Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1950, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
121
að prýða flengingarvendina með
blómum, tákni gróandans.
Meðal annars, sem fórnað var við
gróðrarblót voru brauð. Þau voru
gerð á alveg sjerstakan hátt og voru
kölluð fórnarbrauð. Leifar af þess-
um sið eru það, að nú eiga menn
að borga bollur fyrir flengingar.
Síðar var það tekið upp í sam-
bandi við gróðrarblótin að háð var
burtreið og skyldi annar riddarinn
tákna vetur en hinn sumar. Þetta
var einvígi sumars og veturs, og
bar sumarið auðvitað altaf sigur af
hólmi. — Þessi táknræna athöfn
breyttist síðar í það, að „slá kött-
inn úr tunnunni“. Upphaflega mun
hani hafa verið hafður í tunnunni,
því að hann er ímynd frjóvsemi.
Skyldi hann leystur úr læðingi, og
hefur tunnan þá verið tákn vetrar-
dvalans. Það er einnig talið tákn-
rænt, að tunnuna skyldi brjóta, Og
talið stafa frá þeirri gömlu trú, að
dauðir gengi ekki aftur, ef brotnir
voru munir þeir, sem þeir áttu í
lifanda lífi.
FASTAN var upphaflega í kristn-
um sið aðeins 4 dagar fyrir páska,
en upp úr aldamótunum 200 var
hún lengd í 40 daga, þannig að
fasta skyldi 40 virka daga fyrir
páska, en ekki sunnudagana. Hófst
því fastan með öskudegi. En hann
dregur nafn sitt af því, að þá áttu
menn að setjast í sekk og ösku og
iðrast synda sinna. Er sá siður frá
Gyðingum kominn. Seinna breytt-
ist fastan þannig, að fastað var
jafnt sunnudaga sem aðra daga.
Og með siðaskiptunum breyttist sá
siður, að ausa ösku yfir höfuð sjer,
í glens og gaman, þannig að fólk
var látið bera ösku óafvitandi, og
þótti að því minkunn. Á þann hátt
var hinn gyðinglegi iðrunarsiður
gerður að skopleik.
Þriðjudagurinn í föstuinngang
var seinasti dagurinn, sem menn
máttu neyta kjöts fyrir páska. Var
það tækifæri notað til þess að eta
eins mikið kjöt og menn þoldu, eða
jafnvel meira en menn höfðu gott
af. Þaðan er sprengidagsnafnið
komið. En það var fleira bannað á
föstunni en kjötát. Þá var allur
gleðskapur bannaður. Enn fremur
var það stranglega bannað að
ganga í hjónaband á föstunni og
um eitt skeið var hjónum bannað
að sænga saman. Það var því um
að gera að skemta sjer vel áður en
fastan skall á, og þess vegna kom
upp kjötkveðjuhátíðin, sem enn er
haldin í kaþólskum löndum (carne-
vale). Hófst hún með alls konar
skrípaleikum, en upp af því hefur
sprottið ein af helstu listum mann-
kynsins, leiklistin. Við þessi tæki-
færi gætti mjög ljettúðar, hlupu
saman strákar og stelpur, sem ekk-
ert þektust og trúlofuðu sig. Upp
af því spratt svo „hjónaleysadag-
urinn“, sem lengi var við líði í
Englandi. Eitthvað hefur þessa og
gætt hjer á landi og geymist endur-
minningin um það í vísunni:
Þriðjudaginn í föst’inngang,
það er mjer í minni,
þá á hver að þjóta í fang
á þjónustunni sinni.
í BÓKINNI „íslenskir þjóðhættir“
segir sjera Jónas Jónasson frá ýmsu
í sambandi við föstuinng&nginn, en
getur þess, að sjer sje ekki kunn-
ugt um að nein hátíðahöld (eða
hvað á að kalla það) hafi farið fram
hjer á íslandi á mánudaginn. Hjer
í Reykjavík hafði þessi dagur þó á
sjer sjerstakan svip um tíma að
minsta kosti. Skal nú sagt frá því
hvernig hann var haldinn hjer í bæ
fyrir 60—70 árum (1880—90).
Dagurinn hjet þá á máli Reyk-
víkinga Fastelavn eða Fastelavns-
mánudagur. Er það nafn úr dönsku
komið, en Danir höfðu apað það
eftir Þjóðverjum, sem kölluðu dag-
inn (á lágþýsku) „fastel-auen“
(abend) eða föstukvöld. En Danir
misskildu þetta og tóku svo saman
sem nafnið væri „faste-lauen“ og^að
„lauen“ þýddi þar sama ö'g „Lag“
eða fagnaður. Til þessa fagnaðar
var svo í Danmörk aflað matgjafa
með sníkjum, og fátæklingar not-
uðu þá líka tækifærið til þess að
ganga húsa á milli og biðja að gefa
sjer flesk. Varð úr þessu alment
sníkjuráp húsa á milU. Og af þess-
um sið drógu „hátíðahöldin“ hjer í
bæ nokkurn keim, þótt það hjeti
svo að gjöfum væri safnað með því
að skemta fólki.
ÞEGAR upp úr þrettándanum fóru
drengir í barnaskólanum að búa
sig undir hina svokölluðu „marcher
-ingu“ á mánudaginn í föstuinn-
gang. En „marcheringin11 var þann-
ig, að þeir gengu skrautklæddir í
hópum húsa á milli og surtgu fýrir
fólk, en það var tahn bórgaraleg
skylda allra, að leysa þá út með
gjöfum, svo sem í þakklætisskyni
fyrir komuna og skemtunina. Hjer
var því um að ræða fjáröflunar-
dag fyrir drengina, helgaðan af
venju, og var mikið í húfi að hann
tækist sem best og þess vegna
þurfti líka að vanda mjög undir-
búninginn.
Ekki var stofnaður einn allsherj-
ar flokkur til þess að fara í gong-
una, heldur margir smáflokkar með
5 og 7 drengjum og var hver flokk-
ur út af fyrir sig. Var það mikið
metnaðarmál að komast í þessa
flokka. Sjálfkjörnir voru allír elstu
drengirnir, sem komnir voru að
fermingu, en yngri fengu þó að
fljóta með og var það mjög un'dir
flokksforingjunum komið,;En fyrír
hverjum flokki var sjerstakur for-
ingi, og var hann nefndur „kattar-
kóngur“. Aðalstarf hans, fyrir ut-
an það að stjórna flokknum, var
að taka á móti öllum gjöfum og
hafa fjárreiður á hendi.
Eftir að flokkarnir höfðu.verið
stofnaðir var byrjað á þvf* ,að''aófa