Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 6
258 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS kom það að við fórum ríðandi. Alls staðar kom fram hlýhugur og velvild Wards til Hafnfirðinga og vil jeg nefna því til sönnunar eftirfarandi: Á þessum árum var einkum að sumrinu til, fáförult milli Hafnarfjarðar og Reykjavík- ur, og þeir fáu, sem um veginn fóru, flestir gangandi, og margar ferðir fórum við svo á milli, að enginn maður var á veginum milli kaupstaðanna. Allmargir Hafnfirð- ingar voru þá á skútum frá Reykja- vík, og þegar þær komu inn úr vor- og sumartúrum, skruppu Hafníirð- ingar heim með föt sín til þvotta og máske eitthvað smálegt, til glaðnings heimilunum og báru auð- vitað þessar pjönkur sínar á milli. Þegar svo bar til á ferðum okkar, að hylla sást undir einhverja mann- eskju á veginum framundan, sagði Ward: — Ef þessi maður er frá Hafnarfirði, tökum við pokann hans í vagninn, og varð jeg, sem þá þekti hvern einasta Hafnfirðing, helst að vera búinn að þekkja mann inn á göngulagi eða baksvip nokkru áður en fundum bar saman, svo hægt væri að draga úr ferð hest- anna á hæfilegri stund, svo töf yrði sem minst við þessa umhleðslu, og ef Ward hafði orðið sjálfur, sem oftast var, fyrir þessari óvæntu greiðasemi, fór oft smástund í það að láta menn skilja þessa góðsemi Fyrir kom, að menn skildu orð hans svo, að þeir ættu sjálfir að koma upp í vagninn ásamt hafur- taski sínu, en það var ekki mein- ingin, bara ljetta byrðum af mönn- um, en sjálfir urðu þeir að ganga, og Ijetu menn þakklæti í Ijós fyrir það að losna við poka sína, þótt venjulega væri ekki beðið eftir þakklætinu eftir að farangurinn var kominn upp í vagninn. Þeir sem á inneftirleið voru, áttu að vitja farangur síns í Zimsensporti, en þeir, sem á suðurleið voru, hjá Pjetri í „telefóninum“. Allir Hafn- firðingar þektu báða staðina, en það voru aðeins Hafnfirðingar, sem nutu þessarar góðsemi Wards. Hræddi maðurinn. Brosleg atvik komu stundum fyrir í sambandi við þessa flutn- ingastarfsemi, og get jeg hjer að- eins um eitt slíkt. Við vorum á heimleið og komnir suður í Voss- vog innanverðan. Sjáum við þá mann framundan, sem var á suður- leið og bar sá poka á baki með nokkru í. Jeg þekkti manninn á göngulagi nokkru áður en að hon- um kom, og sagði jeg Ward að þar færi Hafnfirðingur. Þegar móts við manninn er komið stansar Ward hestana, og jeg segi manninum að láta pokann í vagninn og hvar hann skyldi vitja hans. Manninum virt- ist um og ó í fyrstu, hvort hann ætti að trúa okkur fyrir skjatta sín- um, en Ijet hann þó í okkar umsjá. og við ókum af stað. Jeg sá strax á lagi þess sem í pokanum var, að betra mundi að meðhöndla hann með nokkurri varúð, ef ekki ætti 'illa að fara um innihaldið. Þegar við komum suður á Kópavogsháls, stöðvaði Ward hestana og segist þurfa að snúa aftur til Reykjavík- ur, hann hafi gleymt þar einhverju, sem hann nefnir. Snúum við þar við, og er ekið sem mest má til baka. Við Fossvogslækinn mættum við manninum, sem pokann átti í vagninum, og man jeg enn þá undrun og skelfing, sem lýsti sjer í svip hans, þar sem hann stóð á vegarbrúninni, og horfði á eftir okkur, þegar við skutumst fram hjá honum. Fyrst var sem hann ætlaði að kalla til okkar, en kom því ekki fyrir sig. Svo var sem hygðist hann ætla að elta okkur, en úr því varð ekki helcþir, og tók svo hið eina skynsamlega ráð, sem fyrir hendi var, að halda suðureftir. — Litla viðdvöl höfðum við í Reykjavík, og náðum við manninum aftur inn- an við Hraunsholt, og sá jeg, að svipur hans var þá hýrari. Síðar átti jeg tal við eiganda pokans, og trúði hann mjer þá fyrir því, að sjer hefði verið sjerlega ant um hann, þar sem hann hefði sjálfur átt minst af innihaldinu. Maður þessi er enn á lífi í Hafnarfirði, og rámaði máske í þessa sögu ef hann heyrði hana eða sæi. Iljá Pjetri í telefóninum. Ward hafði samjð um það við Pjetur í „Telefóninum“ að fá að stinga inn á „stöðina" þessum pinklujn, sem við þannig fluttum til Hafnarfjarðar. Pjetur í „Tele- fóninum", en svo var hann venju- lega nefndur, var stöðvarstjóri í Hafnarfirði frá fyrsta degi, sem síminn var tekinn í notkun milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur eða frá 15. október 1890, til 27. júli 1908, er Landssíminn tók við rekstri símans í Hafnarfirði, og fór fyrsta símtal fram milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur þann 15. okt. 1890 kl. 5 e. m. og var það jafnframt fyrsta símtal utan Reykjavíkur. Símstöðin í Hafnarfirði var ekki stórhýsi í þá daga, aðeins smáskúr byggður upp við hús Ágústar Flyg- enrings, og rúmaði inni í mesta lagi fjóra til fimm menn. Þarna var fram yfir aldamót aðeins eitt tal- tæki, og urðu því allir Hafnfirð- ingar, sem nota þurftu símann, að fara þangað. Jeg vil skjóta því hjer inn í, að það var Pjetur í „Tele- fóninum“, sem óumbeðið tók að sjer eftirlit með vagni Wards, þar sem hann stóð, að kalla má, undir glugga stöðvarinnar milli ferða. — Vafalaust hefur Ward eitthvað glatt Pjetur fyrir umönnun hans og greiðasemi. Hraðinn kom með Ward. Til nokkurra óþæginda var það á ferðum okkar, bæði á vegum út' og sjerstaklega á götum bæanna,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.