Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 339 Þegar lokið var dagsverkinu einn daginn, og fólkið rölti heim í kvöld- kvrðinni, sagði einn pilturinn upp úr eins manns hljóði: — Það er áreiðanlega holt og gott að gróður- setja trje, jeg er að verða að manni aftur. Á krossgötum. Fyrrum var það siður þeirra, sem vildu láta óskir sínar rætast að sitja á krossgötum á Jónsmessu- nótt. Jónsmessan er um garð geng- in, en við erum enn ekki svo fjarri sólstöðum, að kraftur hennar hafi dvínað mjög, og þar sem við nú erum stödd skamt ofan við hinar gömlu krossgötur, sem jeg nefndi áðan, finst mjer ástæða til þess að bera fram þrjár óskir Heiðmörk til handa í nafni Skógræktarfjelags ís- lands, í trausti þess, að þær megi allar rætast. Fyrsta óskin er, að Reykvíkingar um alla framtíð megi sækja hingað frið í hjarta og hvíld á sál og líkama. Önnur er, að hjer læri þeir að fara mjúkum höndum um móðurmoldina, svo að hún geti borið þeim fögur og hávaxin trje, er skýli og hlífi niðjum þeirra í stormum framtíðarinnar, og þriðja óskin er að starf og önn Reykvík- inga hjer í Heiðmörk megi verða öllum öðrum íslendingum fagurt fordæmi. Hjer skal vera helgireitur Ræða dr. Sigurðar Nordals. Góðir skógarmenn! TÍMARNIR breytast og merkingar orðanna með. f fornöld voru skóg- armenn útlagar, sem leituðu hælis fyrir ofsóknum óvina sinna. Síðar voru það menn, sem hjuggu skóg- ana og eyddu þeim. Þá kom sú tíð, er minn gamli vinur, Einar E. Sæ- mundsen eldri, kaus sjer að heita skógarmaður. Hann starfaði að verndun og græðslu skóga, og nú er hjer mikill og áhugasamur flokk- ur dugnaðarmanna, sem mega heita svo, af því að þeir vilja bæta land- inu það, sem skammsýnar og fa- tækar kynslóðir sviptu því, — og ætla reyndar að klæða það meira og betra skógi en áður fyrr. Öl! erum við, sem hjer erum saman komin, skógarmenn í þeim skiln- ingi, að við viljum hlynna að því framtaki. Og sú er von okkar, að enn komi kynslóðir, sem leita tií íslenskra skóga eins og forðum, ekki til þess að forða lífinu, heldur til að lifa betra og ríkara lífi. Hjer hefur þegar verið sagt svo margt satt og rjett um ágæti skóga og ágæti Heiðmerkur, eins og hún er og á að verða, að jeg gæti i rauninni látið mjer lynda að segja það eitt, að jeg væri á sama máli og fyrri ræðumenn. En ennþá má samt einhverju við bæta. íslensk skógrækt stefnir nú að því að koma upp hávöxnum trjágróðri víðra svæða. Og svo dásamlegt sem ís- land er án slíks gróðrar, svo unaðs- legt sem hið lágvaxna og ilmandi birkikjarr er, þar sem þess nýtur, verður því ekki neitað, að s+órir skógar veita ýmislegt yndi og reynslu, sem við förum á mis við. Þar kemst maður í sjerstaklega ná- ið samband við móður jörð, sem tekur hann í faðm sjer eins og lítið barru Þar venst hann af því að heimta að standa upp úr, tylla sjer á tá, getur lært auðmýkt gagnvarí hinum miklu meiðum, sem hann lítur upp til. Þar er skjól í storm- um, þar er hægt að hverfa, finna einveru og vernd í senn, öðru vísi en. á bersvæði. Og ekki aðeins ein- veru. Jeg spurði einu sinni norskan mann, sem farið hafði um sljettur Suðurlands, hvernig honum litist á landið. „Jú, þetta er gott land, rúmt og frjósamt, vel fallið til bú- skapar og ræktunar, en-----ósköp held jeg, að sje erfitt að eiga þar heima.“ „Hvað er að?“ „Jeg var altaf að hugsa um það, þegar jeg fór um Flóann, Holtin og Rangár- vellina, hvernig ungt fólk færi að því að trúlofast á þessu sljettlendi þar sem enginn skógur er og næt- urnar þar að auki svona bjartar. einmitt á vorin, þegar æskan er hneigðust til ásta.“ — Getur það ekki hlýað ykkur, sem komið hing- að til þess að setja niður trjáplönt- ur, dálítið um hjartarætur að hugsa til þess, að síðar meir eigi þessir reitir eftir að skýla ungum elskend- um fyrir forvitnum augum og nær-' göngulli athugun umhverfisins og leyfa þeim að finna friðland í lang- deginu, sem ekki er kostur á í Reykjavík? Jeg er að vona, að unga fólkið verði ekki þeir ættlerar, að það hafi ekki einhver ráð með að komast hingað á stefnumót, jafn- vel þótt það ætti að labba þennan spöl hingað upp eftir. Þjóðsagan segir, að Vífill gamli á Vífilsstöð- um hafi ekki talið eftir sjer að ganga upp á Vífilsfell á hverjum morgni til þess að gá til veðurs. Og hjer verður þó til enn meira nð vinna. Þessa dagana er nákvæmlega hálf öld síðan jeg kom fyrst til Reykja- víkur, svo að eðlilegt er, að jeg hafi staldrað við og hugsað um þær furðulegu breytingar, sem gerst hafa frá þeim tíma. Þá voru Reyk- víkingar um 6000 að tölu, hjer um bil einn tólfti hluti íslendinga. Síð- an hefur íbúatala alls landsins rúm- lega tvöfaldast, en tala bæarbúa nífaldast. Ef Reykjavík hefði að- eins vaxið að tiltölu við þjóðar- heildina, ættu nú ekki að vera þnr nema rúmar tólf þúsundir manna, en mjer er sagt, að það sjeu um 56 þúsund. Það er orðinn mikill ábyrgðarhluti að vera Reykvíking- ur, þótt ekki sje að öðru leyti en því, að sjálfur hinn hrausti og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.