Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1950, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 319 amtmanns. Hann hugsaði líka vel um garðinn sinn og kostaði miklu til hans, og hann benti mjer oft með metnaði á þrjár eða fjórar plöntur af fjallaösp, sem höfðu náð fjögurra feta hæð (jeg man nú ekki á hve mörgum árum). Hann var mjög montinn af þeim og fullviss- aði mig um að þetta væri einu trjen, er því nafni mætti nefnast í þessum landshluta. í görðum þessum virtist vera nægur og góður jarðvegur, og í llir voru þeir í skjóli og sneru móti suðvestri. Þess vegna skilur enginn hvernig á því stendur að svo illa sprettur í þcim. Sama máh var að gegna alls staðar í sveitum, þar seni einhver garðhola var. Hinar algeng -ustu grænmetistegundir virtust ekki verða að neinu gagni og voru hálfkæfðar í arfa, sem er mjög al- gengur Jeg minnist þess ekki að hafa sjeð kálhöfuð í ferð minni og þó var mjög milt veður í Reykja -vík í ágústmánuði, hiti þetta 49— 63 stig á Fahrenheit, og aldrei var frost um nætur. Ef ekki eru því einhverjar aðrar ástæður því vald- andi að ekki sprettur í görðunum. þá hugsa jeg að trassaskap sje um að kenna. ÞEGAR vjer stigum á land voru þar fyrir margir karlmenn á möl- inni til að bjóða oss velkomna. — Meðal þeirra var enskur kaupmað- ur, sem Robb heitir. Hann hefur dvalist hjer um 20 ár og er kvænt- ur íslenskri konu. Hann er víst eini Englendingurinn á íslandi, verslun við' England er svo að segja úr sögunni, nema hvað einstaka skip kemur frá Newcastle eða Liv- crpool með saltfarm. Engar konur voru þarna og þótti oss það und- arlegt og urðum fyrir vonbrigðum, að koma hinnar fögru skemti- snekkju skyldi ekki hafa vakið svo forvitni kvennanna að þær kæmi niður að höfn eins og altaf áður, að því er ferðamenn segja. Reykjavík er ekki laus við drykkjuskap fremur en aðrar hafn -arborgir og er drykkjuskapur al- gengur meðal sjómanna og hinna lægst settu. Sáum vjer sorglegt dæmi þess, þar sem gömul kona lá dauðadrukkin undir báti. Seinna frjettum vjer að hún hefði dáið þar. DAGINN eftir fór jeg um úthverfi Reykjavíkur og kom inn í kofa sjómanns austast í borginni. Kofar þessir eru mjögj svipaðir því, sem er í írlandi, en sagt er að írar hafi fyrstir manna fundið ísland af til- viljun. Það stendur í Landnáma- bók að landnámsmennirnir norsku hafi fundið þar krossa og bjöllur af írskum uppruna. Sje þetta satt, þá sjást nú engar minjar um íra þar nema þessir torfkofar. Þó segir Dr. Johnson að þeir sje líkari því sem gerist á Suðureyum. bæði að ytra útliti og húsaskipan hið innra. Veggir íslensku kofanna eru hlaðnir úr óhöggnum steini og á milli torflög til þess að gera þá þjettari. Veggirnir eru um fjögur fet á hæð. Á veggina er svo lagt það árefti, er til felst og síðan þakið með torfi yfir. ■ Á veggjunum eru engir gluggar, en botnlaus tunna er höfð fyrir reykháf; annars fer reykurinn út um göt á þekjunni. Hvergi er íek- inn upp eldur nema í eldhúsinu, sem er venjulega sjerstakur kofi og innangengt í hann eftir dimm- um rangala. Jeg varð að beygja mig til þess að komast inn um útidyr og kom þá fyrst inn í þröng moldargöng, en út frá þeim miðjum vorii upphækkuð útskot til beggja handa. Á öðrum þessum palli var eitthvað sem líktist rúmi, en eng- inn rúmstokkur á því. Hinum meg- in vár fult af allskonar fatnaði. Undir þessum pöllum var hlaðið upp þurkuðum fiski og allskonar skrani í einni bendu. Við endann á Torfbær í Reykjavík. (Teikning Barrovrs). göngunum var eldhús og glóð i hlóðum. Eldhúsið var fult af reyk, sem leitaðist við að komast upp um strompinn. En af því að þarna var enginn gluggi, var ekki auðvelt að rata út aftur. Þessi kofi var ekk.i sá versti, þótt hann væri Ijelegur. Þessa lýsingu á vistarverum hinna fátækustu í Reykjavík má ekld skilja svo að hún eigi við um bæina í svéitunum. JEG get ekki hugsað mjer ömur- legri stað en Reykjavík mun vera hina fimm vetrarmánuði, þegar snjór er yfir alt, næturnar langar og kaldar, venjulega með stórviðr -um, svo að íbúarnir geta ekki sofið fyrir brimgnýnum við ströndina og rokinu, sem skellur beint á hús- unum. Á sumrin, meðan dönsku kaupmennirnir eru þar, er alt fjör- ugra, en þeir fara flestir til Kaup- mannahafnar á haustin og koma ekki aftur fyr en með vorinu. Þá eru ekki aðrir eftir en stiptamtmað- ur. biskup, landfógeti, læknirinn og fáeinir aðrir embættismenn. Stipt- amtmaður kvartaði um hve dauf- legt væri, en hann hafði nú verið þarna fjóra vetur. Nú ætlaði hann að fara heim með danska prinsin- um, og vonaðist eftir því að fá eitt- hvert betra starf. Vegna þess að vjer höfðum mist af vorkauptíðinni, var ekkert um að vera í Reykjavík. Og vegna þess að vjer ætluðum ekki að hafa lengri viðdvöl en þörf var á, fórum vjer að búa oss undir ferðina til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.