Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 267 rjeltlátur, ljetllátur og siðlátur — sem öll feli í sjer djúpa merkingu. Enn nefnir hann „hóf“ og „mund- ang“ og hefur í rauninni ekki ann- að en langar lýsingar hjá Fritzner á því, hver sje merking þessara orða. Þá bendir hann og á virðuleik stílsins og kurteisiná. Það dugi ekki að þýða upphafs ávarpið: „Góðan dag, herra minn,“ með „Goddag, min herre!“ Með því væri virðuleik stílsins þegar misboðið. Eins megi „þjer“ ekki þýðast með „De“, heldur verði að þýðast með „Eder“ því að það ávarp nái því fremur hverja virðingu sonurinn ber fyrir föður sínum. ÞRENT er sjerstaklega athyglis- vert af því, sem að framan greinir, í fyrsta lagi sá þáttur sem íslend- ingar áttu í að varðveita Konungs- skuggsjá, í öðru lagi hvernig fór um norsku handritin, og í þriðja lagi sá gæfumunur, að vjer geym-, um enn hina fornu, glæsilegu tungu, en Norðmenn hafa glatað henni. Enginn mun nú geta fært óyggj- andi rök að því, hver hafi flutt handrit Konungsskuggsjár til ís- lands. En sje það rjett sem Paasclie og Brögger halda fram, að höfund- ur hennar hafi verið Einar Gunn- arsson erkibiskup í Niðarósi, þá er enginn líklegri að hafa flutt bók- ina til íslands en Brandur biskup Jónsson. Sat hann hjá erkibiskupi í Þrándheimi veturinn 1262—63 og tók biskupsvígslu um vorið. Mátti hann vel taka afrit af Konungs- skuggsjá um veturinn. Eða þá Árm Þorláksson er síðar varð biskup í Skálholti. Hann var með Brandi þennan vetur í Niðarósi. Hann var talinn hneigður fyrir bókmenta- störf. Þegar hingað til íslands kem- ur eru svo tekin mörg afrit af bók- inni og' fyrir það er hún til gloppu- laus, þrátt fyrir það að 18 bl. vantar í norsku skinnbókina. Svo er það íslendingurinn Árni Magnússon, sem nær í flest handritin og heldur þeim til haga. — Hannes biskup Finnsson varð fyrstur manna til þess að vekja opinberlega eftirtekt á þessu merkisriti. Árið 1768 kom Konungsskuggsjá fyrst út í Soro, með danskri og latneskri þýðingu. Útgefandi var meistari Halfdan Einarsson á Hólum og hann hafði gert latnesku þýðinguna. En Jón Eiríksson sá um prentun. Það er því ekki ófyrirsynju að Brögger segir: „Genrejsningen av Konge- spejlet skjedde unektelig först som frugt av islandsk Kultur í 17.—18. árhundre og först senere gár norske og danske strömninger inn.“ Það var íslensk menning, sem kom Konungsskuggsjá á framfæri, þeg- ar Norðmenn skildu ekki lengur málið á lienni. MARGIR hafa haldið því fram að íslensku handritin mundu öll hafa glatast, ef Árni Magnússon hefði ekki „bjargað“ þeim. Handritin mundu hafa fúnað niður í hinum ljelegu íslensku torbæum. Þessi staðhæfing verður lítils virði, þeg- ar gætt er örlaga norsku handrit- ahna. Ekki voru torfbæirnir í Nor- egi. En Konungsskuggsjá bjargað- ist vegna þess að íslendingar tóku hana til fósturs og geymdu hana í torfbæum sínum. Nei, það er alt annað, sem ráðið hefur um hvort handrit geymdust eða glötuðust. Það er hvort menn báru virðing fyrir bókmentunum eður eigi. Þar sem menn kunna ekki að meta einhvern hlut, fellur liann í óhirðu og gleymsku, og er þá skamt til glötunar. En sá hlutur, sem er eiganda sínum hjartfólginn, fellur ekki í óhirðu nje gleymist. Yfir honum er vakað með virðingu, ást og metnaði. Svo var um flest handritin íslensku. Á mörgum ís- lenskum kotbæum voru skáld, fræðaþulir og rithöfundar, sem kunnu vel að meta handritin og gættu þeirra eins og sjáaldurs augna sinna. Og svo virðist sem það hafi verið metnaður höfðingja að safna handritum og fara vel með þau. Þess vegna mæla allar líkur með því, að nú væri til meira af íornum íslenskum handritum, ef þau hefði ekki verið flutt úr landi og látin verða eldi að bráð í Kaupmanna- höfn. SJÖ HUNDRUÐ ÁR eru nú síðan JConungsskuggsjá var rituð í Nið- arósi. Þegar Norðmenn glötuðu tungu sinni og gátu ekki lengur lesið handritið, var það máske eðh- legt að því væri lítill sómi sýndur. „Svo firnast ástir sem fundir“. Þess vegna er nú svo sorglega komið málum, að Norðmenn verða að þýða þetta forna rit sitt og aðrir eins fróðleiksmenn og próf. Brögg- er lenda þá í stökustu vandræðum vegna þess hvað málið var göfugra fyrrum en nú. En íslendingum verður ekki skotaskuld úr því að lesa og skilja Konungsskuggsjá. Og til þess að enginn efist um það, skulum vjer líta á byrjunina, upphaf formálans, en þar segir svo: „Þá er eg leiddi allar íþróttir fyrir augu hugar og rannsakaði eg með athygli alla siðu hverrar íþróttar, þá sá eg mikinn fjölda mæðast í villustígum þeim, er frá hölluðu siðlegum þjóðgötum og leiddu í villiáttir ósiða og týndust allir í óbyggilegum dölum, þeir er þá stigu gengu er mest lágu for- brckkis því að þeir þreyttust aí langri mæðu runnins vegar og höfðu eigi brekku megin til upp- göngu og eigi fundu þeir gagnstigu þá er þá mætti leiða til þjóðvegar siðar. Sá fjöldi sýndist mjer týnast með ýmsum atburðum. Sumir fyrir fáfræðis sakir því að villistígar voru svo mjög troðnir að þeir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.