Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1950, Blaðsíða 4
336 LESBÓK MORGUNBLAÓSINS ár skógarvörður á Vöglum í Fnjóskadal. J’að var með góðfús- legu samþykki skógræktarstjóra og í samráði við hann, að þessi ráðn- ing fór fram, og er sú tilhögun á þessu, að Einar er að hálfu leyti starfsmaður Skógræktarfjelags Reykjavíkur, en að hinu leytinu er hann nú skógarvmrður í Gulibringu og Kjósarsýslu og í vestanverðri Árnessýslu. Þetta fyrirkomulag heiur geíist mjög vel, en það sem jeg vildi sjerstaklega benda á hjer í sam- bandi við ráðningu Einars £æ- mundsen til Skógræktarfjelags Reykjavíkur, annarsvegar og frið- un Heiðmarkar hinsvegar er það, að viðhorfið breyttist nú mjög til batnaðar, því að nú gat skógræktar- fjelagið sagt við bæarstjórn: Við skulum taka að okkur að girða Heiðmörk undir góðri verkstjórn, ef bæarstjórn vill samþykkja að leggja fram fje til framkvæmd- anna. Og þetta varð. Það er ekki að orðlengja það, að það var byrj- að að girða síðari hluta sumars 1948 og 17. desember það ár var lokið við að girða það svæði, sem nú er girt, og frá þeim degi má segja að þetta svæði hafi verið friðað fvrir ágangi búfjár. Það var ekki sjerstaklega auð- velt alls staðar að girða Heiðmörk. Girðingarefhi var flutt á bílum og jeppum eins langt og hægt var, síðan var það flutt á hestum, á klökkum, og loks urðu girðinga- mennirnir víða að bera það langar og ógreiðfærar leiðir. Veðrátta var óvenjulega hrakviðrasöm haustið 1948, og hjer geta verið mjög stór- feldar rigningar. En um þetta er lítið eða ekkert skráð. Á suðvesturlandamerkjum Vatns endalands, eða því sem næst, er sauðfjárveikivarnargirðing ofan af Hjallabrún austur í Húsfell, og sú girðing myndar suðvesturgaflinn í Heiðmerkurgirðingunni. Þar fyrir sunnan og vestan er hluti úr af- rjetti eða beitilandi Garðahrepps og Vílilsstaðahlíðin. Stækkun Heiðmerkurgirðingarinnar fyrirhuguð. Það er fyrirhugað að auka við Heiðmerkiirgirðinguna, að líkind- um í surnar eða haust, þannig að þessi svæði verði einnig innan Heiðmerkurgirðingarinnar. — Það væri mjög æskilegt, ekki síst með tilliti til þess að fá Vífilsstaðahlíð- ina alfriðaða, því að þar er eins og kunnugt er töluverður skógargróð- ur, en syðsti hlutinn af völlunum undir Hjallabrúninni og syðsti hlut inn af Löngubrekkum, sem nú er utan girðingar þyrfti líka að kom- ast inn fyrir Heiðmerkurgirðing- una, því að þá er alt gróðurlendið á þessum slóðum suður undir Búr- fellsgjá orðið friðað land. Girðingin um Heiðmörk er öll mjög vönduð, og til öryggis er gengið með henni allri við og við, til þess að athuga hvort nokkurs staðar er ábótavant, og sjerstakar gætur eru hafðar á girðingunni um það leyti sem fje er slept úr hús- um snemma á vorin. Þá getur líka verið hætta á að girðingin sje meira eða minna í snjó á stöku stað. Alla þessa vörslu hafa þeir með hönd- um, Einar Sæmundsen og aðstoð- armenn hans, og það er óhætt að segja, að þeim er öllum jafn um- hugað um að friðun Heiðmerkur sje sem fullkomnust. í fyrra sumar var unnið áfram við girðinguna, hliðstólpar steyptir, bæoi hjer niður frá hjá Jaðri og nálægt Vatnsenda. Þá gróðursettu starfsmenn Skógræktarfjelagsins um 8000 furu- og greniplöntur í Heiðmörk í fyrra vor. Síðastliðið haust var byrjað að leggja veg hjer inn á Heiðmörk, og eins og þið hafið orðið vör við, er nú kominn mjög sæmilegur veg- ur hingað og raunar dálítið lengra upp eftir Elliðavatnsheiðinni. Þá var í fyrra sumar gert upp- kast að tveimur skjölum varðandi Heiðmörk, samningi milli bæar- stjórnar Reykjavíkur og Skógrækt- arfjelags Reykjavíkur um umsjá fjelagsins með Heiðmörk og starf- semi þar, og Reglum um landnám og skógrækt á Heiðmörk. Skjöl þessi voru síðan tekin til meðferðar í bæarráði og samþykt með litlum breytingum. Landnám og skógrækt á Heiðmörk hefst. Seinni partinn í vetur voru skjöl þessi undirrituð af borgarstjóra og formanni Skógræktarfjel. Reykja- víkur, og þar með var alt tilbúið til þess að hefja landnám á Heið- mörk og undirbúa þá athöfn, sem hjer fer fram í dag. Sú tilhögun um skógræktarfram- kvæmdir á Heiðmörk, sem upp hef- ur verið tekið, að úthluta spildum, nokkra hektara að stærð, til ýmissa fjelaga í Reykjavík til skógræktar og láta þeim í tje endurgjaldslaust trjáplöntur til gróðursetningar, virðist eðlileg, enda lofar hún góðu um að gefast mjög vel. En það sem gerir þessa tilhögun mögulega og auðvelda er það, hvernig þróunin hefur orðið hin síðustu ár í skógræktarmálum Reykvíkinga. Reykjavíkurbær veitir Skóg- ræktarfjelaginu mjqg verulegan árlegan fjárstyrk og það hefur gert fjelaginu auðið að auka mjög starf- semina í gróðrarstöð fjelagsins í Fossvogi, og þá einkum plöntu- uppeldið. Plöntuuppeldi í Fossvogsstöðinni undirstaða að skógrækt á Heiðmörk. Þegar á þessu vori hafa verið gróðursettar í Heiðmörk um 50 þúsund furuplöntur úr Fossvogs-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.