Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1950, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
335
maí og selja pjesann sunnudaginn
4. maí.“
„Heiðmörk" verður til.
Útvarpskvöldið var haldið og þar
íöluðu nokkrir góðir menn, þar á
meðal Sigurður Nordal prófessor.
Það kom í ljós að hann kunni góð
skil á þessu landi og kunni vel að
meta það. Og hann lagði til, að
þetta fyrirhugaða friðaða svæði
skyldi kallað Heiðmörk.
Stjórnin hafði nú rætt um það
sín á milli, að það væri eiginlega
skemtilegt að hafa eitt heiti á öllu
þessu svæði, en það hafði ennþá
ekki tekist að mynda það. Það var
nú búið að prenta pjesann, og á
titilblaðinu stóð: Friðland Reyk-
víkinga, ofan Elliðavatns.
En nú var nafnið komið, Heið-
mörk. Heiðmörk skyldi það heita,
og það var farið með upplagið í
prentsmiðjuna aftur og prentað
efst á titilblaðið rauðu letri:
..II E I » M Ö R K“
Nafnið varð undir eins almenn-
ingseign.
Jæja, pjesinn var seldur á göt-
ur.um og í bókabúðum, á 2 kr.
eintakið. Dálítið seldist af honum,
en ekki mjög mikið. Ágóðinn rann
til Heiðmerkursöfnunarinnar, sem
nú var um það bil að hefjast, en
hann varð sárlítill, því að kostnað-
ur við uppdráttinn, sem gerður var
í þremur litum, varð töluverður,
og prentunarkostnaður nokkur.
En nú skal farið fljótt yfir sögu.
Gaddavír í girðinguna trygði fje-
lagið sjer á þessu ári og greiddi
hann með víxli. — Heiðmörk fekk
nokkrar góðar gjafir, en fjársöfn-
unin gekk þó fremur treglega, enda
hafði bæði stjórn og framkvæmda-
stjóri rnjög takmarkaðan tíma til
þess að standa í slíku.
Þáttur Árna B. Björnssonar.
En tveimur árum seinna, vorið
1943, barst stjórninni góður liðs-
auki. Árna B. Björnssyni gullsmið
barst til eyrna, að stjórninni þætti
ganga treglega fjársöfnunin, og
bauð aðstoð sína. Þetta var síðari
hluta maímánaðar.
En á stjórnarfundi 16. júní er frá
því skýrt, að Árni B. Björnsson
hefði safnað til Heiðmarkar rúml.
11000 krónum og var nú söfnunin
komin upp í 26 þúsund krónur eða
því sem næst.
Á þessum árum, stríðsárunum,
var mjög erfitt um vinnuafl, svo að
girðing Heiðmerkur kom ekki til
greina af þeirri ástæðu. Auk þess
var það til fyrirstöðu, að ekki hafði
náðst eignarhald eða umráðarjett-
ur yfir öllu landinu sem átti að
vera innan girðingar.
í júnímánuði 1944 afhenti Skóg-
ræktarfjelag íslands bæjarstjórn
Reykjavíkur með brjefi dags. 29.
júní girðingarefni, gaddavír og
staura, sem það hafði keypt fvrir
samskotafjeð, og var í vörslu skóg-
ræktarstjóra.
Gangverð á þessu efni var þá
talið um 32500 krónur, og voru þó
eftir á sparisjóðsbók hátt á fjórða
þúsund krónur, sem voru afhentar
bæarstjórn seinna á árinu.
Samskotafje það, sem safnaðist
meðal Reykvíkinga, fyrirtækja og
einstaklinga, náði þannig langt til
þess að greiða alt girðingarefni um
Heiðmörk.
Tillaga borgarstjóra.
Þann 6. mars 1947 ber borgar-
stjóri Reykjavíkur fram svohljóð-
andi tillögu á bæarstjórnarfundi:
„Bæarstjórn ályktar að gera nú
þegar ráðstafanir til þess að Heið-
mörk verði friðland og skemtigarð-
ur Reykvíkinga. í því skyni felur
bæarstjórn bæarráði og borgar-
stjóra að leita samninga um kaup
á Hólmshrauni, sunnan Suðurár,
Vatnsendalandi sunnan Hjalla,
beitilandi úr Garða-torfu á Álfta-
nesi og hluta af Vífilstaðalandi.
Náist ekki samningar, sje leitað
til Alþingis um eignarnámsheim-
ild. Jafnframt ákveður bæarstjórn
að girða Heiðmörk þegar er bær-
inn hefur fengið umráð þessara
landa og láta gera áætlanir um
framkvæmdir á Heiðmörk og afnot
hennar, í samráði við Skógræktar-
fjelag Reykjavíkur.“
Þessi tillaga var samþ. með sam-
hljóða atkvæðum. Nú komst skrið-
ur á. Það sem í þessari tillögu felst
hefur nú að miklu leyti verið fram-
kvæmt, en þó er ennþá eftir að
ganga frá nokkrum atriðum, og enn
er ógirt beitilandið úr Garðatorfu,
sem er suðvestur af Vatnsenda-
iandi, og Vífilsstaðahlíðin og land-
ið þar upp af.
Þegar hjer var komið sögu, hafði
verið gerð breyting á skipulagi
skógræktarfjelagsskaparins í iand-
inu, þannig að Skógræktarfjelag
Islands var gert að sambandi skóg-
ræktarfjelaga í landinu, en áður
voru meðlimir í Skógræktarfjelagi
Islands bæði einstaklingar og skóg-
ræktarfjelög, og Skógræktarfjelag
Tslands hafði með höndum verk-
iegar framkvæmdir í skógrækt hjei
í umdæmi Reykjavíkur. Jafníramt
því sem þessi breyting var gerð a
skipan Skógræktarfjelags íslands,
var Skógræktarfjelag Reykjavíkur
stofnað og það tók við af Skóg-
ræktarfjelagi íslands að því er
snerti verklegar skógræktarfram-
kvæmdir í Reykjavík og nágrenni,
og þar með að beita sjer fyrir frið-
un Heiðmerkur.
Skógræktarf jclag Reykjavikur
kcmur til sögunnar.
Skógræktarfjelag Re.ykjavíkur
var stofnað í október 1946. Rúm-
lega ári síðar, eða upp úr áramót-
um 1947—8 rjeði fjelagið til sín
mann til þess að standa fyrir öll-
um verklegum framkvæmdum fje-
lagsins, Einar Sæmundsen yngri,
sem verið hafði nokkur undanfarin