Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1950, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 361 Norska safnið, sem vjer tökum á móti í dag, er sjálfstæð heild, dá- lítið sýnishorn norskrar menningar. En safn vort, Þjóðminjasafn ís- lands, er helgað íslenskri menningu einni, og það er ekki í verkahring þess, að safna aö sjer erlendum menningargripum úr öllum hlut- um veraldar. En allt, sem kemur við lífi og sögu sjálfra vor, allt sem skýrir á einhvern hatt feril vorn, á hingað erindi og mun verða tekið hjer sem aufúsugesti. Og þetta á einmitt við um norska safn- ið fremur öllum erlendum gripum, sem oss kynnu að verða gefnir. Fyrír því eru gamlar og óhraktar heimildir, að forfeður vorir, þeir er land námu á íslandi í öndverðu, komu frá Noregi. Landnámið sjálft byggðist ekki hvað síst á því, að á víkingaöld eða landnámsöld ís- lands, höfðu Norðmenn náð þeim þroska í skipsbyggingarlist, að þeim var fært yfir hið mikla haf, sem skilur löndin. En eins og skip- in, sem þessir landnámsmenn komu á, voru ávöxtur aldalangrar fram- vindu á Norðurlöndum, svo var og öll sú menning, er þeir höfðu yfir að ráða, orðin til á ævalöngum tíma. Þróun, sem tók þúsundir ára, hafði skapað þá menningu, er norsk ir menn fluttu hingað út á 9. öld fyrir aðeins 30 mannsóldrum. Svo mjög hefur saga hins íslenska þjóð- stofns gerst utan endimarka lands vors, og þetta megum vjer eng- an veginn láta oss yfirsjást. Það er þetta, sem eldri hluti norska safns- ins á að minna oss á, og þess vegna hefur norsku safngjöfinni verið valinn staður við hliðina á þeim sal, sem ætlað er að sýna fornóld sjálfra vor. í eldri hluta norska safn^ins er meðal annars nákvæm eftirmynd af einum merkasta rúna- steini Noregs, Eggjumsteininum, sém geymir sýnishorn tungu vorr- ar, eins og forfeður vorir töluðu hana í Noregi nokkrum öldum fyr- Mynd Ólafs helga. ir íslands byggð. Og það mun vekja sjerstaka gleði margra íslendinga, að í þessu sýnishorni örlar á vísi þeirrar íþróttar, sem löngum hefur skipað hæstan sess hjer á landi, íþrótt skáldskaparins. Hjer getur einnig að líta ýrnsa þá gripi, er sjer- kennilegir voru. fyrir ytri menn- ingu Norðmanna, er þeir námu ís- land. Gripir þeir, er fundist hafa hjer á landi frá sama tíma, sverja sig ótvírætt í ætt þessara, og mun það verða augsýnilegt hverjum safngesti, þegar íslenska fornaldir- safnið hefur verið sett upp. Mun þá augljóst verða það, sem jeg hef oft um hugsað, að jafnvel þótt vjer hefðum ekki sögulegar heimildir um landnám á Islandi, þá mundu þessir forngripir fræða oss um upp- runa þjóðarinnar og hvenær land byggðist. Af öðrum gripum hins eldri hluta finnst mjer sjerstök ástæða til að nefna hið gamla líkneski Ólafs he]ga frá Seim. Það minnir oss á, að þótt hann væri aldrei konu .ígur vor, átti hann eitt sinn miLiíi r.ki á Landi hjer. Hann var verndar- dýrlingur 72 kirkna á ísLndi, eflir því sem ráðið verður af heimUduvn, og af öllum dýrlingaskaranum voru það aðeins sjálf María guðsmóðir og Pjetur postuli, sem fleiri íslensk- ar kirkjur voru helgaðar. Ektti löngu seinna en þessi fagra mynd var skorin í Noregi, orti Einar Gils- son fyrstu íslensku rímuna, sem oss er kunn, Ólafs rímu Haraldssonar: Ólafur kóngur örr og fríður, átti Noregi að ráða, gramur var æ við bragna blíðr borinn til sigurs og náða. Svo ástsæll var Ólafur iielgi hirr á landi, að menn heldu áfram að gefa kirkjum 'ukneski hans og myndir löngu eftir siðaskipti, e:* dýrkun helgra manna tókst af, og má sjá dæmi þessa á Þjóðminja- saí'ninu. Eins og hinir eldri gripir norska safnsins minna á, að íslendingar voru í öndverðu af Noregi komnir, þannig sýna yngri gripirnir, hversu hvor þjóð fór sína leið, þegar stund- ir liðu. Jafnvel rúnasteinninn frá Dynna, legsteinn eða bautasteinn frá 11. öld, gefur begar tilefni til hugleiðinga um þetta. Rúnasteina virðist forn-ísl. alls ekki hafa látið eftir sig, og hlaut þó sá siður að hafa verið landnámsmönnum kunn- ur. Og Hstmunirnir úr norskri bændamenningu sýna, hversu ólík að mörgu leyti norsk alþýðulist á 18. og 19. öld var ísl. alþýðulist á sama tíma, þétt báðar þjóðirnar stæðu eitt sinn í sömu sporunum og um nokkurn veginn ""fnhátt menningarstig væri að ræða. Jeg nefni ekki þessi atriði í þeirri veru, að jeg þykist þar með gefa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.