Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 12
168 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS unar en margan grunar. Eftir að menn komust upp á lagið með að hnýta hnúta, munu hafa verið gerð- ar margar tilraunir til að hnýta bandið saman í samhangandi net, sem nota mætti í skjólflíkur. Ótal sönnunargögn hafa fundist fyrir því, að Grikkir og Egyptar hafa kunnað vefnaðarlistina ca. 2000 ár- um f. Kr. Fornfræðingar hafa fund- ið myndir, sem sýna, að í þá daga hafa menn ofið á tvenns konar vefstóla. Önnur gerðin hefur verið býsna óþægileg. Vefstóllinn lá flat- ur á jörðinni, og vefarinn varð að sitja með hnjen krept upp að brjóst -inu. Hin gerðin mun hafa verið heldur skárri. Vefstóllinn stóð upp- reistur, og þar með var hægt að vefa ýmist að ofan eða að neðan. Menningin var nú komin á það stig, að maðurinn gat fljettað sam- an bandið og þar með myndað vað- mál, sem samanstendur af uppi- stöðu og ívafi. Eftir því sem fram liðu stundir, fóru vefararnir að fást við ýmsar tilraunir til endurbóta. Þannig var búinn til nýr vefstóll. Sátu 2 menn sinn við hvorn enda og ljetu skyttuna ganga á milli sín. ítalinn Leonardo da Vinci mun hafa orðið til þess fyrstur manna að reyna að knýja vefstólinn með vatnsafli, en sú hugmynd komst aldrei í framkvæmd. Nú halda Þjóðverjar því fram, að þeir hafi fyrstir manna gert vjelknúinn vef- stól. Hairn kvað hafa verið gerður árið 1586 af Anton Múller, en þessi uppfinning kostaði hann lífið. — Þrjátíu og fimm árum seinna eða árið 1621 var smíðaður vefstóll af nýrri gerð. Árið 1750 stofnaði Frið- rik mikli Þýskalandskeisari stóra vefstólaverksmiðju í Berlín. Frakkar halda því einnig fram, að þeir eigi fyrstu hugmyndina að vefstól, sem gat ofið breitt vaðmál. Haim gerði sjóliðsíoringi að nafni M. de Cennes arið 1678. Þessi upp- íiiming var lögð íyrir akademiið í París, og síðan heyrðist ekki meira um hana. Hún mun hafa hlotið sömu örlög og ýmsar aðrar upp- finningar. Árið 1704 fæddist í Lancashire í Englandi maður að nafni Johan Kay. Sagt er, að honum hafi fyrst- um manna tekist að vefa breitt vaðmál með fljúgandi skyttu, en áður voru 2 menn við sama vefinn og voru afköst þeirra lítil. Nú tók ekki betra við, því að þeir, sem ófu með höndunum, heldu að þeir yrðu atvinnulausir. Söfnuðu þeir liði til að ráða Johan Kay af dögum, og varð hann að flýja. Hann dó árið 1775. Sonur hans helt áfram til- raunum föður síns við endurbætur á vefstólnum. Árið 1760 fann hann upp skyttukassann, sem gerði það að verkum, að hægt var að skjóta inn ívafi með mismunandi litum. Urðu nú geisimiklar framfarir í vefnaði. Ýmsar þær nýungar, sem gerðar voru, voru eyðilagðar jafnóðum og þær urðu til. Maður nokkur að nafni Ned Lord kom á fót allmikilli uppreisn, sem átti að eyðileggja verksmiðjur, og fekk hann í lið með sjer margt manna. En skemd- arverkin hættu smátt og smátt þeg- ar fram liðu stundir og fólk sá hversu mikla kosti vjelamenningin hafði. Störfin urðu auðveldari og varan gat orðið miklu ódýrari. Englendingur að nafni Edmund Cartwright, sem var prestur í hjer- aðinu Doncaster bjó til sjálfvirkan vefstól árið 1785, og er það merki- legt, því að hann hafði aldrei sjeð handvcfstól. Þessi vcfstóll var geisi þungur, og þurfti 2 íileflda karl- menn til að koma honum á stað. Cartwright kvað hafa orðið mjög undrandi, er hann sá hversu ljettir handvefstólar voru. Þá tók hann til óspiltra málanna og tókst að endurbæta \ eístól snin að miklum mun. — Vefstóllinn hætti sjálf- krafa, eí ívafsgarnið slitnaði. — Cartwright fann upp vefásinn og skyttulagið. í Lyon í Frakklandi fæddist árið 1758 maður að nafni Joseph Maria Jacquard. Árið 1805 fullgerði hann Jacquard-vefstólinn, sem var ein mesta uppfinningin í vefnaði. Með þessum vefstól var hægt að vefa í eínið alls konar myndir. Jacquard hlaut sömu örlög og margir af mestu snillingum heims. Hann ólst upp í fátækt og varð að strita og þræla fyrir sjer. Það var ekki fyr en árið 1821, er hann varð 67 ára, að hann fekk fyrstu viðurkenning- una. Síðustu uppfinningu sína seldi hann fæðingarbæ sínum fyrir sára- litla þóknun. Þegar hann dó, 85 ára gamall, voru 30000 Jacquard- vefstólar í notkun. Nú fóru menn að smíða svokall- aða skaftvefstóla. Þjóðverjar fluttu inn ljetta vefstóla frá Englandi, en Þjóðverjinn Louis Schönherr gerði þungan vefstól, sem hefur haft geysimikla þýðingu fyrir ullariðn- aðinn. Um þær mundir gerði Eng- lendingurinn George Crompton einnig vefstól fyrir grófari vaðmál og náði miklum árangri. íslenskur ullariðnaður. FRÁ landnámstíð höfum við ís- lendingar unnið klæði okkar að mestu leyti sjálíir. Skýrslur sýna, að fyrr á tímum var íslenska vað- málið allmikil útflutningsvara. — Eins og ílestir munu vita, var það Skúli Magnússon, sem fyrstur manna sýndi íram á þýðingu ullar- iðnaðar okkar íslendinga og hóí sínar frægu umbætur á tóvinslu okkar. Oft mun Skúli Magnússon hafa átt í erjum og erfiðleikum við hina illviljuðu kaupmenn einokun- arfjelaganna. Um það bil 90 árum eítir dauða Skúla l'ógcta, eða árið 1880 fór þing- evskul' bóndi, Magnus Þórarinsson, utan til að læra ullarvinslu og var ferðinni hcitið til Damnerkur. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.