Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1950, Blaðsíða 6
338 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS henni heiur þegar verið úthlutað mestu af því landi, sem um er að ræða til skógræktar fyrst um sinn. Nokkur fjelög eru þegar á bið- lista til næsta árs og vafalaust bæt- ast mörg fleiri i hópinn, en land- rými er hjer nóg bæði íyrir norðan og einkum fyrir sunnan. Nú het' jeg í stórum drattum rakið sögu Heiðmerkur irá því að i'riðun þessa landssvæðis fyrst var hreyft og fram á þennan dag. A krossgötum Rteða Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra. VIÐ erum stödd hjer skamt frá gömlum krossgötum. Hjer no'ður af, en ofan Gvendarbrunna, lá áður alfaraleið austan úr sveitum og suður á nes. Á fyrri óldum hafa hópar manna gengið þessar slóðir á leið til sjóróðra. en um lokin hafa ski-eiðarlestirnar þokast norður og austur með Hjöllunum með björg í bú. En hjeðan úr Hólmshrauni liggja og aðrar götur norður ytir heiðadrög Mosfellssveitar og út á Kjalarnes, og heita þær enn Skóg- aimannagötur. Þær munu haia verið íarnar langt fram eftir óld- um, því að meðan hjer var nægur skógur, sóttu menn viðarkol hingað úr næstu sveitum, en þau urðu að vera til á hverjum bæ í sláttar- byrjun. Hjer heí'ur því oft verið fjölfarnara á fyrri öldum en hin síðari ár, er fáir komu hingað nðrir cn leitarmenn á haustin. þrátt fyvir það að Reykjavik hei'ur risið upp og dafnað hjer á næsta iciti. Má því með nokkrum sanni segja, að þetta land, Hólmshraun og Elliðav^itns- heiðin, sem við kölium nú einu nafni Heiðmörk, hafi hlotið svipuð örlög og Ameríka, að það hafi fund- ist en týnst aftur og loks fundist á ný. En hjeðan af týnum við ekki þessu iandi, því að nú skal hjer hafið nýtt og merkilegt landnám. Heiðmörk íriðuð. Oft er langt milli huga og hand- ar, milli orða og athafna, því að nú eru nákvæmlega liðin 15 ár frá þvi, að íyrst var minst á að vecnda bæri þetta f'agra og einkennilega land hjer í nágrenninu, í stað þess að láta það smáeyðast fyrir sífelda beit og örtröð. Nógar eru land- skemdirnar á holtunum umhveríis Reykjavík, þó að þetta land hefði ekki bætst við. Og það hefði orðið alveg óbætanlegt tjón, ef sá gróður og jarðvcgur, sem hjer er enn eftir, helði iarið út í veður og vind. En nú er friðun Heiðmerkur komin á, og þá þökkum við með hlýum hug öllum þeim mörgu góðu Reykvík- ingum, liís og liðnum, sem studdu Skógræktaríjelag íslands til að hrinda þcssu máli áíram og við iögnum því, hve vpl og drengilega bæarstjórn Reykjavíkur hefur tek- íð á þessum málum, ekki síst eftir að Gunnar Thoroddsen varð borg- arstjóri. ileiðmörk hcfur marga kosti. Heiðmörk hefur marga og mikla kosti, og hún mun verða Reykvík- ingum því kærari er lengra líður. Hier er fagurt og íjölbreytt um- hverfi. Hjer er víðsýnt og víðlent, og hjer geta þúsundir manna verið án þess að finna til þrengsla. Hing- að er stutt úr bænum og hæ>>t að fara á skammri stund. Á haustin er hjer víða ágætis berjaland, sem verður enn betra nú þegar beit er alljett. Og loks cr hjcr ágætur stuður til þess að vinna að hcil- brigðu, nytsömu og góðu starfi. Hjer geta Reykvíkingar um langa framtíð gróðursett margar tegund- ir fagurra og nytsamra trjáa, bæði til þess að fegra og bæta náttúr- una og til þess að síðari tíma menn megi njóta góðs af handaverkum þeirra. Skóggræðsla á Heiðmörk. Plöntur þær, sem settar hafa verið hjer í vor eiga ekkert sam' eiginlegt við fururnar við Rauða- vatn nema nafnið. Þessar plöntur eiga ætt sína að rekja til trjáa, sem um aldaraðir hafa vaxið í nyrstu hjeruðum Noregs, um 600 km norð- ar á hnettinum en við erum hjer, hinar, fjallafururnar við Rauða- vatn, eiga hins vegar heimkynni sin í Alpaijöllum, og eru auk þess runn ar en ekki einstofna trje. Á næstu árum mun verða kostur á enn fleiri trjátegundum til að setja niður á þessum slóðum. Og þetta verða trje, sem við getum sjeð komast á legg, ef við liíum í 10—15 ár enn. Þetta get jeg sagt ykkur með fullri vissu, því að í'yrir 10—15 árum voru þessar sömu tegundir og hjer verða ræktaðar, scttar niður í Sljettahlíð hjer skamt suður af og á annan stað í Undirhlíðum og nokkrum stöðum öðrum. Þar getið þið bæði sjeð og þreifaáp á, hversu góðum þroska þær hafanáð, og um leið sjáið þið, hvcrs megi vænta hjer i Heiðmörk. Samband manns og moldar. En þótt gott sje til þess að vita, að Reykvíkingar geti sótt góða viðu hingað eftir 100 til 200 ár, þá er önnur og alls ekki veigalitil ástæða til þess að gróðursetja trje hjer í Heiðmörk. Við gróðursetningar- störf komast menn í nánara sam- band við mold og gróður en á n< kkurn annan hátt, og iátt mun okkur Reykvikingum hollara ?n að hvería ai malbikinu og komast úr bæarloítinu um stundarsakir, eu vitja moldarinnar, sem cr upphaí okkar allra. Laun okkar Reykvíkinga fyrir vel unnið starf á þessum slóðum verður líkt og skólapiltsins úr Reykjavík, sem var með öðrum íjelögum sínum við gróðursetn- ingu nú í vor austur í Haukadal.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.