Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1950, Blaðsíða 1
11. tölublað. Sunnudagur 19. mars 1950. XXV. árgangur. FADIR ÞJÓDSKÁLDSINS Skógar í Þorskafirði. (Ljósm. Þorsteinn Jósefsson). i AFI minn Jochum í Skógum hefur látið eftir sig nokkrar ritgerðir skrifaðar á árunum 1875—78, sem hafa að geyma ýmsan fróðleik um búnaðarhætti á Breiðafirði á fyrri helmingi nítjándu aldarinnar, æfi- atriði presta í Vestfirðingafjórð- ungi á sama tímabili og bænda- tal í Reykhólasveit o. fl. Sonarson- ur hans Samúel Eggertsson, skraut- ritari, varðveitti þessar ritgerðir, en bróðir Samúels, síra Matthías Eggertsson, hefur síðan hreinskrif- að þær og lánað mjer. Þótt í þessum eftirlátnu blöðum finnist ekki mikið um höfundinn sjálfan, þá hef jeg þó við lestur þeirra fengið hvöt til að fara nokkr- um orðum um Jochum og ættingja hans, sem jeg annars hefði látið ógert, og styðst jeg nokkuð við það, sem sonur hans, síra Matthías Joc- humsson hefur skrifað um föður sinn, og einnig upplýsingar þær, er jeg hef getað fengið af blöðum þessum. Ein af þeim ritgerðum, sem hjer ræðir um, er „Ágrip af æfiatriðum með lýsingu á prestinum síra Jóni Ólafssyni, er þjónaði Staðarpresta-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.