Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1950, Síða 6
114
LESBOK MOKGUNBLAÐSít'iö
EINN ÁF
MIG langar til að segja nokkuð frá
merkilegum manni, sem jeg kynt-
ist á uppvaxtarárum mínum.
Þorsteinn ríki var hann altaf
kalfaður og var Skaftfellingur. —
Talinn var hann sonur Ásgríms á
Heiðarseli á Síðu, en almannaróm-
ur sagði hann son Erasmusar á
Botnum í Meðallandi og kipti Þor-
steini frekar í það kyn. Hann var
vel á sig kominn, stiltur og orðvar
og hið mesta prúðmenni í allri
framgöngu, þótt eigi klæddist hann
viðhafnarklæðum. Aldrei var hann
við kvenmann kendur og alla ævi
í vinnumensku, nema ár og ár
þegar hann þóttist þurfa að vera
Sennilegt er að stöðva hefði mátt
bruna þennan fyr en raun varð á
ef slökkvilið bæarins hefði verið
betur skipulagt og hefði haft öðr-
um og betri tækjum á að skipa og
má í því sambandi minna á Hótel
íslands brunann. Voru skilyrði til
slökkvistarfs við þann bruna að
öllu leyti mikið verri, en í þetta
skifti, en þó tókst að verja öll nær-
liggjandi hús. Álit mitt er þó, að
slíkur bruni sem þessi, sje ekki
með öllu óhugsanlegur enn þann
dag í dag í hinum eldri hverfum
bæarins, en þar mætti margt gera
til úrbóta með litlum tilkostnaði,
ef rjett væri á haldið.
Læt jeg svo útrætt um atburð
þennan, en hann mun mesti bruni
er á íslandi hefur orðið til þessa
dags. Vil jeg að lokum geta þess að
heimildir mínar eru að mestu rjett-
arskýrslur frá þeim tíma og dag-
blöð bæarins að nokkru leyti.
GOMLU
lausari við til þess að geta ráðstaf-
a.ð eignum sínum, því að víða stóð
fje hans fótum.
Menn munu nú spyrja hvernig
óbreyttur vinnumaður hafi farið að
því að safna auði, hvort hann hafi
erft mikið?
Nei, Þorsteinn erfði ekki neitt.
Fram að 10 ára aldri var hann að
einhverju leyti á sveitinni, og átti
þá víst ekki sjö dagana sæla fremur
en aðrir hreppsómagar. En upp úr
því rjeðist hann smaladrengur hjá
Þórarni á Seljalandi í Fljótshverfi.
Kom hann til Þórarins slyppur og
snauður, eins og nærri má geta.
En þá þegar um vorið gaf Þórar-
inn honum lamb, gráa gimbur, sem
varð grundvöllurinn að auði Þor-
steins.
Nú segir næst frá því er Þórar-
inn bjóst að fara kaupstaðarferðina
næsta sumar. Þá átti Þorsteinn reif-
ið af henni Gránu sinni og nokkuð
af upptíningi. Bað hann Þórarinn
að versla með þetta fyrir sig. Þór-
arinn spurði hvað hann ætti að
kaupa fyrir ullina, hvort hann vildi
ekki helst fá sykur og brauð. Nei,
ekki vildi Þorsteinn það, hann vildi
fé munntóbak. Þórarinn Ijet það
eftir honum og færði honum rull-
una. Ekki veit jeg hvað það hefur
verið mikið, varla meira en eitt
pund. En það hafði glaðnað yfir
Þorsteini er hann tók við tóbakinu
og stakk hann því niður í rúmjð
sitt til fóta. Þarna geymdi hann það
þsngað til næsta vor. Þá fóru karl-
arnir í kring að verða tóbakslitlir.
Vissu þeir að Þorsteinn lumaði á
þessu og komu nú til hans og báðu
hann blessaðan að selja sjer, þótt
ÖLDINNI
ekki væri nema svo sem stutt-
spönn. Þorsteinn brytjaði tóbakið
smátt, en seldi dýrt. Hagnaðist
honn svo vel á þessu að hann gat
keypt sjer kind. Helt hann svo á-
fram uppteknum hætti að kaupa
tóbak fyrir ullina sína og selja aft-
ur Smám saman jókst fjáreign
hans og ullin varð svo mikil að
ekki þýddi að kaupa tóbak ein-
göngu fyrir hana. Sá hann þá að
kaffi og sykúr gat líka veldð góð
eign í vorharðindum. Þannig brask
aði hann og jók stöðugt fjáreign
sína.
Þegar er hann hafði aldur og
þroska til, rjeðist hann í vinnu-
mensku. Vildu allir hafa hann fyrir
vinnumann, því að hann var dug-
legur, húsbóndahollur og trúr. —
Hann setti það jafnan upp að fá
að hafa fje á kaupi sínu. Þótti hon-
um það betra en peningar, því að
peninga var þá ekki hægt að á-
vaxta. Þegar hann eignaðist nú
fieira fje en hann gat haft á kaupi
sínu, kom hann lömbum fyrir í
fóður og borgaði með þeim, eða
þá að hann ljet lamb með lambi.
Sauðfjáreign hans jókst með ári
hverju. Fór hann þá að kaupa
hesta og kýr, ýmist af mönnum,
sem voru í basli, eða þá á upp-
boðum. Leigði hann svo fje og gripi
þeim er byrjuðu búskap eða áttu
féar skepnur. Var þá svo komið,
að hann átti fje undir mönnum um
alla Skaftafellssýslu og alt út undir
Eyafjöll. Hann var um hríð vinnu-
maður hjá sjera Bjarna Einarssyni
frá Hrífunesi. Var prestur oft í
kröggum og leitaði þá til Þorsteins
tm lán. Var svo komið að Þor-