Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLftBSINS 261 Landiö er frjósamt og gefur mik- ið af sjer, en þjettbýli svo mikið að til vandræða horfir. Það er því lifs- spursmál að halda svo við frjósemi akranna, að þeir gangi ekki úr sjcr. Þá list hafa Kinverjar numið á þeim 30—40 öldum, sem þeir hal'a iagt stund á akuryrkju. Áhöld þeirra og vinnuaðferðir eru yfirleitt um það bil þúsund árum á eftir tímanum. En frjósemi akranna er söm og í upphafi. Þar með er ekki sagt að aldrei verði uppskerubrestur í Kína. Því valda einatt öfl, sem enginn mann- legur máttur fær ráðið við enn sem komið er. Afleiðingar þess, að slíkt kemur fyrir, eru svo geigvænlegar að slíks eru ekki dæmi, nema í jafn þjettbýlum löndum með frumstæð- um lifnaðarháttum, eins og t. d. Indlandi. KÍNVERJAR töluðu um þrenns- konar „tsai-nan“, böl: Gan-tsai, shuei-tsai og bing-tsai. Böl af völd- um þurka, vatnavaxta og herja. eða hernaðaraðgerða. Með „tsai- nan“, böli, er þa fyrst og fremst átt við hungursneyð. Hungursneyð verður emhvers- staðar í Kina á hverju ari. Óvenju- legt er, að matvælaskortur verði í landinu yfiíleitt. Það er of stórt og of auðugt til þess. Oftast eiga af- leitar samgöngur, ófriður og stjórn- leysi sök á því. ]\^estu hungursneyð- ir, sem orðið hafa, stafa þó einkum af óáran og þar af leiðandi upp- skerubresti. Þrettán milljónir manna urðu hungurmorða á þremur árum, 1876 —’79. Tvívegis varð mikil hungurs- neyð í Honanfylki árin, er við dvöldum. þar. í fyrra skiftið, 1920 —’22, fell hálf milljón manna. Tíu árum síðar varð uppskerubrestur, sökum stórkostlegra vatnavaxta og þar af leiðandi mikil hungursneyð. Svo vildi til að við vorum þar stödd, er flóðið varð mest, síðsum- ars 1931. En um veturinn vorum við í Honan, þar sem hungursneyðin varð mest. Skal hjer greint frá flóð- inu fyrst og síðan afleiðingum þess. Hvortveggja frásögnin er tekin úr dagbók minni frá þeim tíma. ÞRJÁR borgir eru þar, sem Han- fljótið fellur í Yangtsefljót. Eru þær einu. nafni nefndar Wuhan. Er su mikla borg, vegna legu sinnar í miðju samgöngukeríi þjettbýlasta og frjósamasta hluta landsins, ein hinna mikilvægustu borga í Kína. Og ef til vill sú borg, er mesta framtið á. íbúar voru liðuglega hálfönnur milljón. Þjettbýlt sljettlendi er á alla vegukringum Wuhan. Hafa þar oít orðið slys vegna vatnavaxta í fljót- unum. Nú höfðu gengið þurkar um langan tíma. Þá gerði rigningu mikla norður í landi. Ofvöxtur hljóp í óteljandi fjölda af ám og lækjum, er steyptust í íljótið. Vatn- ið í því hækkaði um tíu metra á nokkrum klukkustundum og kom eins og flóðalda niður eftir Han- dalnum. Mandarímnn i Wuhan fjekk að- vörun símleiðis um flóðið frá borg einni 700 km. upp með fljótinu. Hann var í veislu og vanrækti að gera aðvart fljótaskipaflðtanum. Varð afleiðing þess sú, að mörg hundruð bátar fórust á einni nóttu. Á annað þúsund manns druknuðu. Flóðið kom þannig öllum í Wu- han á óvart, og varð meira og hjelst lengur en dæmi eru til siðan á 15. öld. Nokkrar glefsur úr dagbókirmi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.