Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 16
268 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS V sýndust gengileiíastir og hugðu fá- fróðir menn að það væri þjóðgöt- ur því að þar var mestur fjöldi á. Enn sumir týndust fvrir sakir leti og ræktarleysi. Enn sumum þótti einslegt að ganga aðra vega en þá er flestir gengu. Sumum gekk til háð og spott ef þeir gengi sjer einir að vegum. Enn sumum gekk til þrályndi og ilska með ýmislegum girndum.“ ÞEGAR vjer nú hugleiðum hvað vjer erum miklu auðugri en frænd- ur vorir á Norðurlöndum, þar sem» mjer sitjum nú einir að dýrasta arfi feðranna, tungunni, þá verðum vjer að minnast með innilegu þakk- læti þeirra, er tungunnar gættu dyggilegast á liðnum öldum. Er þar fyrst að nefna rithöfundana, er skráðu fornbókmentirnar, og síðan þá, er varðveittu handritin svo að þau gleymdust aldrei. Svo ber að þakka mæðrunum og ömmunum, sem kendu æskunni sögur, ljóð og ævintýr. Og síðast en ekki síst ber að þakka blessuðum rímnaskáld- unum, sem heldu dauðahaldi 1 Eddukenningarnar, málskrúð og dýra háttu. Þeim sje heiður meðan íslensk tunga er töluð. En þetta bendir oss einnig á hve andhælislegt það er, að fornar ís- lenskar bókmentir skuli geymdar þar sem enginn maður skilur þær. ^ Gott sumar. Gömul þjoðtrú kennir að eins og viðri á sunnudaginn fyrstan í sumri, svo muni viðra um túnasláttinn og eins og viðri á mánudaginn fyrstan í sumri, svo muni viðra um útengjasláttinn. — Eftir þessu ættum vjer nú að eiga í /ændum óvenju gott sumar, því að sól- jkin og blíðviðri var báða þessa daga. * Í * ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ uppljómað hið ytra að kvöldi dags. Þannig verður það jafnan uppljómað á undan sýningum þegar dimt er, og þykir mönnum fögur sjón að horfa á það, jafnvel ekki síður úr nokkurri f jarlægð. Þessi uppljómun húsa er nýtt fyrirbrigði hjer, var reynd í fyrsti skifti á húsi Þjóðminjasafnsins þegar Reykjavíkursýningin var haldin þar. Væntanlega þarf ekki á þessari kyngibirtu að halda í sumar, þegar kvöldsólin gyllir hauður og haf. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Sölvatekja er mest í Breiðafjarðareyum og Saurbænum í Dalasýslu. í eyunum eru fyltir af þeim bátar og þegar heim kemur eru þeir dregnir á land og aus- ið í þá ósöltu vatni og er það látið standa á sölvunum í sólarhring. Við þetta verkast þau betur og verða sæt- ari á bragðið. Síðan eru sölin breidd á jörð til þerris og þegar þau eru þur, er þeim troðið í tunnur. Þá kemur ut- an á þau sykurskán, svo að þau verða hvít. Sykur þessi er kunnur undir nafninu hneita. Af sölvum er lík lykt og af allra besta tei, og þó er ,hún sterkari. Þau eru etin daglega með harðfiski og smjöri og þykja holl fæða. — Menn hafa veitt því athygli við sölvatekjuna, að þar sem þau eru al- gerlega hreinsuð burt, vaxa söl brátt aftur, en ef þau eru tekin óvandlega, verður fóturinn, sem eftir er, alvaxinn hrúðurkörlum og ungum skeljum, svo að þau fá ekki vaxið á ný. (E. Ól.) í árslok 1850 voru íbúar Reykjavíkur 1149 talsins. Þá var talið að á öllu landinu væri um 60.000 sálir eða litlu fleira en nú er í Reykjavík, eftir eina öld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.