær vænar ýsur eða 3—4 potta af mjólk. En við þetta tækifæri mátti þó ekki horfa í aurana, því að vonandi var að drengirnir kæmi miklu ríkari heim aftur. Þegar aurarnir voru fengnir þustu drengirnir upp í Bankastræti til Sigurðar Kristjánssonar og keyptu þar alla vega mislitan papp- ír til skreytinganna. Örkin kostaði 3 aura, en það var ekki gljápappír, eins og hjá Sigfúsi Eymundssyni. Gljápappírinn þótti of dýr, örkin af honum kostaði víst 5 aura. En svo var líka til gullpappír og silfur- pappír og kostaði örkin 10 aura. Af honum várð að kaupa eitthvað svo- lítið trl þess að skreyta formgjana og trl þess að hafa í virðingarmerki ^ L(orður). _____________ Svo var farið með pappírinn og fötin heim til Margrjetar Pálsdótt- ur, móður Magnúsar Magnússonar skipstjóra. Hún útbjó alla einkenn- isbúningana, klipti mislita pappír- inn niður og saumaði hann á fötin og húfurnar og gekk frá öðru skrauti. Fekk hún 25 aura fyrir hvern búning, en þeir voru rtiargir og hafði hún víst nóg að gera við þetta um mánaðartíma. Einkennisbúningarnir voru þann -ig: Gulur borði var saumaður á bux- urnar utan fótar, ofan frá mjöðm og niður úr. Á jakkakraga var saum aður tvílitur borði, gulur og blár. Riddaraband blátt, og um 3 þuml- unga breitt, var yfir öxl og niður á mjöðm. Á öxlum voru skúfar tví- litir og með kögri. Blátt belti var um miðju, en á brjósti margar orð- ur, sem áttu að líkjast Dannebrogs- orðunni. Húfurnar voru „kaskeiti“ og saumaður á gjörðina þrílitur borði, gulur, blár og rauður, en framan í stjarna mikil. Aftur á móti voru foringjar með þrístrend- an hatt á höfði og varð jafnan að sauma hann. Neðst á honum var logagyltur borði, en upp úr hon- um geisi mikill hvítur skúfur. Á ermum voru þrílit bönd, gul, blá og rauð. Allir þurftu drengirnir að hafa vopn. Flestir höfðu heljarmikil trje -sverð, er hinir og aðrir smíðuðu fyrir þá, og til þess að gera þá sjálfa vígmannlegri og sverðin ægi- legri, voru eggjarnar málaðar eld- rauðar. Sumir höfðu gaddakylfu með 13 göddum, og var það eigi síður ægilegt vopn. Öllum þessum undirbúningi þurfti að vera lokið á sunnudag. Var þá tilhlökkun mikil og er ekki víst að öllum hafi orðið svcfnsamt um nóttina. En sncmma var farið á fætur, þvi að gangan átti að hef j- ast klukkan. 7 og það var um að gera að vera ekla á eftir öðrum flokkum, því að venjulega fengu þeir mestár óg bestar gjafir er fyrstir komu á hvern stað. Að vísu gáfu menn altaf eitthvað, þótt margir kæmi flokkarnir, hver á eftir öðrum. ÞEGAR hver flokkur hafði heimt alla sína menn, var lagt á stað. Gengu saman tveir og tveir, en foringinn rak lestina. Á eftir hverj- um flokk kom hópur yngri drengja sem ekki voru liðtækir, en fengu þó þann heiður að fylgja flokkn- um og bera fyrir hann poka undir gjafirnar. Voru það venjulega hvít koddaver. Hinum yngri þótti mikil virðing að því að bera pokana, eink -um þegar í þá bættist og þeir fóru að þyngjast. Mikið kapp var um það hver yrði fyrstur upp í Latínuskólann, því að Jón Þorkelsson rektor gaf altaf peninga, og þeim mest -er fyrstur kom. Fekk fyrsti flokkurinn krónu og þótti það höfðinglegt, en næstu flokkar fengu 50 aura eða 25. Sá flokkurinn, er fyrstur varð, rauk þegar upp á loft í Latínuskólanum og byrjaði að syngja. Bar þá stund- um svo við að rektor var ekki klæddur. En það var engin misk- unn hjá drengjunum. Ef þeim þótti koma hans dragast of Iengi byrjuðu þeir að berja sverðunum niður í gólfið svo að glumdi við í húsinu. Kom þá rektor fram, þakkaði þeim fyrir komuna og rjetti þeim krónu. Svo ruddist flokkurinn niður aftur og bar þá stundum svo við að hann mætti öðrum flokki og varð þar fátt um kveðjur og stundum hnipp- ingar, en ekki dugði að eyða tíman- um í illindi, hann var alt of dýr- mætur til þess. Svo var sungið niðri fyrir þann kennara, sem þar bjó, en hann var ekki jafn rausnarleg- ur og rektor. Þá voru venjulega margir flokkar komnír að skólan- um. Svo var íarið niður í Lækjar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.