Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1950, Blaðsíða 2
v 438 - —.. ~ LESBÖK MORGUNBLAÐSINS um erlendis, fyrst í Danmörku og siöan á íslandi. Og nú var jeg þá komin til hinn- ar einu borgar á íslandi, þar sem hinar svokölluðu yfirstjettir eiga heima, og mun jeg nú lýsa venjum þeirra og lifnaðarháttum. Ekkert fanst mjer leiðinlegra en sá þóttabragur er konurnar höfðu tamið sjer. Þegar þær mæta ein- hverjum, sem þær þekkja, á götu þá kinka þær aðeins kolli með þeim reigingssvip að aðrir mundu ekki láta sjer það sæma gagnvart ókunn -ugum vesling. Að lokinni heim- sókn fylgir húsmóðirin gesti sínum ekki lengra en að stofuhurðinni. Sje húsbóndinn heima, þá er þó meiri kurteisi sýnd, en sje hann ekki heima þá verður gesturinn í vandræðum ef hann ratar ekki til útidyra. Hvergi er neinn þjónn er letðbeini gestum, nema í húsi stipt- aintmanns. Bestu meðmælabrjef duga olt ekki til þess að ókunnugum sje sýnt vingjarnlegt viðmót. Sem dænu um það skal jeg geta þessa: Meðal ýmissa ágætra meðmæla- brjefa hafði jeg eitt til herra H., stiptamtmanns yfir íslandi.* Þeg- ar jeg kom til Kaupmannahafnar frjetti jeg að hann væri þar stadd- ur Jeg fór því að heimsækja hann og var mjer vísað inn í herbergi þíu sem voru tvær ungar konur og 'þrjú böm. Jeg afhenti meðmæla -brjefið og stóð þar svo upp á end- ann um hríð. Þegar jeg sá að eng- inn ællaði að bjóða mjer sæti, sett- ist jeg óboðin a næsta stól, og mjer datt það hreint ekki 1 'hug að sjálf frúin væri þar viðstödd og hefði gíeymt hinni sjálfsögðustu kurt- eisisskyldu við hvern gest. Þegar jeg hafði nú biðið þarna góða stund vindur herra H. sjer inn. Hann af- sakaði það að hann hefði mjög Ht- »nn túrta tii þess aó sinna mier, þvi • frá -.'ar Tkórkil Hoppc stiptamtrr.agux. að hann væri á förum til íslands með fjölskyldu sína og væri alveg önnum kafinn í Kaupmannahöfn fram að þeim tíma. Að lokum gaf hann mjer það heillaráð að hætta við að fara til íslands, því að ferða- lög þar væri mjög eríið. En þegar hann sá að jeg var einráðin í því að fara þangað, kvaðst hann skyldu gefa mjer meðmælabrjef, ef jeg færi á undan sjer frá Kaupmanna- höfn. Alt fór þetta fram í mesta fumi og við stóðum á meðan. Svo kvaddi jeg og var ákveðin í því að biðja ekki um meðmælabrjefið. En jeg sá mig um hönd, jeg afsakaði ókurteisina, sem mjer hafði verið sýnd, með því að þau hjónin væri í miklum önnum, og svo fór jeg þangað aftur tveimur dögum síð- ar. Þá aíhenti þerna mjer brjefið. Jeg heyrði að hans hágöfgi var að tala í næsta herbergi, en honum hefur víst fundist það of mikið mas að afhenda mjer brjeíið sjálfur. Þegar jeg svo heimsótti þau aftur í Reykjavík, varð jeg eigi lítið for- viða er það kom í ljós að frú H. var önnur aí konum þeim, sem jeg hitti í Kaupmannahöfn og buðu mjer ekki sæti. Pimm eða sex dög- um seinna kom herra H heim til mín og bauð mjer í skemtiíerð að Elliðavatni. Jeg tók boðinu með þökkum og í einfeldni minni bað jeg hann afsökunar á því að jeg hefði dæmt hann heldur fljótfærn- islega áður. En frú H heimsótti mig ekki fyr en jeg hafði dvalist nær mánuð í Reykjavik. Hún bauð mjer ekki að heimsækja sig aftur, og þar með lauk kunningsskap okkar. Það var engu likara en allir aðnr iieldri menn bæarins semdu sig áð siðum þeirra. Jeg fekk engin heim- boð, enda þótt jeg frjetti um marg- ar samkomur, átvéislur og kvöid- skemtanir. En það viidi nu svo Vel ti! að jítg var sjélfri mjer r.og, ann- ars hefði jeg verið illa stcdd. Sng- in af frúnum hafði til að bera svo mikla nærgætni að hugsa um það að jeg væri hjer einstæðingur og að mjer væri það nauðsynlegt að fá að umgangast mentað fólk. Jeg get ekki ásakað karlmennina um þetta, því að jeg er ekki ung leng- ur, en alt er undir því komið. Úr því að konurnar gátu ekki sýnt mjer neina nærgætni, þá gat jeg ekki ætlast til þess af karlmönn- unum. Jeg reyndi að komast fyrir á- stæðu að þessu og komst fljótt að því að hún lá í eðli fólksins — sín- girni þess. Það virðist svo sern jeg hafi varla stigið fæti í Reykjavík fyr en farið var að halda uppi ýt- arlegum fyrirspurnum um mig, hvort jeg Væri rík og hvort jeg mundi halda uppi gleðskaþ heima hjá mjer, í stuttu máli sagt, hvort hægt væri. að hafa nokkurt gagn af mjer. Til þess að fá.góðar móttökur i Reykjavík verða ferðarrtenn ann- aðhvort að vera ríkir, eða þá vís- indamenn. Ríkin í Evrópu senda oft vísindamenn þangað til þess að rannsaka hina furðulegu náttúru landsins. Þeir safna miklum birgð- um af steinum, fuglum o. s. frv., og þeir hafa með sjer alls konar gjafir, sumar dýrmætar, til þess að gefa heldra fólkinu. Auk þess finna þeir upp á ýmsum skemtunum, efna jafnvel til dánsleika o. s. frv. Þeir kaupa alt sem þeir hafa ágirnd á og þeir ferðast oft margir saman. Þeir hafa mikinn ílutrting meðferð- is og þurfa því maiga hesta, en hesta verður að kaupa á íslandi, því að leiguhesfar fást ekki. Og hjer eiga allir hlut að máli, því að allir hafa hesta að seija, eða þá minjagripi. Engum er jafn vel fagnað og frónsku freigátunni, sem kemur þangað a hverju án, því að þar eru oft veisiur og dsnsleikar tim borS, og mönr-um éru gjafir geíner. Stiít-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.