Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 13
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 265 en að ráðast þar til útgöngu. Okkur veittist ekki langur umhugsunar- frestur. Mannfjöldinn bar lögregl- una ofurliði og ruddist inn að baki okkar. Aðstoðarmennirnir rifu frá slagbrandana og þustum við út á hælum þeim. Mannfjöldinn fyrir utan bjóst síst við, að við mundum hætta okkur út þeim megin. Fólkið hröklaðist til beggja hliða og lint- um við ekki hlaupunum fyrr en við vorum komnir inn á kristniboðs- stöðina. — Þótt jeg segi nú frá þessu hjer minnist jeg ekki neins frá kristni- boðsstarfinu, sem er jafn auðmýkj- andi að hugsa til og þessarar ófull- komnu og algerlega ófullnægjandi hjálparstarfsemi á miklum neyðar- tímum. En svo mun fleiri kristni- boðum hafa fundist, þó að þeir hafi samanlagt bjargað þúsundum mannslífa. íW íW íW íW -Mr. Pike Ward Frh. af bls. 259. líka hennar megin, og greiðsluna fekk hún nákvæmlega í sömu mynt, en það vakti mesta undrun mína, hve Ward var fljótur að muna eftir fötunni, rjett eins og hún hefði ver- ið keypt með þetta fyrir augun, en Ward var fljótur að hugsa og fljót- ur að framkvæma. Vagninn vakti undrun og aðdáun. í þessum minningum um mr. Ward hef jeg nokkuð dvalið við það helsta, sem við bar á ferðum okkar til Reykjavíkur sumarið 1900. Um vagn Wards er það að segja, að hann var ekki eingöngu fyrsti fólksflutningsvagn, sem til Hafnarfjarðar kom, hann var líka fyrsti vagn af þeirri gerð, sem til landsins var fluttur. Vagn þessi vaktv því undrun og eftirtekt manna, hvar sem hann sást, enda var það svo, að hvar sem numið var staðar, t. d. á götum Reykja- víkur, sem hafði þá ekki nema tæpa sex þúsund íbúa, flyktist fólk að til þess að skoða þetta nýa og af flest- um óþekta farartæki. Upp ár aldamótum fór fólksflutn- ingsvögnum að smáfjölga, bæði ein- eykis- og tvíeykisvögnum, en há- marki mun tala þeirra hafa náð 1907, þegar Friðrik konungur VIII. heimsótti ísland. Flestir voru vagn- ar þessir fengnir frá Danmörku og þóttu góð og skemtileg farartæki. Þessir vagnar þokuðu svo smám saman fyrir öðrum nýrri, sem sje bílunum, og munu nú í tugi ára ekki haífa sjest á götum úti, og nú sennilega glataðir, — og flestum gleymdir. Saga þeirra er saga liðins tíma, en ekki nútímans, svo mjög sem öll viðhorf hafa breyst. Hafnfirðingar söknuðu Wards. Koma Wards til Hafnarfjarðar árið 1899 var mikill viðburður. Þá mun Hafnarfjörður hafa haft um eða rúmlega 600 íbúa. Þá var þar lítil vinna fyrir landfólk og fátt til úrræða. Fólk tók því með fögnuði móti hinum enska útgerðarmanni og starfsemi hans, sem helst þó ekki nema í tvö ár. Jeg veit, að þegar Ward fór alfarinn frá Hafn- arfirði, var hans alment saknað sem atvinnuveitanda og manns, og fyrir hann mun það ekki hafa verið með öllu sársaukalaust að yfirgefa Hafnarfjörð. Margs minnist jeg fleira frá þessu umrædda sumri en hjer er tilfært, t. d. frá heimili hans og húshaldi, en á heimili hans dvaldist jeg löng- um, þegar við vorum ekki á ferðá- lagi. Sjerstaka umhyggju bar hann fyrir mjer, bæði á ferðalögum, sem og allar aðrar stundir. Jeg fór með honum til Reykjavíkur daginn sem hann sigldi heim til Englands, og má segja, að alfarinn færi hann þá úr Hafnarfirði. Vorið eftir dvaldist hann þar fáa daga til þess að ráð- stafa eignum, sem hann átti þar, og voru það síðustu samverudagar okkar. Ward hafði verið mjer sem besti faðir, og saknaði jeg hans mjög, — og enn eftir fimtíu ár, minnist jeg hans með virðingu og þökk. Nokkurt safn átti Ward af eldri °g yngri íslenskum munum, sem hann ýmist keypti eða ljet smíða, og kvað þar einna mest að kven- silfri ýmiskonar og kvenbúnafii, sve og ýmsum eldri silfurniunufn, fá-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.