Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 10
262 LESBOK morgunbijvðsins Sagt er, að af 68 bygðalögum sjeu 45 í eyði. Vatnið hefur flætt upp í götur í meirihluta borgarinnar og - ekki hægt a* komast um þær öðru- vísi en á batum. Við heimsóttum í gær Alþjóðasjúkrahúsið og urð- um að skríða inn um glugga á þriðju hæð. Tvær neðri hæðirnar voru að mestu í kafi. Er við komum hingað var vatnið í Yangtsefljóti 18 metrum hærra en þegar það er grynnst. Áætlað er, að 25 milljónir manna sjeu í mottu- skýlum, sem komið hefur verið upp á öruggum stöðum. Ameríski Rauði krossinn hefur gefið stórfje til hjálparstarfsemi hjer. Kristniboð- ar hjálpa einkum með matgjöfum og hjúkrun sjúkra. Fjöldi manns hefur verið bólusettur gegn kóleru. enda er þegar farið að bóla á pest- um. — Svo mikið hefur hrunið af húsum, að gert er ráð fyrir breyttu skipulagi. Það af húsunum, sem stendur upp úr vatninu, er fult af munum og fólki. Viðskifti fara fram á bátum, prömmum og flekum, sem götusalar róa eða stjaka. Ann- ars hafa öll viðskifti stöðvast. Eng- in blöð koma út. Sími og póstgöng- ur í megnasta ólagi. — Uppi á flötu húsþaki hefst eins margt fólk við og þar getur rúmast Flest hefur það ekki haft svo mik- ið sem grasmottu yfir höfuðið í öll- um þessum rigningum. Það hafði ekki bragðað mat í tvo daga, er því loks var færður dálítill rísskamtur Sumt er veikt. Nokkrir hafa dáið. en líkum þeirra verið hrynt út fyrir þakbrúnina. — Á fjórða þúsund manns höfð- ust við í pakkhúsi útlendrar versl- unar. Engin tök voru á að matreiða þar vegna þrengsla og óþrifnaðar. En þeim hefur verið sjeð fyrir einni máltíð á dag. Vatn rann um alt gólfið og náði til hnjes, er það var mest. Margir eru veikir, en þeim, er ekki hjeldu út, var ýtt út fyrir dyrnar, í opinn dauðann. — Kona kemur yfir þvera götu. Vatnið nær henni undir hendur Hún heldur á tómu mataríláti í annari hendi. Á hinum handleggn- um heldur hún barni. Dauðhrætt vefur það báðum handleggjum um háls henni. Líklega er hún í levt að húsaskjóli og mat. En svo er hún aðframkomin og örmagna, að hún kemst varla úr sporunum. Hún skjögrar, staðnæmist, er vatnið dýpkar enn, hnígur út af og —• sekkur. Barnið rekur upp angistar- vein um leið og það hverfur með henni. TENGHSIEN heitir ein minsta sýslan í Honanfylki. Við vorum bú- sett í höfuðstaðnum. Sýslan öll var stöðvarumdæmi — eða prestakall — okkar. íbúar voru»um síðustu aldamót 800 þúsund. Þeim hafði fækkað vegna ræningjaóeirða og hungursneyða niður í 520 þúsund. Mest varð fækkunin eftir flóðið mikla. Það verður ekki ofsögum af því sagt hvað menn leggja sjer til munns, þegar hungrið sverfur að. Snemma var farið að drýgja mat- inn með vissri moldartegund og berki, grösum og rótum. Skepnum og alifuglum er búið að farga fyrir löngu. Þá var farið að selja áhöld, húsgögn og fatnað. Það var flutt á hjólbörum eða borið á bakinu til fjarlægra bæa og þorpa, og selt fyrir einhverja smámuni. Skemd matvara er keypt fyrir andvirðið. Enginn spyr um gæði slíkrar vöru heldur það eitt, að fá sem allra mest. Heima bíða margir munnar eftir mat. Að lokum neyðast heilar fjöl- skyldur til að yfirgefa heimili sín og fara á verðgang, hundruðum, þúsundum saman. Þorp leggjast hvert á fætur öðru í eyði. Hús hafa flest verið rifin. Það var síð- asta úrræðið. Viði og þakstein var hægt að selja, þó að lítið yrði úr. Fult er af allskonar skrani á sölu- torgunum. Það eykst dag frá degi og fellur að sama skapi í verði. En matvara verður einnig fásjeðari dag frá degi og er gulls ígildi. Verðgangur hefur ávalt verið ,,at vinnuvegur“ og eina úrræði auðnu- leysingjanna í Kína, eins og öðrum heiðnum löndum. Nú komust svo margir á vonarvöl, að verðgangs- menn urðu naergöngulli en sæm- andi þykir. Menn reyndu að forð- ast þá. Rán og morð voru daglegir viðburðir. Það tók að spyrjast frá ýmsum stöðum, að hungraður mannfjöldi hefði brotist inn í korn- vöruverslanir og opinberar bygg- ingar og tekið öll ráð í sínar hend- ur, þar til hermenn voru sendir á vettvang. Það átti við um beiningamenn- ina, sem þar stendur, að þeir voru „fátækir en auðguðu þó marga“, Ránfýknir menn þyrptust að úr öllum áttum og höfðu rúið þá og flegið. Þeir seldu ofurlitla matbjörg okurverði, en keyptu í staðinn akra og hús, áhöld og fatnað, konur og börn, fyrir smáræði. Fólkstraumurinn liggur, á hung- ursneyðar tímum, til bæanna. Þar einkum er von um matgjafir og aðra opinbera hjálp. Fylgist maður með nokkrum einstaklingum í hinni miklu hungurgöngu, sem stóð í marga mánuði, fæst dágóð mynd af kjörum og líðan fjöldans: MARGIR hafa örmagnast á leið- inni til bæanna og liggja eftir dey- andi meðfram vegunum. Meðal þeirra var fullorðinn maður, sem jeg þekki vel. Hann ljet lífið í von- lausri baráttu fyrir lífi konu sinn- ar og tveggja barna, sonar og dótt- ur. Þau reyndu að halda áfram til bæarins. Vegurinn var ósljettur og þeim erfitt um gang. Litla telpan datt og skorti þrótt til að rísa upp aftur. Móðir hennar sá það, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.