Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 1
héh 17. tölublað. J*torfltmfrteb<ttu Sunnudagur 7. maí 1950. XXV. árgangir Olafur Þorvaldsson: Fólk glápti hissa á fyrsta vagn inn sem fór Hafnarfjarðarveg Kynni mín af Mr. Pike Ward FYRIR skömmu barst Þjóðminjasafninu dýrmæt og merkileg gjöf frá Englandi, margir þjóðlegir íslenskir munir, sem enski fiskkaupmaður- inn Pike Ward hafði safnað hjer á þeim tveimur árum, sem hann dvald- ist í Hafnarfirði. Munu því margir íslendingar hafa gaman af að vita nokkur deili á þessum manni. PIKE WARD var Englendingur. Hann var útgerðarmaður og fisk- kaupmaður. Til íslands mun hann hafa komið nokkru fyrir síðustu aldamót, í útgerðar- og fiskkaupa- erindum. Til Hafnarfjarðar kom hann árið 1899. Tók hann þar á leigu af Þorsteini Egilson, kaup- manni, allmörg hús og fiskverkun- arland, gerði út á saltfiskveiðar einn togara, keypti máske eitthvað af fiski og verkaði hann allan \ Hafnarfirði. Vorið eftir kom hann aftur til Hafnarfjarðar, en hafði þar þá enga útgerð, en keypti allmikið af fiski upp úr salti, og verkaði. Mr. Ward, en svo var hann venju -lega nefndur hjer á landi, og með því ávarpi minnist jeg hans ávalt síðan, þegar mjer kemur hann f hug, var þegar hjer var komið sögu, um fimtugsaldur, vörpuleg- ur að vallarsýn, sviphreint andlit, og gáfulegt yfirbragð, hversdags- gæfur og góðlyndur. Hann var, eins og Englendingar segja, sannur gentlemaður. Hann var því vel lát- inn af öllum þeim, sem hjá honum unnu, eða kyntust honum á annan hátt. Merkasta nýung, sem Ward flutti íslendingum, var meðferð og verk- un á smáfiski, sem síðar gekk undir nafninu Labri, Wardari eða Ward- fiskur. Nýung var það í Hafnarfirði og sennilega einstök hjer á landi, að hann merkti með tölustöfum öll vörugeymsluhús, sem hann hafði á leigu og svo auðvitað lykil að Pike Ward. hverju húsi með sömu tölu. Á sama hátt merkti hann uppskipunarbáta sína, því að þá var engin stórskipa- bryggja í Hafnarfirði, og fór því allur flutningur milli skips og lands fram á þessum svonefndu uppskipunarbátum. Fyrstu kynni mín af Ward urðu ekki fyrr en seinna sumarið, sem hann var í Hafnarfirði, eða árið 1900. Að vísu hafði jeg árið áður unnið fáa daga við losun á saltfiski, úr togaranum Utopia, sem hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.